Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ _________________AÐSENPAR GREINAR____ Skýrsla forsætisráðherra um stöðu eldri borgara hér og erlendis UM GILDI skýrsl- unnar deila í Morgun- blaðinu Orri Hauks- son, aðstoðarmaður forsætisráðherra, (23. júlí) og Ágúst Einars- son alþingismaður (14. júlí) og hafa báðir nokkuð til síns máls. Skýrslan er gerð að beiðni þingfiokks jafn- aðarmanna og unnin af Þjóðhagsstofnun. Sp- urt er 23 spurninga um kjör aldraðra hér á landi og í OECD-ríkj- unum, en í upphafi skýrslunnar segir m.a.: „Sumar spurn- ingarnar áttu ekki neina hliðstæðu við viðmiðunarríkin og í sumum til- vikum lágu ekki fyrir samhæfðar upplýsingar hjá OECD.“ - Þetta segir það sem segja þarf um tak- mörk skýrslunnar og þær töflur sem þar eru, sem snerta sumar alls ekki það sem máli skiptir, t.d. eru í bland upplýsingar um öryrkja, sem gefur til kynna að e.t.v. séu ekki alltaf glögg skil á milli aldraðra og öryrkja, né hvort um sé að ræða fyrrverandi opinbera starfsmenn eða fólk af almennum vinnumarkaði, - sem skiptir máli a.m.k. hér á landi. Þetta er ekki ein- göngu þeim að kenna sem svara af hálfu Þjóðhagsstofnunar, spurningarnar hefðu mátt vera færri, a.m.k. helmingi færri, til þess að einhver von væri á marktækum upplýs- ingum og samanburði. Þá hefði og verið heppilegra að miða við þau lönd sem eru okk- ur tengdust og við höf- um apað flest eftir um áraraðir, - þ.e. Norðurlöndin. Fyrir nokkru var rætt um launa- mun fiskverkafólks hér og í Dan- mörku og þótti miklu muna að sögn þeirra er þangað höfðu sótt at- vinnu. - Viðbrögð reiknimeistara yfirvalda voru þá þau að erfitt væri um samanburð sem þennan, sem að sjálfsögðu má til sanns vegar færa, en hlýtur þó að vera auðveld- ara að bera saman við kjör eftir- launafólks í hinum 28 OECD-lönd- um. Skýrsluhöfundar í vörn Forvitnilegt væri að fá fjölda- skiptinguna bak við meðaltölurnar, ekki síst þegar búið er að setja þær upp í tíundir eins og t.d. í töflu 11.2., sem tekin er upp í grein Orra Haukssonar, sem og hinar tvær, sem eru úr framangreindri skýrslu. Það er ljóður á skýrslunni að svo Tekjuhæsti hópurinn er með tvöfalt hærri fjármagnstekjur, segir * Arni Brynjólfsson, en fyrstu 8 lægstu hóparn- ir samanlagt. er að sjá að höfundar taki afstöðu, t.d. á bls. 37 aftast í kaflanum um ísland segir: „í kjarasamningum hefur launþegahreyfingin einatt lagt áherslu á að hækkun bóta al- mannatrygginga verði í hátt (sic) við almennar launahækkanir," sem er röng fullyrðing. Launþegahreyf- ingin hefur árum saman látið það viðgangast að viðmiðunartaxtar hafi setið eftir og launþegahreyfingin átti engan þátt í því að fá núverandi tengingu grunnlífeyris og bóta al- mannatrygginga við verðlags- og launaþróun - síst launatenginguna. í viðauka A kemur fram hve mik- ið vantar á að OECD-löndin séu samanburðarhæf, en svo er að sjá af þeim tölum sem upp eru gefnar að aðeins Portúgal sé með lægri „full- an lífeyri" en við. Af einhverjum ástæðum er hlutfall þeiirar upp- hæðar af meðaltekjum ekki gefið upp hér hjá okkur, þótt hæg séu heimatökin. Þessi langa yfirlitstafla sem nær yfir 6 síður segir okkur harla lítið og reynt er að bera sam- an svo ólíka þætti að úr verður óreiða, sem spurning er hvort höf- undar kunni skil á. Viðauki B sem fjallar um félags- leg útgjöld OECD-ríkjanna miðað við landsframleiðslu, sýnir í töflu 1 að við erum þar langlægst með 2,41 þegar meðaltal tuttugu ríkja er 6,91. - Aðeins Tyrkland er í nánd við okkur með 2,92. Þessar upplýs- ingar eru frá 1993, en sýna engu að síður að íslensk yfirvöld ættu ekki að þurfa að stynja undan félagslegu útgjöldunum. Skattamálum eru gerð lítil skil og Árni Brynjólfsson I' alls engin í þeim löndum sem verið er að bera okkur saman við. Sagt er að ómögulegt sé að áætla fasteigna- gjöld hér vegna breytileika milli sveitarfélaga og misjafni’ar tekju- tengingar. Þó er sagt frá ótekju- tengdum ótilgreindum afslætti á Akureyri, en ekki frá 23 þús. kr. ótekjutengdum afslætti fasteigna- gjalds í Kópavogi. Spurt er um hlutfall grunnlífeyris og tekjutryggingar af framfærslu- kostnaði í spurningu 7 og svarið er tafla 7.1. „Hlutfall meðallífeyris af meðallaunum í OECD-ríkjunum“. Er víðar um svona misskilning að ræða? - Svarið er alls ekki í sam- ræmi við spurninguna. Fyrir kemur að vísað er í önnur svör, t.d. að svar við 13. spurningu sé að finna í svari við nr. 16. Þar er ekkert svar að finna við spumingu ! I I nr. 13. Dreifing ríkidæmis aldraðra Skilningsleysi höfunda skýrsl- . unnar á kjörum aldraðra kemur ’ fram í svari við 8. spurningu: „Flestir ellilífeyrisþegar fá greiðsl- ur frá Tryggingastofnun beint inn á bankareikning og ættu því að vera með einhverjar fjármagnstekjur til viðbótar við gi’eiðslur Trygginga- stofnunar," - rétt eins og launa- reikningi í banka fylgi endilega vaxtagreiðslur. Talað hefur verið um að þessi j, skýi’sla sýni ríkidæmi aldraðra og . er því tilefni til að skoða viðauka C f töflu 4 og kanna sannleiksgildi þess. Eins og í fyrra, undir 16 ára - aðeins með foreldrum AÐ undaníomu hef- ur mátt sjá auglýsing- ar þar sem foreldrar era hvattir til að sýna börnum sínum ást með því að segja nei þegar vímuefni eru annars vegar. Þeir eru hvattir til að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir, m.a. með því að neita að kaupa áfengi fyrir unglinga undir 16 ára aldri. Þessum tilmæl- um var sterklega beint til foreldra í fyrra og viðbrögð voru mjög góð, a.m.k. svo langt sem við sáum hér á Akureyri. Þess vegna þurfti aðeins í sárafáum tilvikum að óska eftir að foreldrar aðstoðuðu börn í vanda á Halló Akureyri í fyrra og vom við- brögð foreldranna skjót og góð. Vil ég þakka foreldrum sérstaklega fyrir það og vona að jafn vel vinnist í ár. Fjölskylduferðir í stað unglingaferðalaga Það má í raun segja að unglinga- drykkja eins og hún hefur tíðkast sé ekkert annað en vanræksla, sem hefur viðgengist með einhvers kon- ar þegjandi samþykki. En það er t.d. engin ástæða til að unglingar undir 16 ára aldri séu í ferðalögum án stjórnar og leiðsagnar fullorð- inna og ástæða til að leggja þau af. M unið brúðargjafaiistann Mörkínni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is Því vil ég beina því til ykkar foreldrar góðir að láta ekki undan þrýstingi, heldur neita börnum ykkar sam- taka, ákveðnir og elskulegir um að fara í slíkar ferðir. Þannig má beina þeim frá þeim hættum sem reynslan sýnir að of mikið er af. Það er upplagt að fara heldur með þeim í ánægjulega fjölskylduferð og bjóða e.t.v. vini eða vinkonu með. Fjölskylduhátíð á Akureyri Um komandi verslunarmanna- helgi verður eins og undanfarin ár fjölskylduhátíð á Akureyri og von- ast er eftir mörgum gestum. Þang- að er tilvalið íyrir foreldra að koma með unglingunum sínum og eiga með þeim ánægjulegar stundir. í könnun á síðasta ári kom fram að foreldrar vilja fá að vita ef einhver verður þess áskynja að bam þeirra undir 16 ára aldri neytir áfengis. Við því verður bragðist á Akureyri um verslunarmannahelgina eins og í fyrra. Bamavemdarstarfsmenn munu einnig nú vinna ötullega að því að láta foreldra vita ef einhverjir unglingar undir 16 ára aldri verða í vanda. Þá verður leitað til foreldr- anna og óskað eftir því að þeir sæki unglinginn sinn, því þá þurfa þeir svo sannarlega á pabba og mömmu að halda. En slíkar neyðaraðgerðir má íyrirbyggja með öllu með því að fjölskyldan skemmti sér saman á já- kvæðan hátt. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Það sem betur mátti fara í fyrra Barnaveradarstarf gekk vel hjá okkur á Halló Akureyri í fyrra og sem betur fer komu engin verulega alvarleg mál upp. En ég verð að játa að drykkjuskapur ungs fólks, Engin ástæða er til að unglingar undir 16 ára aldri séu í ferðalögum án stjórnar og leiðsagn- ar fullorðinna, segir Valgerður Magnús- dóttir, og ástæða til að leggja þau af. svona á aldrinum 16-25 ára gekk fram af mér. Eg sá sama myndar- lega unga fólkið kófdrukkið öll kvöldin og aðspurð sögðust mörg þeirra hafa verið drukkin allan tím- ann frá því þau komu til bæjarins. Þetta getur varla verið uppbyggi- leg leið til að eyða frítíma sínum og ætti að vera umhugsunarefni. Einnig er líklegt að neysla annama fikniefna komi til þegar úthald af þessu tagi reynist fyrir hendi. Þetta var eitt af því sem þetur mátti fara. Ég sá og heyrði að ýmsir full- orðnir gestir vora hugsi yfir þessari staðreynd. Aðrir snera allt öðra sjónarhorni að málunum. I þó nokkrum tilvikum stóðu foreldrar með lítil börn sín og horfðu á hjálp- arvana einstaklinga sem við starfs- menn hlúðum að meðan beðið var eftir aðstoð til að flytja þá í athvarf. Mér þótti ekki sérstök ástæða til að staldrað væri við með lítil börn yfir eymd af þessu tagi og hvatti foreld- rana til að fara annað með börnin en fékk stundum litlar undirtektir. Þetta var eitt af því sem betur mátti fara. Ég segi sem fyrr áfram foreldr- ar, elskið börnin ykkar óhikað og segið nei, samtaka, ákveðnir og elskulegir. Höfundur er félagsmálastjóri Akur- eyrarbæjar og sviðsstjóri félags- og heilsugæslusviðs. Valgerður Magnúsdóttir Hvalfj ar ðargöng - undir verndar- væng álfa? Opið bréf til stjórnar Spalar ÁGÆTA stjórn. Það er full ástæða til þess að óska ykkur til hamingju með vel unnið starf og frábæra framkvæmd, nú þegar göng undir Hvalfjörð era ekki lengur draumsýn fárra mann heldur raunveraleiki, sem þjóðin öll mun njóta um langa fram- tíð. Það er ósk mín og bæn að varðveisla Guðs megi framvegis sem hingað til veitast þeim, sem um göngin fara. Ég verð hins vegar að játa, að mér brá í brún, þegar mér barst smáritlingur frá ykkur inn um bréfalúguna í dag. I honum var að finna ýmsar gagnlegar og nytsamar upplýsingar frá Speli til okkar, sem búum í næstu grennd við göngin og er gott eitt um flestar þeirra að segja. Hvata þessa bréfs er þó að finna í þessum ritlingi. Þar er okkur, not- endunum, tilkynnt að sérstakur verndari ganganna sé álfur, að nafni Staupa-Steinn, sem búsetu eigi nokkru innar í firðinum. Hann sé „geðþekkur, síðhærður og skeggjaður". „Best skemmtir hann sér, þegar fjölskyldufólk staldrar við nálægt Staupasteini og krakkar leika sér með bolta á meðan for- eldrar njóta útilofts og nátturufeg- urðar. Staupa-Steinn veit nefnilega ekkert skemmtilegra en atast í boltaleik með krökkum" - segir sjá- andi, sem stjórn Spalar hefur kvatt til. Hún ku hafa gert „sér ferð í Hvalfjörð um páskahelgina 1997 til þess að kanna, hvernig þetta legð- ist í karlinn. Skemmst er frá að segja, að hann varð bæði upp með sér og glaður“. Svo mörg era þau orð og viturleg. Það undraði marga, að ekki skyldi vera kvaddur til prestur að ég ekki segi biskup við opnun gang- anna til þess að flytja þakkarbæn vegna farsæls verks, fyrirbæn fyrir notkun þessa mannvirkis og blessunarorð þeim öll- um til handa, sem um göngin fara. Þótt urri minna mannvirki hafi verið að ræða, hefur oft þótt full ástæða til þess. Því fremur hefði verið til þess ástæða nú, að verið var að taka í notk- un óvenjulegan veg um slóðir, sem mörgum landsmönnum finnst að geti verið hættulegar og leysa þær af hólmi langan veg, þar sem títt hafa orðið alvarleg slys. Ég hef fyrir satt að einn forastu- maður þjóðkirkjunnar hafi spurt formann Spalar, hvort slík athöfn Það undraði marga, segir Jóhannes Ingi- bjartsson, að ekki skyldi vera kvaddur til prestur við opnun ganganna til að flytja þakkarbæn vegna farsæls verks. yrði ekki við þessa vígluathöfn, en fengið þau svör að stjórnin hefði tekið ákvörðun um að svo yrði ekki, enda hefði slíkt ekki verið gert ann- ars staðar við svipaðar aðstæður. Af áðurnefndum ritlingi þykir mér ljóst, að heiðarlegra hefði verið af forsvarsmanni Spalar að játa fyrir spyi-janda, að stjórnin hefði ákveðið að ekki væri ástæða til þess að þakka og óska eftir blessun Guðs þessu mannvirki og notendum þess til handa, þar sem hún hefði sett traust sitt á álf einn og hann tekið að sér að vera vemdari ganganna. Vera kann, að stjórn Spalar finn- Jóhannes Ingibjartsson I í I 1- ► I I I I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.