Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ognaði tveimur sjö ára stúlkum með hnífi RÉTT fyrir klukkan 21 í gærkvöldi barst lögreglunni í Reykjavík til- kynning um að dökklæddur maður með skegg hefði ógnað tveimur sjö ára gömlum stúlkum með hnífi í Fossvoginum. Að sögn lögreglunnar sagði maðminn stúlkunum að fara úr buxunum og tók í aðra þeirra en þeim tókst að rífa sig lausar og hlaupa á brott. Maðurinn veitti þeim ekki eftirför. Allt tiltækt lögreglulið var kallað á vettvang til að leita mannsins og um klukkan 22 handtók lögreglan, við Fossvogsskóla, mann sem lýsing stúlknanna átti við. Var hann færður yfirheyrslu, en þegar haft var samband við lögreglu um miðnætti hafði manninum verið sleppt og ekki voru taldar líkur á, að sögn lögreglu, Allt tiltækt lögreglulið kallað á vettvang að um réttan mann væri að ræða. Leit lögreglunnar hélt áfram fram á nótt og verður fram haldið í dag. Málsatvik voru þau að stúlkurnar komu grátandi heim til foreldra ann- arrar stúlkunnaa- og sögðu að maður, frekar ungur, dökklæddur með skegg hefði ógnað þeim með hnífi. Undanfarnar vikur hafa lögregl- unni í Reykjavík borist óvenju marg- ar tilkynningar frá foreldrum um einstaklinga sem hafa haft ósæmi- lega tilburði við börn. Þetta á sér- staklega við um opin svæði þar sem hægt er að leynast eins og í Foss- vogi, Elliðaárdal, Arbæ, Grafarvogi og Öskjuhh'ð. Að sögn Guðmundar Gígju, lög- reglufulltrúa á forvarnadeild Reykjavíkurlögreglu, hefur lögregla aukið eftirlit verulega á þessum svæðum. Aðalvarðstjóri lögreglunnar segir ástæðu fyrir foreldra að tilkynna til lögreglu ef börn þeirra lenda í ein- hverju, jafnvel þó að nokkrir dagar séu liðnir frá atburðinum. „Það vill brenna við að börn séu treg til að tala um þessa hluti og það líði nokkr- ir dagar áður en þau segja frá atvik- inu. Það er engu að síður mikilvægt að foreldrar hringi í okkur vegna þess að við erum að reyna að halda utan um þetta.“ Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ymsir að veiðum Blönduósi. Morgunblaðið. MJOG góð veiði hefur verið í Blöndu í sumar. Um tólf hundruð laxar eru komnir á land og um 1.800 laxar hafa farið um teljara vlð Ennisflúðir. En það eru fleiri en þeir sem hafa greitt fyrir veiðileyfin sem stunda veiðarnar í Blöndu af kappi. Selurinn tekur sinn toll og þessi selur sem sést á myndinni var búinn að veiða sér vænan lax og át hann af bestu lyst í ánni skammt fyrir neðan brúna yfir Blöndu. Hettumávarn- ir vildu líka taka þátt í veislunni og gerðu hvað þeir gátu til að fá hlut af kökunni. Kunnugir telja að þessi selur sé hinn sami sem hefur dvalið í ánni sl. vetur skammt fyrir neðan lögreglu- stöðina og skemmt vegfarendum. 13.600 náms- menn unnu með námi TÆPLEGA helmingur íslenskra námsmanna, 16 ára og eldri, eða um 13.600 alls stunduðu vinnu með námi á seinasta ári, samkvæmt niðurstöð- um úr_ vinnumarkaðskönnun Hag- stofu Islands. Heildarfjöldi náms- manna á seinasta ári var 28.200 og stunduðu 48,2% þeirra vinnu með námi samanborið við 45,9% árið áður og 47,1% 1995. Fæstir námsmanna eru í fullri vinnu með námi sínu og var venju- legur meðalfjöldi vinnustunda á viku 20,2 klukkustundir í fyi-ra. Talsvert fleiri konur stunda vinnu með námi en karlar eða um 7.500 konur á móti 6.100 körlum. Langflestir starfa við þjónustu Langflestir námsmenn starfa inn- an þjónustugeirans en á síðasta ári voru 11.100 námsmenn í slíkum at- vinnugreinum á móti 9.500 á árinu 1996. Þeir námsmenn sem stunduðu störf í frumatvinnugreinum Og við framleiðslu voru flestir karlar. Morgunblaðið/Haraldur A. Ingþórsson Dyrum lokað að Sultartangagöngum AÐGENGI að suðurenda Sultar- tangaganga lokaðist þegar grjót- fiutningabíll festist í þeim snemma á laugardagsmorgun. Pallurinn hafði gleymst uppi og rakst í gangaloftið. Við höggið krumpaðist skyggnið á pallinum saman og stóð hann lóðréttur fastur milli lofts og klapparinnar í veggnum. Bíllinn hékk allur á lofti og voru yfir þrír metrar undir framhjólin. Til að ná hon- um út úr göngunum þurfti stærstu gröfu á landinu. 25 tonna jarðýta, sem sótt var fyrst, spólaði bara og hreyfði ekki við bflnum. Okumaðurinn slapp við meiðsl, en toppurinn á bflnum er dældaður eftir að hafa kastast upp undir loftið. LIV fær álit Tölvunefndar vegna leynilegra myndavéla á vinnustöðum Leynilegar upptökur af starfsfólki ólöglegar Syðri-Háganga Ferðamaður slasast ÞÝSKUR ferðamaður slasaðist nokkuð á fæti síðdegis í gær þegar hann hrasaði við uppgöngu á Syðri- 'S^göngu við Köldukvísl. Ekki er vit- að nánar um tildrög óhappsins en starfsmenn við Hágöngumiðlun til- kynntu óhappið og fór lögreglan á Selfossi til aðstoðar. Maðurinn, sem var einn á ferð, er talinn óbrotinn en hann var fluttur með sjúki-abfl til Reylgavíkur. ---------- Selfoss Hestamaður ökklabrotnar MAÐUR á þrítugsaldri ökklabrotn- aði síðdegis gær þegar hestur sem hann teymdi kippti snögglega til taumnum þannig að maðurinn féll við. Ohappið átti sér stað vestan í Selvogsheiði um 800 metra frá þjóð- veginum. Fóru menn frá Björgunar- weit Þorlákshafnar til aðstoðar og w maðurinn fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. LANDSSAMBAND íslenskra versl- unarmanna (LIV) óskaði fyrr í sum- ar eftir áliti Tölvunefndar á því hvort það samrýmdist lögum um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga ef settar eru upp leynilegar mynda- vélar á vinnustöðum en félagið hefur fengið ýmsar ábendingar um að slíkt eigi sér stað. í svari Tölvunefndar segir að leynileg taka mynda af fólki fái ekki samrýmst lögum um skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga og geti falið í sér skerðingu á frið- helgi einkalífs. I ársbyrjun 1996 kom í Ijós að myndavélar höfðu verið settar upp í vinnurými starfsfólks verslunarinn- ar Navy Exchange á Keflavíkur- flugvelli og mótmælti Verslunar- mannafélag Suðurnesja því harð- lega. I framhaldi af því höfðaði einn af starfsmönnunum persónulegt mál gegn ríkinu, sem er nú til með- ferðar fyrir dómstólum, skv. upplýs- ingum Jóhanns Geirdals, formanns verslunarmannafélagsins. Grunsemdir um leynilegar mynd- og hljóðupptökur í bréfi Ingibjargar R. Guðmunds- dóttur, formanns LIV, til Tölvu- nefndar segir m.a.: „Eftir þennan at- burð hafa önnur stéttarfélög og ýms- ir aðilar haft samband við Verslunar- mannafélag Suðurnesja til að fá upp- lýsingar um gang málsins og getið þess að svipuð mál væru komin upp. Er þar um að ræða grunsemdir um margvíslegt eftirlit m.a. með leyni- legum myndavélum án vitundar starfsfólks og upptöku á samtölum. I öðrum tilvikum er verið að setja upp vélar með vitund starfsmanna, t.d. þai' sem þeir starfa einir, sem get- ur leitt til aukins öiyggis fyrir við- komandi starfsmann og um það er oft- ast ekki ágreiningur," segir í bréfinu. Söfnun persónuupplýsinga að ineginstefnu óheimil í svari Tölvunefndar kemur fram að notkun myndavéla við söfnun per- sónuupplýsinga um fólk sé að megin- stefnu til óheimil nema til hennar standi sérstök lagaheimild, sam- þykki hins skráða eða heimild Tölvu- nefndar. Ljóst sé að lögreglu sé slík myndataka heimil, ef fullnægt sé skilyrðum laga um meðferð opin- beiTa mála og í lögum nr. 58/1997 um öryggisþjónustu segi að slík þjónusta geti falist í eftirliti hvort heldur sé með eftirlitsferðum vakt- manna eða með myndavélum, en ekki verði talið að þar sé átt við leynilega töku mynda. „Leynileg taka mynda af fólki er í eðli sínu afar viðkvæms eðlis og getur falið í sér skerðingu á friðhelgi einka- lífs. Með vísun til þess sem áður segir um að telja verður töku og söfnun mynda í eðli sinu jafngilda söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í skilningi laga nr. 121/1989 og að hlutverk þeirra laga er að tryggja mönnum einkalífsvemd að því er varðar skrán- ingu og meðferð persónuupplýsinga telur Tölvunefnd leynilega töku ekki fá samiýmst þeim lögum. Öðru máli gegnir hins vegar um myndavélar sem settai- eru upp í öryggis- og eignavörsluskyni og rækilega aðvar- að og kunngjört um tilvist þeirra," segir í bréfi Tölvunefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.