Morgunblaðið - 28.07.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.07.1998, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseta Bandarrkjanna gert að bera vitni fyrir rannsóknarkviðdómi Lögmenn semja um fyr- irkomulag vitnaleiðslna Washington. Reuters, The Daily Telegraph. LÖGMENN Bills Clintons Bandaríkjaforseta áttu um helgina í viðræðum við óháða sak- sóknarann Kenneth Starr um fyrirkomulag vitnaleiðslna yfir forsetanum, en StaiT hefur stefnt honum til að bera vitni fyrir rannsóknar- kviðdómi um meint samband sitt við Monicu Lewinsky, sjálfboðaliða sem starfaði í Hvíta húsinu. Bandarísk dagblöð sögðu í gær að með stefnubirtingunni væri Lewinsky-málið komið á nýtt stig. Búist var við að Clinton kæmi fyrir rannsóknarkviðdóminn í þessari viku, hugsan- lega í dag. Lögmenn forsetans hafa reynt að komast að samkomulagi við Starr um að hann fái annaðhvort að flytja framburð sinn á mynd- bandsspólu, svara spumingum saksóknarans skriflega eða koma fyrir kviðdóminn í Hvíta húsinu. Ennfremur hefur verið óskað eftir því að Clinton fái heimild til að hafa lögfræðing við- staddan, en það er ekki leyft fyrir rannsóknar- kviðdómi. Ekki er talið að Starr muni fallast á neitt það fyrirkomulag sem hafi í för með sér að forsetinn geti vikið sér undan því að svara ákveðnum spurningum, eða að hann komi ekki fyrir kvið- dóminn í eigin persónu. Líklegt þykir þó að sak- sóknarinn muni frekar ganga að einhvers konar samkomulagi en að hætta á að forsetinn bjóði honum birginn íyrir dómstólum og málið tefjist þar með um mánaðaskeið. Talsmenn Hvíta hússins hafa lítið viljað tjá sig um stefnuna. Erfíð staða forsetans Stjórnmálaskýrendur hafa deilt um hvort Clinton geti með nokkru móti komið sér hjá því að bera vitni í Lewinsky-málinu. Þó skoðanir um það séu skiptar þykir ljóst að forsetinn sé í afar erfiðri stöðu. Ymsir telja að ekki sé hægt að stefna sitjandi forseta fyrir rannsóknarkviðdóm og að hann eigi góða möguleika á að fá stefnunni hnekkt. Clinton gæti einnig vísað til fimmta viðauka stjómarskrárinnar, sem heimilar mönnum að neita að veita vitnisburð sem gæti leitt til sak- fellingar þeirra sjálfra. Þó hann ynni ef til vill lagalegan sigur með því að komast með ein- hverjum hætti hjá því að bera vitni, myndi það hins vegar augljóslega veikja pólitíska stöðu hans, og kæmi án efa niður á fylgi Demókrata- flokksins í þingkosningunum sem fara munu fram í nóvember. Forseta ekki áður verið stefnt fyrir rannsóknarkviðdóm Clinton hefur borið í eiðsvarinni yfirlýsingu að hann hafi ekki átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky. Skoðanakannanir hafa þó gefið til kynna að tveir þriðju hlutar bandarísku þjóðar- innar telji hann hafa borið ljúgvitni. Ef sú er raunin, og takist Starr að sanna það, er ljóst að forsetinn mun verða að segja af sér. Sitjandi forseta Bandaríkjanna hefur ekki fyrr verið gert að bera vitni í eigin persónu fyrir rannsóknarkviðdómi. Hæstiréttur úrskurðaði þó árið 1973 að Richard Nixon bæri að afhenda segulbandsspólur með upptökum af samtölum hans við aðstoðarmenn sína, vegna rannsóknar Watergate-málsins, sem leiddi til afsagnar for- setans. Clinton hefur áður borið vitni fyrir dómi um samband sitt við Lewinsky, en þá flutti hann framburð sinn á myndbandsspólu. Námaverkamanni bjargað eftir níu solarhringa innilokun „Mér er bara kalt á fótunum“ Vonir glæðast um björgun félaga hans Lassing. Reuters. Reuters AUSTURRÍSKI námaverkamaðurinn Georg Hainzl á sjúkrahúsinu í Graz, þangað sem hann var fluttur eftir björgunina. SVONA var umhorfs á vettvangi í Lassing eftir jarðhrunið, sem olli því að ellefu manns lokuðust inni í göngum námunnar, sem teygja sig um jarðlögin undir þorpinu. Útlitið svart fyrir Kohl Bonn. Reuten. VONIR manna um að takast mætti að finna tíu austurríska náma- verkamenn, sem lokuðust inni í námu fyrir rúmri viku, glæddust í gær þegar tókst að bjarga einum vinnufélaga þeirra á lífi upp úr námagöngum 60 m undir yfirborð- inu, þar sem hann hafði legið inni- lokaður allan tímann. „Takk! Mér líður vel, mér er bara svolítið kalt á fótunum,“ voru fyrstu orð hins 24 ára gamla Georg Hainzl, eftir að hann var dreginn í gegn um 60 cm breitt borgat upp á yfirborðið skömmu fyrir kl. ellefú á sunnudagskvöld. Jarðhrun olli því síðla fóstudags- ins 17. júlí að Hainzl lokaðist inni í námagöngum magnesíum-námu við Alpaþorpið Lassing, um 220 km suðvestur af Vín. Tíu vinnufélagar Hainzls héldu niður í námuna, sem var talin ein sú öruggasta í allri Evrópu, með lyftu, í því skyni að reyna að bjarga honum. Þá vildi ekki betur til en svo að nýtt jarð- hrun olli því að lyftuvíramir slitn- uðu og mennimir grófust allir und- ir eðju og voru fljótlega taldir af. En björgunartilraunum var haldið áfram. Vitað var nokkum veginn hvar Hainzl hafði lokast inni og í gegn um mjóa borholu var hljóðnema og örsmárri sjónvarps; linsu slakað niður í námagöngin. A sunnudag náðist talsamband við Hainzl, sem hafði mestallan þess- ara rúmu níu sólarhringa legið á borði í almyrkvuðum og rökum göngunum, án þess að bragða vott né þurrt. Ótrúlega vel á sig kominn Um leið og tekizt hafði að ná Ha- inzl upp á yfirborðið var hann sett- ur í þrýstiklefa og fluttur í honum á héraðssjúkrahúsið í Graz. Lækn- arnir sem skoðuðu Hainzl sögðu hann hafa verið ótrúlega vel á sig kominn. Það eina sem virtist ama að honum var vökvatap og vissar sálrænar afleiðingar einverannar; hann hefði því verið fluttur úr eins manns herbergi í fjögurra manna. Til öryggis yrði honum haldið á sjúkrahúsinu í þrjá sólarhringa. I myrkrinu hafði Hainzl tapað öllu tímaskyni. Þegar honum var bjargað hélt hann að það væri þriðjudagur, þ.e. fjórði dagurinn eftir slysið. Að hann skyldi hafa lif- að af án matar og drykkjar í níu daga útskýrði umsjónarlæknir hans með því að loftið hafí verið svo rakt í göngunum að líkaminn hafi misst út sáralítinn vökva. Ha- inzl þorði ekki að leggja sér skítugt vatnið í göngunum til munns af ótta við að hann veiktist af því, hafði austurríska blaðið Der Stand- ard eftir lækninum, Freja-Maria Smolle-Juttner. „Núna, þegar ég er að verða fað- ir, verð ég að deyja.“ Þetta voru síðustu orðin sem heyrðust frá Ge- org Hainzl áður en símasamband við námagöngin rofnaði. Faðir hans hafði fram að því verið í tal- sambandi við hann, en eftir að allt varð hljótt í göngunum gat hann ekkert annað gert en að reyna að hugga hina þunguðu kærastu son- arins. Hún fékk taugaáfall þegar horfurnar á björgun hans virtust að engu orðnar. Þörf á heppni Björgunarmenn vonuðu í gær að hinum mönnunum tíu hefði tekizt að finna loftrými í hraninni námunni og lifað þar af. „Við vinn- um hörðum höndum að því að dæla vatninu upp,“ sagði talsmaður námunnar í gær. Viktor Klima, kanzlari Austurríkis, sagði er hann heimsótti vettvang í gær, að björg- un Hainzls sýndi að aldrei mætti gefa upp vonina um að bjarga mannslífum. „Nú hefur okkur tekizt að bjarga þeim fyrsta; það er aukin von um að við finnum hina. Það sem við þurfum nú á að halda er heppni,“ tjáði kanzlarinn fréttamönnum. TVEIMUR mánuðum fyrir kosn- ingar til þýzka Sambandsþingsins era helztu sérfræðingar Þýzka- lands í skoðanakönnunum á einu máli um að óvinsældir Helmuts Kohls kanzlara séu miklar og mjög ólíklegt sé orðið að honum takist að vinna upp fylgisforskot Gerhards Schröders, kanzlaraefnis Jafnaðar- mannaflokksins (SPD). Það var samdóma álit stjómenda helztu skoðanakannanastofnana Þýzkalands, sem Reuters-frétta- stofan tók tali, að flest benti nú til að 27. september næstkomandi yrði Kohl fyrsti kanzlarinn í sögu Sam- bandslýðveldisins sem sæktist eftir endurkjöri en kjósendur höfnuðu. „Ég held að Kohl þurfi á krafta- verki að halda til að vinna,“ sagði Manfred Guellner, sem stýrir rannsóknum hjá Forsa-stofnun- inni. „Það er mjög ólíklegt að hon- um takist að minnka bilið svo mjög á síðustu tveimur mánuðum kosn- ingabaráttunnar." Kristilegir demókratar, flokkur kanzlarans, hefur í síðustu könnun- um mælzt með 37% fylgi en SPD með 42%. Arafat biður ESB um aðstoð YASSER Arafat, leiðtogi Pa- lestínumanna, fór fram á það við Evrópusambandið, ESB, í gær, að það legði hart að Isra- elsstjórn að samþykkja tillögu Bandaríkjastjórnar um af- hendingu lands á Vesturbakk- anum. Kom þetta fram á fundi hans með Viktor Klima, kanslara Austurríkis, en Austurríkismenn eru nú í for- sæti innan ESB. Klima hét Palestínumönnum stuðningi sínum í þessu og hann kvaðst einnig mundu leggja áherslu á aukna fjárhagsaðstoð við Pa- lestínu. Clinton hrós- ar Menem BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hrósaði Carlos Menem, forseta Argentínu, um helgina fyrir að hætta við að leita eftir kjöri í embættið í þriðja sinn. Menem var fyrst kjörinn forseti 1989 en fyrir kosningamar 1994 fékk hann því framgengt, að stjómai'- skránni var breytt til að hann gæti boðið sig fram aftur. Var hann endurkjörinn en tekið var skýrt fram, að hann gæti ekki leitað eftir kjöri í þriðja sinn. Það vildi hann þó reyna en gafst upp við það í síðustu viku. Sagði Clinton, að með því hefði hann sýnt, að hann væri sannur lýðræðissinni. Rekinn og rómaður BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, vék um helgina Níkolaj Kovaljov sem yfirmanni leyni- þjónustunnar en Sergei Kíríj- enko forsætisráðherra hrós- aði hins vegar Kovaljov á hvert reipi í gær. Hefur þetta vakið nokkra furðu en Jeltsín sagði áður en hann nefndi Kovaljov á nafn, að rekinn yrði maður, sem virst gæti vammlaus en stjórnin vissi betur. Era vangaveltur um, að Kovaljov hafi verið orðinn valdameiri en honum var hollt eða, að brottrekstur hans tengist aukinni baráttu gegn skattsvikum. Hafi hann þess vegna þurft að víkja fyrir eft- irmanni sínum, Vladímír Pútín, skjólstæðingi Anatolís Tsjúbaís. í mál við Virgin MÁL gegn flugfélagi Richard Bransons, Virgin Atlantic, verður tekið fyrir í New York í dag en málshöfðandinn, Lorna Brisset-Romans, fyrr- verandi yfirmaður pantana- deildar fyrirtækisins í N-Am- eríku, heldur þvi fram, að hún hafi verið rekin úr starfi 1994 fyrir að neita að láta eyða fóstri. Segir hún einnig, að Branson hafi áreitt sig. Krefst hún nokkurra hundruða millj- óna ísl. kr. í skaðabætur. Eru yfirmenn hjá Virgin sakaðir um alls konar yfirgang við konur en lögmenn fyrirtækis- ins segja, að þessu sé alveg öf- ugt farið. Hvergi sé konum gert hærra undir höfði en hjá Virgin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.