Morgunblaðið - 28.07.1998, Side 37

Morgunblaðið - 28.07.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 37 AÐSENDAR GREINAR liggja ákveðin rök fyrir því að þeú- meti þroska barna og hafi svokallað innihaldsréttmæti. Það sem upp á vantar og veikir niðurstöður eru rannsóknir sem geta sýnt fram á að aðrar mögulegai’ skýringar séu ólíklegri en að þessir listar meti þroska barna. Því er erfitt að draga ályktanir af þessum niðurstöðum, en hins vegar gefa þær vissar vís- bendingar um áhrif lengdar dag- vistunar á þroska barna. Þessir tékklistar eru ekki hannaðir sem sálfræðileg próf, heldur sem tæki er henta starfsfólki leikskóla við al- Rannsaka þarf hve langur tími sé hæfileg- ur fyrir hvern aldurs- hóp barna í dagvistun, segir Freydís Jóna Freysteinsdóttir, og þróa atvinnulíf í sam- ræmi við það. mennt þroskamat. Listarnir eru því ónákvæmari en stöðluð sálfræðiíeg próf en eru stuttir og handhægir í notkun. Með notkun þeiira er lögð meiri áhersla á ytra réttmæti frem- ur en innra réttmæti, þar sem börn eru skoðuð við eðlilegar aðstæður en ekki við tilraunaaðstæður. Rét er að benda á að eftir því sem ytra réttmæti er meira, því meira er al- hæfingargildi. Ingi Jón túlkai- ummæli mín um niðurstöður rannsóknarinnar held- ur frjálslega. Þannig segir Ingi Jón að haft sé eftir mér að „8-9 tíma vistun í leikskóla geti beinlínis verið skaðleg". Það er ekki rétt. Ég hef hvergi tiltekið að 8-9 tíma vistun geti verið skaðleg. Hins vegar gefa þessar niðurstöður vísbendingu um að 8 tíma vistun eða lengri hafi ekki jákvæð áhrif á þroska barna og geti jafnvel farið að hafa skaðleg áhrif. Þegar ég nota orðið skaðleg, er ég fremur með í huga 10-12 tíma vist- un sem nokkuð er um í Bandaríkj- unum. Það var ekki ætlunin að for- eldrar sem hafa börn sín í 8-9 tíma á leikskóla fengju samviskubit, né heldur að ásaka Dagvist barna fyrir að bjóða upp á 8-9 tíma dagvistun. Slíkt þjónar engum tilgangi. Hins vegar er afar mikilvægt að rann- sakað sé ofan í kjölinn, hve langur tími sé hæfilegm- fyrir hvern ald- m-shóp barna í dagvistun og að fé- lagsmálastefna og atvinnulíf sé þró- að í samræmi við það. Til að hægt sé að rannsaka áhrif dagvistunar á börn þarf til góða samvinnu af hálfu Dagvistar barna. Því miður get ég ekki sagt að ég hafi haft nógu góða samvinnu þeirrar stofnunar við rannsókn mína. Ég fékk neitun við þeirri beiðni að sent yrði út í leik- skóla kynningarbréf á rannsókninni og tjáð að ekki myndu leikskóla- kennarar heldur vera hvattir til þátttöku. Umsjónarmenn rann- sóknar minnar við háskólann í Iowa áttu mjög erfitt með að skilja þessa afdráttarlausu neitun af hálfu Dag- vist barna og töldu að það myndi hafa slæm áhrif á svarhlutfall. Svarhlutfallið hefði trúlega orðið hæiTa ef leikskólakennarar hefðu fengið kynningarbréf frá Dagvist barna. Það er augljóst að áhugi og stuðningur af hálfu starfsfólks Dag- vistar barna við rannsóknir er tengjast dagvistarmálum er nauð- synlegur en þó kannski ekld nægj- anlegt skilyrði til að nógu hátt svar- hlutfall náist. Vona ég að breyting verði þar á í framtíðinni. Þeii- foreldrar sem tóku þátt í rannsókn þessari voru að vinna talsvert lengur en þeim fannst æskilegt að vinna og margir höfðu börn sín lengur á leikskóla en þeir töldu æskilegt. Reyndar er ekki hægt að útiloka að þau 63,8% sem ekki svöruðu vilji vinna 8 tíma eða lengur á dag eða vilji háfa börn sín lengur á leikskóla. Sveigjanlegm- vinnutími foreldra gæti gert þeim sem það kjósa kleift að hafa börn sín skemur en 8-9 tíma á leikskól- um en þá getur orðið vandasamt að fara á milli vinnustaðar og heimilis. Það getur leitt til þarfar á að vera á tveimur bílum sem eykur mjög kostnað heimila. Ef konur minnka við sig og fara í hlutastörf, náum við körlum seint í jafnréttisbaráttunni í launa- og stöðumálum. Styttri vinnuvika og jöfn ábyrgð kynja á uppeldi barna og heimilisstörfum myndi leysa þennan vanda og gefa börnum og foreldrum meii'i tíma til að eyða saman í frístundum. Þegar hefur vinnuvikan í Þýskalandi verið stytt niður í 37 stundir og hér á landi er byrjað að fella yfirvinnu í dagvinnulaunin. Það er því trúlega einungis tímaspursmál hve marga áratugi taki að móta slíka félags- málastefnu hér á landi. Að lokum vil ég nefna að niður- stöður rannsóknarinnar benda til þess að börn fráskilinna foreldra standi illa í þroska miðað við önnur börn. Þar sem böm fráskilinna for- eldra voru fá í rannsókninni þurfti mikinn mun til þess að hann yrði marktækur. Afar mikilvægt er að kanna betur þroska og liðan barna fráskilinna foreldra. Niðurstöður kannana erlendis sýna að skilnaður foreldra, það sem á undan hefur gengið og jafnvel á eftir skilnaði hefur verri og varanlegri afleiðing- ar fyrir börn en áður var talið. Með- ferð fyrir foreldra gæti dregið úr áhrifum skilnaðar á börn og leik- meðferð (Play therapy) fyrir barnið gæti auðveldað barni að tjá tilfinn- ingar sínar og vinna úr þeim í kjöl- fai- skilnaðar foreldra. Höfundur hefur lokið mastersnámi { félagsráðgjöf og verið aðstoðar- kennari í aðferðarfræði og tölfræði undanfarin tvö ár. BRIPS Umsjðn Arnór G. llagnarsson Jón Viðar og Leifur með 69% skor í sumarbrids Fimmtudagskvöldið 23. júlí spil- uðu 32 pör Mitchell tvímenning. Spilaðar vora 14 umferðir með 2 spilum í umferð. Meðalskor var 364 og þessi pör urðu efst: NS Gísli Steingrímss. - Hróðmar Sigurbjömss, 427 Þorsteinn Erlingsson - Alfreð Kristjánsson 410 HelgiViborg-AgnarKristinsson 402 Soffía Daníelsd. - Óli Bjöm Gunnarsson 394 AV Magnús Oddsson - Láms Hermannsson 432 Pétur Antonss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 418 Þórður Sigurðss. - Guðmundur Gunnarss. 387 Svala Pálsdóttir - Hanna Friðriksdóttir 384 Föstudaginn 24. júlí mættu aftur 32 pör til leiks. Árangur efstu para varð þessi: NS Jón V. Jónmundss. - Leifur Aðalsteinss. 503 Þröstur Ingimarss. - Sigurjón Tryggvason 483 Svala Pálsdóttir - Gísli Toríáson 457 Stefanía Skarphéðinsd. - Aðalst. Sveinss. 417 AV Sigurður Steingrímss. - Gísli Steingrímss. 423 Sigrún Pétursd. - Ámína Guðlaugsd. 388 Ómar Olgeirsson - Kristinn Þórisson 388 Páll Þór Bergsson - Júlíus Snorrason 383 Eftir tvímenninginn var að venju spiluð útsláttarsveitakeppni. Tólf sveitir voru skráðar til keppni. Spil- aðar voru 4 umferðir og til úrslita spiluðu sveitir Svölu Pálsdóttur (Gísli Torfason, Dúa Ólafsdóttir og Þórir Leifsson, auk Svölu) og Eyj- ólfs Magnússonar (Kristján B. Snorrason, Jón Viðar Jónmunds- son, Leifur Aðalsteinsson, Alda Guðnadóttir og Hermann Friðriks- son, auk Eyjólfs). Lokatölur urðu 40-13 fyrir sveit Éyjólfs. Staðan er enn óbreytt í Horna- fjarðarleik Sumarbrids 98 þrátt fyr- ir harðar atlögur ýmissa frækinna spilara. Reglur leiksins eru þær að bronsstig einhverra fjögurra sam- liggjandi spilakvölda eru lögð sam- an og þeir tveir spilarar sem ná flestum stigum á slíku tímabili fá vegleg verðlaun. Þar er um að ræða flugfar á Hornafjarðarmótið í tví- menningi sem haldið verður í haust, keppnisgjöld og gistingu á Hótel Höfn. Eins og staðan er núna enT það Gylfi Baldursson og Anton R. Gunnarsson sem eru á leiðinni aust- ur í haust. Gylfi skoraði 109 stig á fjögurra daga tímabili, en Anton fékk 92 stig. Báðir náðu þessum ár- angri snemma sumars. Ekki verður auðvelt að slá Gylfa út, en ljóst er að Anton er langt frá því að vera ör- uggur með verðlaunin. Gaman verð- ur að sjá hvort þeir halda velli út sumarið. Siglufjarðarleikur Sumarbrids 98 stendur frá 19. júlí til 19. ágúst. Hæsta prósentuskor eins kvölds á - þessu tímabili mun gefa rétt til eft- irfarandi verðlauna: Keppnisgjöld á 60 ára afmælismót Bridsfélags Siglufjarðar, auk gistingar á staðn- um á meðan mótið stendur yfir (21,- 23. ágúst nk.). Jón Viðar Jónmunds- son og Leifur Aðalsteinsson skutu sér í toppsæti leiksins með 69,09% skori í tvímenningskeppni fóstu- dagsins. Verða þeir slegnir út? I sumarbrids er spilað öll kvöld nema laugardagskvöld og hefst spilamennskan alltaf kl. 19:00 Spila- staður er Þönglabakki 1 í Mjódd, húsnæði Bridssambands íslands. F LLAJT Hverjum Fiat Marea Weekend 1,6 ELX sem seldur er fyrir 15, ágúst fylgir 5 manna risahústjald frá Skátahúðinni, Fiat Palio Weekend Mikill bíll fyrir 1,190.000 ,•• I Istraktor SMIÐSBUO 2 GARÐABÆ SÍMI: 565 6580 Hústjald + bíll kr. 1.550.000 •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.