Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ✓ Kennaraskortur Fyrirsjáanlegur skortur á kennurum í höfuðborginni næsta haust er Gerði G. Oskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, mikið áhyggjuefni. María Hrönn Gunnarsdóttir ræddi við hana og Olaf H. Jóhanns- son, skorarstjóra grunnskólaskorar Kennaraháskóla Islands, um vandann. starfsstéttum fæst oft og tíðum við annað en það lærði til, t.d lögfræð- ingar, viðskiptafræðingar og prest- ar. Það er aftur á móti óeðlilegt ef hlutfall þeirra sem hafa horfið til annarra starfa er hátt,“ segir hún. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu,“ bætir hún við og leggur áherslu á orð sín. F’járveitingin fyrir þessum hópi „Við höfum tekið 130 nemendur inn í staðbundið gi-unnskólakenn- aranám á hverju hausti," segir Ólafur H. Jóhannsson, skorarstjóri grannskólaskorar Kennaraháskóla Islands. „Ástæðan er einföld," seg- ir hann ennfremur, „fjárveitingin sem við fáum er fyrir þessum hópi. Ég geri ráð fyrir að ríkisvaldið hafi á þeim tíma sem þessi ákvörðun var tekin talið að þetta væri sá fjöldi sem til þyrfti svo nægilegt framboð væri á kennuram." Um þrjátíu manns í viðbót hefja þó kennaranám við KHI árlega og stunda þeir námið með fjar- kennslusniði. „Það hefur iagað ástandið víða úti á landi þannig að réttindakennuram hefur fjölgað þar,“ segir Ólafur. Þá segir hann ennfremur að fyrir nokkram áram, þegar efnahagur þjóðarinnar var í lægð, hafi Kennaraháskólanum verið gert að gæta aðhalds eins og öðrum ríkisstofnunum en að eftir að betur fór að ára hafi fjárveiting- ar til menntunar grunnskólakenn- ara ekki vaxið. Skólanum sé því ekki fært að taka fleiri kennara- nema inn jafnvel þótt áhugi væri á því. Ber fyrst og fremst að veita góða menntun „Við útskrifum um 130-140 manns á hverju ári. Þessi hópur fer aldrei allur til starfa í grannskól- unum. Einhverjir fara í framhalds- nám eða til annarra starfa og ríf- lega 80% af þeim era ungar konur sem margar hverjar eru með ung börn eða era að eignast börn. Við höfum það á tilfinningunni að um 70-75% brautskráðra skili sér til kennarastarfa." Mun fleiri gildar umsóknir ber- ast Kennaraháskólanum vor hvert en hægt er að anna, að sögn Ólafs. „Um 200 manns sóttu um námið bæði í vor og í fyrra og við höfum fengið vel yfir 300 umsóknir á einu vori,“ segir hann og ítrekar að ekki sé til fé til að taka fleiri nemendur inn. Þá segir hann ennfremur: „Húsið er fullt. Við höfum ekki fyr- irlestrarsali fyrir fleira fólk en 130. Eitt er að veita nógu mörgum kennaramenntun en annað hvort þeir fara í kennslu. Ég held ég geti fullyrt að langstærstur hluti þeirra sem útskrifast héðan hefur ekki eingöngu áhuga á þessari menntun heldur einnig á kennarastarfinu sjálfu. Hvort þeir ráða sig til kennslu ræðst aftur á móti af að- stæðum þeirra og launakjörum. Það þarf ekki mikið til til að kennara fari að vanta. Að fjölga nemendastundum um eina til tvær í bekk kallar á fleirí kennara. Það sama á við þegar kennsluskyldan er lækkuð, eins og hefur gerst smám saman á undanförnum ár- um, svo dæmi séu tekin. Auk þess fjölgar fólki hér á höfuðborgar- svæðinu og þörfin fyrir fleiri kenn- ara vex mjög hratt.“ Síðan bætir hann við: „Það sem okkur hér í Kennaraháskólanum ber að gera er að veita góða menntun. Hversu margir hljóta hana er aftur á móti ákvörðunar- efni stjórnvalda. En það kemur ekki grunnskólanum til góða þótt fleiri nemar séu teknir inn í KHI og fleiri kennarar útskrifaðir nema þeir vilji vinna í skólunum. Þar koma kjörin sem í boði eru til.“ Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ þarf að athuga hvar kennarar sem hafa útskrifast síðustu 30 ár eru, segir Gerður. Morgunblaðið/Árni Sæ'oerg ÞAÐ er ákvörðunarefni stjórnvalda hversu margir hljóta kennara- menntun, segir Ólafur. séu fyrst og fremst stöður kennara sem stunda annað en almenna kennslu, á borð við tónmennta- kennara og sérkennara. „Við fóram kannski of hratt í að fækka í nemendahópum. Þegar við tókum þessa ákvörðun var ekki nægjanlega tekið mið af hugsan- legu framboði af kennurum til að manna þessar stöður,“ viðurkennir hún. „Við eram að gera úttekt á kennaraþörfínni hér í Reykjavík en það þarf að athuga hvar kennarar sem hafa útskrifast síðustu 30 ár era. Það er ekkert óeðlilegt við að kennarar sinni öðrum störfum en kennslu enda hafa þeir mjög fjöl- breytta reynslu. Fólk úr flestum Um fímmtíu stöður ennlausar • Rúmlega 70 stöðugildi hafa bæst við í Reykjavík á tveimur árum vegna fækkunar í nemendahópum • Menntakerfið hefur þanist út á und- anförnum árum og þörfin fyrir kenn- aramenntað fólk vex hratt AF ÞEIM 150 kennara- stöðum sem auglýstar voru lausar í vor sem leið í Reykjavík einni á enn eft- ir að ráða í tæplega 50. Útlitið er ekki bjart því allt bendir til að ekki séu til nógu margir kennarar til að manna þær allar áður en skólastarf hefst í haust. Þess ber þó að geta að skólastjórarnir ráða sjálfir til sín kennara og gætu einhverjir þeirra hafa gert svo í sumarleyfum sínum. Upplýsingar þar að lútandi hafa ekki borist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. „Þessi vandi er mun stærri en hann hefur verið undanfarin ár,“ segir Gerður G. Oskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, um hversu illa hefur gengið að ráða í lausar kennarastöður í borginni og raunar á landinu öEu. „Hann er einkum til kominn vegna þess að það hafa bæst svo mörg stöðugildi við. Kerfið hefur þanist mjög mikið út á undanförnum 2-3 áram.“ Gerður nefnir þrjár ástæður helstar til útskýringar. I fyrsta lagi hafi bömum á grannskólaaldri fjölgað síðastliðin ár eftir að nem- endafjöldi hafði staðið í stað í Reykjavík frá því um 1987 til um 1994. Segir hún að svo muni verða áfram á næstu áram þar sem ár- gangamir sem þegar eru fæddir séu stórir. í öðra lagi er, sam- kvæmt lögum um grannskóla frá árinu 1995, verið að lengja skóla- dag grannskólabama í áföngum fram til ársins 2001. Þetta kallar á fjölgun kennara, segir hún og bendir jafnframt á að það eigi ekki að koma mönnum á óvart. Stundir til sveigjanlegs skólastarfs „í þriðja lagi er hlutur sem menn gátu kannski ekki alveg séð fyrir en það er að við flutning grannskóla til sveitarfélaganna hafa mörg sveitarfélög aukið fram- lög til skóla til dæmis til að fækka nemendum í bekkjum. í Reykjavík t.d. hefur verið gert mjög myndar- legt átak til þess að fækka í nem- endahópum. I fyrra settum við út í kerfið stundir sem við köllum stundir til sveigjanlegs skólastarfs. Þær era reiknaðar út frá nemenda- fjölda en það er ekki bundið hvem- ig á að nota þær. Þetta gerðu um 38 stöðugildi til viðbótar.“ Nú í haust á að fjölga þessum stundum enn frekar og bæta jafnmörgum stöðugildum við skólana þannig að á tveimur árum hafa rúmlega 70 stöður orðið til vegna þessa. Svarar það til þess að rúmlega 2 stöðugildi hafi komið í hlut hvers almenns grunnskóla í borginni á tveimur ár- um en þeir eru um 30 að tölu. „Til viðbótar er þessi venjulega starfsmannavelta," segir Gerður. Um 1.300 kennarar starfa við kennslu í grannskólun Reykjavík- urborgar. A hausti komanda fara um 90 grunnskólakennarar í Reykjavík í leyfi, þar af stór hluti vegna framhaldsnáms. A móti kemur annar hópur til baka úr leyfi. Um 20 manns eru að ljúka störfum fyrir aldurs sakir og mun sá hópur trúlega stækka á næstu 10-15 áram. Tæplega 70 kennarar hafa sagt störfum sínum upp. „Við höfum nú þegar gengið frá um 100 ráðningasamningum. Starfs- mannaveltan er því um 12%, sem er í raun og vera lág tala,“ segir hún. ® Samkvæmt upplýsingum Gerðar vora brautskráðir síðastliðið vor um 150 til 170 kennarar sem segja má að hafi búið sig undir starf í grannskóla. Þeir dreifast að sjálf- sögðu um landið. Að sögn Gerðar er um helmingur nýráðninga í Reykjavík nú fólk sem útskrifaðist úr kennaranámi í vor og í fyrra. Hinn helmingurinn er fólk með eldra próf sem ýmist er að færa sig til eða er nú fyrst að byrja kennslu. „Það hefur verið viðvarandi skortur á kennuram úti á lands- byggðinni og menn hafa nánast lit- ið á það sem lögmál," segir Gerður. „En það er ekki hægt að segja að við séum að soga til okkar kennara af landsbyggðinni í stóram stíl. Fjórðungur þeiira sem nú hafa verið ráðnir nýir eða 25 kennarar koma úr störfum utan Reykjavík- ur. Það er ekki há tala miðað við 1.300 stöður í borginni.“ í Reykja- vík býr um þriðjungur íslenskra bama. Ekki nógu margir kennarar til Gerður segir að í margar af þeim 150-160 stöðum sem lausar vora í vor hafi verið ráðnir kennarar sem fóra úr skertri stöðu í fullt starf. Það sé því ekki alveg rétt að segja að lausar stöður hafi verið fullar 160. Vandinn sem við blasir batnar þó ekki við það. „Menn óttuðust að við einsetningu skóla yrði erfiðara fyrir kennara en áður að vera í fullu starfi. Ég tel að það sé alger misskilningur. Mér finnst það líka sýna sig í því að nú þegar 18 skólar era orðnir einsetnir er hlutfall kennara í fullu starfi mjög hátt. 73% kennara í Reykjavík vora í fullu starfi í ágúst í fyrra. Ég hlakka til að sjá hvemig þetta verður í ár,“ segir hún. „Ef við hefðum ekki bætt þess- um 38 stöðum við væram við með örfáar lausar stöður núna,“ segir Gerður einnig og bætir við að það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.