Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 21 Stokkhólmi. Reuters. CARL Bildt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, kastaði stríðs- hanskanum í sænsku kosningabar- áttunni um helgina þegar hann kall- aði Göran Persson forsætisráðherra og leiðtoga jafnaðarmanna hugleys- ingja. Kom þetta fram í ræðu þar sem hann útlistaði baráttumál Hægriflokksins í kosningunum 20. september. „Hér í landi situr huglausasta ríkisstjórn álf- unnar hvað varð- ar pólitíska for- ystu í þeim Evi'- ópumálum, sem munu skipta miklu fyrir fram- tíð okkar allra,“ sagði Bildt sl. laugardag. Var þessari yfirlýs- ingu hans fagnað í Svenska Dag- bladet og þeirri áætlun hans að fjölga störfunum um 300.000, aðal- lega með skatta- lækkunum. Blað- ið sagði hins veg- ar, að þrátt fyrir skýra stefnu ætti Hægriflokkurinn og aðrir stjórnarandstöðuflokkar erfitt um vik vegna þess, að ríkis- stjómarflokkurinn, jafnaðarmenn, færi undan í flæmingi. „Það verður að lokka jafnaðar- menn út á völlinn til að unnt sé að bera saman óljós viðhorf þeirra og skýra stefnu Hægriflokksins," sagði í blaðinu. Hvað er liugleysi? Einn sænsku ráðherranna svar- aði þó Bildt fullum hálsi. „Við erum eina vestræna ríkis- stjómin, sem hefur snúið miklum fjárlagahalla upp í fjárlagaafgang. Ef Carl Bildt heldur, að til þess þurfi hugleysi, þá ber eitthvað nýrra við,“ sagði Anders Sund- ström, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Bildt segir, að kjósendur viti ekki hvað þeir séu að kjósa með stuðn- ingi við jafnaðarmenn vegna þess, að þeir ætli ekki að skýra frá því fyrr en eftir kosningar með hverj- um þeir hyggist starfa. Sænska Aero- spatiale einkavætt París, London, Munchen. Reuters. RÍKISSTJÓRN sósíahsta í Frakklandi tilkynnti íyrir helgi að hún hygðist einkavæða varn- ar- og flugiðnaðarfyrirtæki sitt, Aerospatiale, með því að sam- eina það hinu einkarekna Lag- ardere. Kemur breytingin til ft-amkvæmda í janúar á næsta ári. Koma aðgerðir stjórnai'innar nokkuð á óvart og sögðu frétta- skýrendur þær fyrr á ferðinni en búist var við en svo virðist sem vinstristjórn Lionels Jospin stefni nú á að vera leið- andi aðili í samrana evrópskra fyrirtækja á þessu sviði. Slíkur samruni Aerospatiale og þýska fyi-irtækisins Daim- ler-Benz Aerospace (DASA) og hins breska British Aerospace hefur verið á döfínni um dágóða stund en tregða Frakka til að einkavæða Aerospatiale hefur tafið þá þróun. Hefur hugmynd- in verið sú að samevrópsk fram- leiðsla á sviði varnarmála verði samkeppnisfær við bandarískan heriðnað. Jafnframt er talið að slík samvinna leggi grundvöll að samevrópskri stefnu í varn- armálum. Með sami'una Aerospatiale og Lagardere verður til nýtt fyrirtæki sem verður hið næst- stærsta á sínu sviði í Evrópu, einungis British Aerospace er stærra. Carl Bildt hleypir lífí í sænsku kosningabaráttuna Sakar Persson um hugleysi í EMU-málum dagblaðið Dagens Nyheter bendir hins vegar á, að samstarfsmöguleik- ar borgaraflokkanna séu ekki mikl- ir, jafnvel þótt þeir fengju tækifæin til. Sundraðir borgaraflokkar Bildt og Hægriflokkurinn styðja fulla aðild strax að EMU, mynt- bandalagi Evrópusambandsríkj- anna, en Miðflokkurinn er því alger- lega andvígur. Hægriflokkurinn vill reka kjamorkuverin áfram en það er eitt af hjartansmálum Miðflokks- ins að loka þeim. Bildt sagði í ræðu sinni á laugar- dag, að EMU væri mikilvægasta efnahagsmál okkar tíma og því væri það svik við þjóðina að láta það bíða fram yfir kosningar. Aftonbladet sakaði aftur Bildt um að lítilsvirða kjósendur með þess- um ummælum vegna þess, að það kæmi fram í öllum skoðanakönnun- um, að drjúgur meirihluti væri andvígur EMU-aðild að svo stöddu. Sagði blaðið ennfremur, að Bildt væri nú á höttunum eftir góðu embætti erlendis en sam- kvæmt skoðanakönnunum nýtur flokkur hans fylgis 26% kjósenda en jafnaðarmenn 41%. Bildt á förum? „Það þarf ekki að koma á óvart, að Bildt hafi gefið upp alla von um að verða forsætisráðherra aftur og sé því að leita sér að feitum bita annars staðar. Hann mun þó að sjálfsögðu ekki viðurkenna það op- inberlega," sagði Aftonbladet. Carl Bildt var forsætisráðhen-a Svíþjóðar á árunum 1991-’94 og hann þótti standa sig vel sem al- þjóðlegur sáttasemjari í Bosníu. Sænskir fjölmiðlar hafa að undan- fórnu orðað Bildt við ýmis há emb- ætti og meðal annars við væntan- legt embætti talsmanns ESB í utan- ríkismálum. Bildt gerir lítið úr því en segir þó, að það sé betra en hitt að vera eftirsóttur. SERVERSLUN FERÐAFÓLKSINS allt til útivistar Opið: miðvikudaginn 29. júlí til kl. 20 fimmtudaginn 30. júlí til kl. 20 WILDERNESS svefnpoki frá VANG0 -10°C 1.9 kg SAVANNA 250 2-3 manna 3.7 kg ður 48.000 ÆGISTJALD með himni 5 manna A ð u r 11.100 GEYSIR gönguskór úr leðri Sérlega l þægilegir Rafkælibox 12 volt. 24 lítra. A ð u r 2.190 Vatnskælibrúsi 5lítra 2.190 kr. Hentugur og vandaður brúsi með krana. Úráli, léttur og sterkur. Hágæðastóli. töppLU'ónn/ í/ úttvút SEGLAGERÐIN SEGLAGERSIN ÆGIR Skelfan 6 • Reykjavík ■ Sfml 533 4450 Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200 ij manna tia'fll 2 dýnur S S sm þykkar vandaðar með bómullaráklæði S sm þykkar vandaðar með bómuH&ráklæði Æm' : i 1 ÉjÁ ð u r | Stöðug |- allt fr . !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.