Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 51 EM í brids 25 ára og yngri * Island endaði í 14. sæti BRIDS Vín EM 25 ÁRA OG YNGRI og Jón Baldursson og Magnús Magnússon urðu í 43. sæti en alls komust 60 pör í úrslitin. Sigurveg- arar urðu Eric Geco og Geoff Hampson. Islensku spilararamir taka einnig þátt í Spingold-keppninni. Sveitarfélagar Jóns og Magnúsar eru ekki af verri endanum: Bobby Wolff, Roger Bates, Dan Morse og George Rosenkranz. Þessi sveit er talin sú 10. sterkasta en 119 sveitir eru metnar til styrkleika. Jakob og Sveinn spila með Gerald Sosler og Kay Schully, sem kepptu á Brids- hátíð sl. vetur og eru taldir 29. sterkasta sveitin. Og Aðalsteinn og Sigurður spila með Lou Ann O’Ro- urke, Joan Stein, Billy Miller og Curtis Cheek, eiginmanni Hjördís- ar Eyþórsdóttir, og teljast 21. sterkasta sveitin. Hjördís er meðal keppenda í kvennaflokki í sveitakeppni og sveitarfélagar hennar eru ekki af verri endanum: Jo Morse, Karen McCallum, Judy Radin, Lynn Ba- ker og Rose Johnson-Meltzer. Þetta er talin 7. sterkasta sveitin af 34 sem eru skráðar til leiks. Enn eitt íslenskt par er meðal þátttakenda í Chicago, Anna ívars- dóttir og Hjördís Sigurjónsdóttir. Þær taka einnig þátt í kvenna- sveitakeppninni með Lee De Simo- ne, Florine Atkins, Helene Baum- an og Nannell Edunds og eru skráðar í 27. sæti. Guðm. Sv. Hermannsson Evrópumót spilara 25 ára og yngri var haldið í Vín f Austurríki dagana 16.-26. júlí. ÍSLENSKA liðinu á Evrópumóti yngri spilara gekk ekki sem best í síðari hluta mótsins og endaði í 14. sæti af 22 þjóðum. ítalir urðu Evr- ópumeistarar en Danir, Norðmenn og Israelsmenn unnu sér einnig rétt til að keppa á næsta heims- meistaramóti í þessum aldurs- flokki. Úrslit í síðustu sjö umferðunum voru á þessa leið: ísland - Tékkland 19-11 Island - Hvíta-Rússland 5-25 ísland - Frakkland 19-11 ísland - Svíþjóð 8-22 ísland - ísrael 14-16 ísland - Þýskaland 11-19 ísland - Holland 12-18 Röð efstu þjóða varð þessi: Ítalía 394 Danmörk 391 ísrael 389 Noregur 386 Rússland 382 Svíþjóð 356,5 Tyrkland 352 Austurríki 338 Pólland 335 Holland 331 Ungverjaland 324,5 Hvíta-Rússland 316 Bretland 307 ísland 300,5 Þrjú íslensk pör í úrslitum í Chicago Nú stendur yfir sumarbridsþing Norður-Ameríku. Þar er lokið svæðamóti Ameríku, Grand National, og í vikunni hefst keppni í Spingold-sveitakeppninni. Sigurvegari í Grand National var sveit frá Kalíforníu, skipuð Jon Wittes, Ross Grabel, Mark Itabas- hi, Gene Simpson og Fred Ha- milton, sem keppti á Bridshátíð í vetur. Einn liður þingsins er keppni í Life Masters-tvímenningi og þar voru þrjú íslensk pör meðal kepp- enda í úrslitum. Aðalsteinn Jörgen- sen og Sigurður Sverrisson enduðu í 15. sæti, Jakob Kristinsson og Sveinn R. Eiriksson urðu í 19. sæti A1 TOTECTORS ÖRYGGISSSKÓR ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • S(MI 568 7222 • FAX 568 7295 Olíufélagið hf STEINAR W;

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.