Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ TANDURHREINN takturinn hjá Prins og Sigurði á tölti var eitt af þeim atriðum sem tryggði þeim sigur í fimmgangi og íslandsmeistartitil. URVALS töltarar í úrslitum unglinga. Frá vinstri: Viðar á Grímu, Eyjólfur á Gátu, Þórdís á Gyllingu, Sylvía á Hirti, Daníel á Seiði og sigurvegarinn Sigurður á Huga. Gleðiefni er magn og gæði fara saman ALLT KAPP var lagt á að bjóða upp á sem besta ÓVÆNTUR sigur í slaktaumatölti gladdi Dag Ben- aðstöðu og lét Marteinn mótsstjóri sitt ekki eftir ónýsson og ekki spillti að hestur hans Galsi er upp- *i&£Ía og var alltaf mættur með hrífuna út á völlinn runninn úr heimahögum hans, Bæ í Strandasýslu. milli úrslita á sunnudeginum. HESTAR Æðaroddi við Akranes ÍSLANDSMÓT í HESTAÍÞRÓTTUM Islandsmótið, sem að þessu sinni stóð yfír í þrjá daga, var í umsjá hesta- mannafélagsins Dreyra á Akranesi og nærliggjandi sveitum. Forkeppni fór fram á tveimur hringvöllum og skeiðið á nýrri braut, Barðanesbraut. METÞÁTTTAKA, góð framkvæmd á afbragðsgóðu svæði í draumaveðri svo ekki sé minnst á hestavalið. Allt þetta var til staðar á íslandsmótinu og enn eitt glæsimótið orðið að veru- leika. Athygli vekur að þrátt fyrir mikla aukningu í þátttöku í mótinu virðist það ekki koma niður á gæð- um hrossa eða knapa. Sem dæmi má nefna að af þeim 60 sem hlutu dóm í tölti eru allir keppendur nema einn með einkunn yfír 5. 22 keppendur eru með 6,67 (gömlu 80 stiga mörk- in) og þar yfir og ná þurfti 7,37 í for- keppninni til að tryggja sér sæti í A- úrslitum. Annað dæmi er fimmgangur þar sem 62 keppendur hlutu dóm og var 51 með 5,0 eða hærra og 36 með 5,57 (gömlu 50 stiga mörkin). Til að tryggja sér öruggt sæti í A-úrslitum þurfti að ná 6,60 en þrír keppendur •feoru jafnir í 4. til 6. sæti og þurfti bráðabana til að skera úr um hver þeirra þyrfti að keppa í B-úrslitum. Það kom í hlut Sveins Ragnarssonar á Reyk frá Hóftúni og vann hann sér sæti í A-úrslitum og gott betur því hann gerði harða hríð að titlinum en varð að láta sér annað sætið lynda. En það var Sigurður Sigurðarson á Prins frá Hörgshóli sem tryggði sér nú titilinn eftir að hafa verið efstur í forkeppni í fyrra en tókst ekki að klára málið þá en gerði það nú með glæsibrag eftir jafna keppni við Svein. Ásgeir Svan Herbertsson og Far- sæll frá Arnarhóli unnu það fágæta afrek að sigra fjórða skiptið í röð í afjórgangi og var sigurinn nokkuð ör- uggur þótt við góða andstæðinga væri að etja. Olil Amble kom næst á Kjarki frá Horni, en þau virðast vera að sækja í sig veðrið og til alls vís. Þau verða stöðugt harðsóttari gullin hjá Sigurbirni Bárðarsyni og nú hlaut hann aðeins þrjú gull. Að sjálfsögðu var hann stigahæstur keppenda í opnum flokki, hleypir engum þar að sá gamli frekar en í gæðingaskeiðinu þar sem hann tefldi Snarfara frá Kjalarlandi fram á síð- ustu stundu og sá gamli jaxl vissi al- veg til hvers var af honum ætlast. *Ungur og efnilegur knapi á heima- velli, Jakob S. Sigurðsson, veitti gamla settinu harða keppni á hryss- unni Blíðu frá Brattvöllum. Atli Guð- mundsson virðist vera kominn í sér- flokk í fimiæfingum en hann sigraði nú öðru sinni á Islandsmóti. Fimiæf- ingar er grein sem tvímælalaust þ.yrfti að endurbæta og gera þannig m~ garði að hún nyti meiri vinsælda. í slaktaumatöltinu var sigur Dags Benónýssonar á Galsa frá Bæ nokk- uð óvæntur en verðskuldaður. Ald- ursforseti mótsins, Erhng Sigurðs- son, veitti honum harða keppni en hann hafði verið í tíunda sæti eftir forkeppni en fetaði sig ákveðið upp töíluna og náði öðru sæti. I kappreiðaskeiðinu var keppni hörð og skilaði nýja brautin góðum tímum. Sennilegt má telja að á Æð- arodda verði hægt að gera atlögu að metunum síðarmeir. Þórður Þor- geirsson og Lúta frá Ytra-Dalsgerði höfðu herslumuninn fram yfir Sigur- björn og Snarfara í 150 metrunum, voru með betri samanlagðan tíma. Ragnar Hinriksson og Bendill frá Sauðafelli rufu 22 sekúndu múrinn í 250 metrunum, fóru vegalengdina á 21,9 sek., en Sigurður V. Matthías- son og Glaður frá Sigríðarstöðum komu næstir með 22,3 sek. Það er greinilega kominn mikill galsi í kappreiðaskeiðið og verður fróðlegt að fylgjast með síðsumarskappreið- um á næstu vikum. I yngri flokkum voru ekki síður sviptingar en hjá þeim fullorðnu. Hæst ber árangur Söru Bjargar Bjarnadóttur sem keppti á Strák frá Haukatungu, en þau höfnuðu í átt- unda sæti í forkeppni fjórgangs barna, unnu í B-úrslitum og enduðu sem Islandsmeistarar þegar upp var staðið. Freyja Amble var vel ríðandi í töltinu á Muggi frá Stangarholti og sigraði þar með glæsibrag. I ung- Iingaflokki vöktu hestarnir í úrslit- um töltsins sérstaka athygli og þá knaparnir ekki síður. Þar sigraði í jafnri keppni Sigurður S. Pálsson á Hugi frá Mosfellsbæ en Sylvía Sig- urbjörnsdóttir, sem komin er með gæðinginn kunna Hjört frá Hjarðar- haga, sigi-aði í fjórgangi. í fimm- gangi unglinga hafði Viðar Ingólfs: son sigur á Freyþóri frá Garðabæ. í ungmennaflokki sigraði Davíð Matthíasson á Prata frá Stóra-Hofi en Ásta Dögg á Eldi frá Hóli smeygði sér upp fyrir þá í fjórgang- inum. Guðmar Þór sigraði í fimm- gangi ungmenna á Dömu frá Leys- ingjastöðum. Framkvæmd og öll umgjörð ís- landsmótsins þótti með miklum ágætum. Vel gekk að halda dagski-á, örlítil seinkun vart þó á sunnudegin- um. Það sem aftur vekur athygli er að ekki skuli fleiri gestir hafa sótt mótið heim en raun varð á og er það umhugsunarvert fyrir samtök het- samanna. Úrslit mótsins fara hér á eftir. Getið er um stig bæði í forkeppni og úrslitum. Reynt var að umreikna sem flestar einkunnir yfir á skalann 0 til 10 sem reyndar er notaður við alla einkunngjöf í keppninni sjálfri. Það gegnir furðu að ekki skuli vera búið taka upp sama kerfi út í gegn eins og tíðkast í öðrum löndum þar sem keppt er á íslenskum hestum. Heldur er verið að burðast með gömlu stigareikningana til þess eins að gera hlutina flóknari og illskiljan- legri sem því miður virðist vera rík tilhneiging til meðal hestamanna á Islandi. Opinn flokkur - tölt 1. Hans Kjerúlf Freyfaxa, á Laufa frá Kollaleiru, 8,20/8,38. 2. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 7,80/8,00. 3. Orri Snorrason Andvara, á Filmu frá Árbæ, 88,80/7,78. 4. Ásgeir S. Herbertsson Fáki, á Farsæli frá Arnarhóli, 7,43/7,76. 5. Vignir Siggeirsson Sleipni, á Ofsa frá Viðborðsseli, 7,37/7,28. 6. Egill Þórarinsson Svaða, á Blæju frá Hólum, 7,33/7,19. Fjórgangur 1. Ásgeir S. Herbertsson Fáki, á Farsæli frá Arnarhóli, 7,60/8,09. 2. Olil Amble Sleipni, á Kjarki frá Hólmi, 7,37/7,80. 3. Guðmundur Einarsson Herði, á Ótta frá Miðhjáleigu, 7,47/7,80. 4. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 7,20/7,41. 5. Hans Kjerúlf Freyfaxa, á Laufa frá Kollaleiru, 7,27/7,39. 6. Birgitta Magnúsdóttir Herði, á Óðni frá Köldukinn, 7,27/7,32. Fimmgangur 1. Sigurður Sigurðarson Herði, á Prins frá Hörgshóli, 6,97/7,01. 2. Sveinn Ragnarsson Fáki, á Reyk frá Hoftúnum, 6,53/6,99. 3. Þórður Þorgeirsson Geysi, á Kjarki frá Ásmúla, 6,53/6,75. 4. Elías Þórhallsson Herði, á Vála frá Nýjabæ, 6,63/6,63. 5. Vignir Siggeirsson Sleipni, á Gammi frá Hreiðurborg, 6,60/6,60. 6. Vignir Jónasson Fáki, á Klakk frá Búlandi, 6,53/5,57. Tölt T2 1. Dagur Benónýsson Herði, á Galsa frá Bæ, 5,73/7,08. 2. Erling Sigurðsson Fáki, á Háfeta frá Litladal, 5,47/7,04. 3. Elsa Magnúsdóttir Sörla, á Dem- anti frá Bólstað, 6,63/6,67. 4. Sævar Haraldsson Herði, á Sikli frá Hofi, 6,13/6,67. 5. Halldór P. Sigurðsson Þyti, á Vöku frá Efri-Þverá, 5,63/6,33. 6. Atli Guðmundsson Sörla, á Sold- áni frá Ketilstöðum, 5,67/6,04. Fimikeppni 1. Atli Guðmundsson Sörla, á Kópi frá Heggsstöðum, 7,80. 2. Reynir Aðalsteinsson Faxa, á Frama frá Sigmundarstöðum, 7,60. 3. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Oddi frá Blönduósi, 6,40. 4. Elsa Magnúsdóttir Sörla, á Rómi frá Bakka, 5,10. 5. Axel Ómarsson Herði, á Gjafari frá Miðkoti, 4,30. Gæðingaskeið 1. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Sn- arfara frá Kjalarlandi, 8,69. 2. Jakob S. Sigurðsson Dreyra, á Blíðu frá Brattvöllum, 8,63. 3. Guðmundur Einarsson Herði, á Neista frá Miðey, 8,54. 4. Logi Laxdal Geysi, á Hraða frá Sauðárkróki, 8,50. 5. Reynir Aðalsteinsson Faxa, á Brá frá Sigmundarstöðum, 8,48. Skeið 250 m 1. Ragnar Hinriksson Fáki, á Bendli frá Sauðafelli, 21,9 sek/9,10. 2. Sigurður V. Matthíasson Fáki, á Glað frá Sigríðarstöðum, 22,3/8,70. 3. Þorgeir Margeirsson Mána, á Funa frá Sauðárkróki, 22,7/8,30. 4. Logi Laxdal Geysi, á Freymóði frá Efstadal, 22,7/8,30. 5. Axel Geirsson, á Melrós frá Framnesi, 22,9/8,10. Skeið 150 m 1. Þórður Þorgeirsson Geysi, á Lútu frá Ytra-Dalsgerði, 14,2 sek./8,80. 2. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á Sn- arfara frá Kjalarlandi, 14,2/8,80. 3. Guðmundur Einarsson Herði, á Neista frá Miðey, 14,6/8,40. 4. Ragnar E. Ágústsson Sörla, á Þey frá Akranesi, 14,7/8,30. 5. Hjörtur Bergstað Fáki, á Lukku frá Gýgjarhóli, 14,7/8,30. 6. Logi Laxdal Geysi, á Hraða frá Sauðárkróki, 14,7/8,30. íslensk tvíkeppni: Hans Kjerúlf Freyfaxa, á Laufa frá Kollaleiru, 7,84. Skeiðtvíkeppni: Jakob S. Sigurðs- son Dreyra, á Blíðu frá Brattholti, 7,43. Stigahæsti knapi: Sigurbjörn Bárð- arson Fáki, 525,21. Ungmenni - tölt 1. Davíð Matthíasson Fáki, á Prata frá Stóra-Hofi, 6,93/7,13. 2. Kristín Þórðardóttir Geysi, á Gl- anna frá Vindási, 6,37/6,76. 3. Ásta D. Bjarnadóttir Gusti, á Eldi frá Hóli, 6,63/6,74. 4. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Háfeta frá Þingnesi, 6,43/6,62. 5. Magnea R. Axelsdóttir Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,33. 6. Marta Jónsdóttir Mána, á Krumma frá Geldingalæk, 6,27/6,30. Fjórgangur 1. Ásta D. Bjarnadóttir Gusti, á Eldi frá Hóli, 6,37/6,89. 2. Davíð Matthíasson Fáki, á Prata frá Stóra-Hofi, 6,53/6,79. 3. Magnea R. Axelsdóttir Herði, á Vafa frá Mosfellsbæ, 6,30/6,67. 4. Ki-istín Ó. Þórðardóttir Sörla, á Síak frá Þúfum, 6,03/6,31. 5. Sigurður I. Ámundason Skugga, á Rómi, 6,17/6,27. 6. Sigríður Pjetursdóttir Sörla, á Kolbak frá Húsey, 6,13/6,19. Fimmgangur 1. Guðmar Þ. Pétursson Herði, á Dömu frá Leysingjastöðum, 5,93/6,50. 2. Benedikt Þ. Kristjánsson Dreyra, á Þór frá Höfðabrekku, 5,30/5,80. 3. Ásta K. Viktorsdóttir Gusti, á Nökkva frá Bjarnastöðum, 5,33/5,53. 4. Unnur O. Ingvarsdóttir Geysi, á Pjakki frá Miðey, 5,60/4,95. 5. Sigurður I. Ámundason Skugga, á Freyju frá Stykkishólmi, 5,47/4,94. 6. Davíð Matthíasson Fáki, á Bald-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.