Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 31 Sýnd er samsetning allra tekna ■aldraðra 1996 og þeim skipt upp í tí- undir (í 10 jafna hópa, líklega hátt á þriðja þús. í hverjum). Tekjuhæsti hópurinn fær kr. 211.450 að meðaltali í mánaðarlaun, en sá lægsti kr. 49.075. Níundi hóp- urinn fær að meðaltali 103.550, - er ekki hálfdrættingur við þann hæsta. Ef við tökum meðaltal af neðri helmingi tíundanna (5 lægstu), fá- um við 61.552 á mánuði, sem er rétt við skattleysismörkin, en ef við skerum tvær hæstu tíundirnar ofan af kemur í ljós, að þær 8 sem eftir eru hafa að meðaltali á mánuði kr. 69.972, sem sýnir áhrif tveggja (20%) tekjuhæstu hópanna á heild- ina (80%) þegar notaður er meðal- talsreikningur. Hann er notaður innan hverrar tíundar um sig svo fróðlegt væri að vita hve margir innan efsta hópsins eru með 211 þús. eða meira á mánuði, svo séð verði hvemig meðaltalan verður til. Tekjuhæsti hópurinn er með nærri tvöfalt hærri fjármagnstekjur en fyrstu 8 lægstu hóparnir saman- lagt. Ofangreindar upplýsingar benda ekki til almennra auðæfa hjá öldruðum, né hárra tekna, um þetta þurfa greinahöfundar ekki að deila, - en það sem vekur furðu er að hvorugur virðist hafa neitt að at- huga við vinnubrögð á skýrslunni og gildi hennar sem slíkrar. Höfundur er í aðgerðarhópi aldr- aðra. ist þessi hugmynd fýndin, en hún verður að gera sér þess fulla grein, að hér er mikið alvörumál á ferð. Hefur stjóm Spalar gert sér grein fyrir, hvaða skilaboðum hún er að koma til þjóðarinnar með þessari ákvörðun? Er henni ljóst að hún er t.d. að segja æsku þessa lands, að ekki sé ástæða til þess að fela sig þeim Guði, sem við vorum færð í skírninni og höfum flest játast und- ir að fylgja við fermingarathöfnina, heldur sé alveg eins gott að treysta á liðsinni og vernd álfa. Það komi allt út á eitt. Sem kristinn einstak- lingur á meðal þjóðar, sem kennir sig við Krist, hlýt ég að mótmæla slíkum skilaboðum, þau em fólsk, þau era lygi. Eg held að þjóðin hafi ætlast til að kirkjulegum blessunar- orðum væri lýst við vígsluathöfn- ina, og ekki kvaddir til aðrir álfar en mannlegir. I mínum huga hefur þú, annars ágæta stjórn, sett niður og látið ginnast til verks, sem þörf er á að afturkalla. Það verður ekki hjá því komist að óska eftir svöram frá stjórn Spalar við nokkrum spurningum: Er það satt, að það hafi verið formleg ákvörðun stjórnar Spalar, að óska ekki eftir opinberri bæn og blessun Guðs yfir vegfarendum og mannvirkinu? Telur stjórn Spalar að það sé ör- uggari varðveisla fólgin í álfinum Staupa-Steini en vernd Guðs? Telur stjórn Spalar sig hafa um- boð eigenda ganganna, þar á meðal opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveit- arfélaga, til þess að særa og van- virða trúarlegar tilfinningar fjöl- margra Islendinga með framan- greindri gerð sinni? Hyggst stjórnin halda fast við þá ákvörðun sína, að hafa „álf ‘ sér til fulltingis og til kynningar á göng- unum og segja við fólk, sem um göngin fer: Þetta er verndari þinn? Að sjálfsögðu get ég ekki skipt mér af á hvem stjórn Spalar kýs að setja traust sitt, en ég hlýt að harma, að hún vill frekar leita verndar álfs en hins lifandi Guðs á ferðum sínum. Hins verð ég að gera kröfu til: Að hún hafi þann átrúnað fyrir sig, og dragi tfi baka þá ákvörðun sína að yfirfæra hann á okkur hin á þann hátt, sem hún gerir um leið og hún tilkynnir okk- ur um álfinn margnefnda sem vemdara Hvalfjarðarganga og okk- ar, sem um þau fara. Mætti Guð gefa ykkur visku og þor til þess. Höfundur er byggingafræðingur og á sæti í sóknamefnd Akraness. V aramanns vanda- mál R-listans NOKKRAR umræð- ur hafa átt sér stað að undanfömu vegna þeirrar ákvörðunar R- listans í borgarstjóm Reykjavíkur, að kalla inn sem varamann 13. mann listans, Pétur Jónsson, í forföllum Hrannars B. Amars- sonar borgarfulltrúa, sem skipaði 3. sæti list- ans í kosningunum í vor. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort sveitarstj órnarlög heimili að þessi háttur sé hafður á eða hvort kalla beri inn 1. vara- mann listans, Onnu Geirsdóttur, sem skipaði 9. sætið á framboðs- listanum. Hver bauð fram R-listann? Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. sveit- arstjórnarlaga nr. 45/1998 sbr. bráðabirgðalög nr. 100/1998 er meginreglan sú, að varamenn skulu taka sæti í þeirri röð sem þeir era kosnir. Samhljóða ákvæði var í eldri lögum. Frá þessari meg- inreglu er heimiluð undantekning í 2. mgr. 24. gr. og kemur þar fram að þegar tveir eða fleiri stjórn- málaflokkar eða samtök bera sam- an fram framboðslista geta aðal- menn þess lista komið sér saman um mismunandi röð varamanna eftir því hver aðalmanna hefur for- fallast. Af þessu má sjá, að svarið við spurningunni um það hver get- ur tekið sæti Hrannars B. Amars- sonar fæst með því að kanna hver það var, sem bar fram R-listann í kosningunum. Fyrir liggur að við kosningarnar 1994 var R-listinn borinn fram af Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Kvennalista og Framsóknarflokki. Framboði var skilað til yfirkjör- stjómar í nafni þessara flokka og nöfn þeirra komu fram á atkvæða- seðlinum, sem notaður var í kosn- ingunum. Ekki þarf því að deila um að á kjörtímabilinu 1994 til 1998 hefði R-listinn getað látið vara- menn taka sæti samkvæmt sam- komulagi aðalmanna, í samræmi við undantekningará- kvæðið í 24. gr. sveit- arstj ómarlaganna. Við kosningamar í vor var hins vegar annar háttur hafður á. Skömmu fyrir kosn- ingar vora stofnuð ný samtök, „Samtök um Reykjavíkurlistann" og er þar um að ræða sjálfstæðan lögaðila, sem meðal annars má sjá af því að sótt var um sérstaka kennitölu í hans nafni. Framboði R-listans var skilað til yfirkjörstjómar í nafni þessara sam- taka, þannig var listinn kynntur í opinberam auglýsingum hennar og á kjörseðli kom fram að hann væri borinn fram af „Samtökum um Reykjavíkurlistann“. Þannig var R-Ustinn lögformlega borinn fram af einum stjórnmálasamtökum en ekki fleiram. Greinargerð lögmanns R-listans Forsvarsmenn R-listans og lög- fræðilegur ráðunautur borgar- stjóra í málinu, Jón Sveinsson, hrl., hafa haldið því fram, að undantekn- ingarákvæðið í 2. mgr. 24. gr. eigi við, enda hafi alltaf legið ljóst fyrir að nokkur stjómmálaöfl stæðu að framboði listans. I greinargerð lög- mannsins, sem birt var í Morgun- blaðinu 22. júlí sl. segir um þetta atriði: „f ljósi bæði efnis og orða- lags samnings (samþykkta) þeirra sem að Reykjavíkurlistanum stóðu 1994 og viðauka og breytingum við fyrri samning (samþykktir) 1998 er engum vafa háð að fjögur sjálfstæð stjómmálaöfl stóðu að framboðinu árið 1994 og einnig árið 1998 en þá að viðbættum Regnboganum, sem er félag stuðningsmanna Reykja- víkurlistans og rúmar m.a. þá aðila sem standa utan stjómmálasam- takanna fjöguma." Við þessa röksemdafærslu er nauðsynlegt að gera nokkrar at- hugasemdir. Þannig þarf að at- huga, að þrátt fyrir að öllum sé kunnugt um þá staðreynd, að R- listinn er sprottinn upp úr sam- starfi fjögurra stjómmálaflokka og er í eðli sínu kosningabandalag þeirra en ekki nýtt stjómmálaafl, verður ekki fram hjá því litið að formlega var R-listinn borinn fram af sjálfstæðum samtökum, „Sam- tökum um Reykjavíkurlistann". Augljóst er að af þessum sökum er um allt aðrar forsendur að ræða en 1994. Þá var eins og áður sagði ljóst að það voru fjórir flokkar sem bára fram R-listann og þannig var Forystumenn R-listans eru því orðnir tvísaga í þessu máli, segir Birgir Armannsson, og trúverðugleiki þeirra hefur beðið tals- verðan hnekki. framboðið kynnt gagnvart yfir- kjörstjórn og kjósendum. Þessu vildi forysta R-listans breyta fyrir kosningarnar nú í vor og stofnaði því með formlegum hætti sérstök samtök um framboðið. Það var því meðvituð ákvörðun R-listaforyst- unnar sjálfrar sem leiddi til þess að listinn var í vor borinn fram af ein- um samtökum í stað fjögurra flokka. Það breytir engu um þá niðurstöðu hvort eða hvemig þess- ir flokkar hafa samið sín á milli, hvernig þeir hafa kosið að velja á framboðslista og þess háttar, út á við hafa þeir valið að koma fram sem heild undir merkjum „Sam- taka um Reykjavíkurlistann". Eins og fram kom hér að fram- an gildir undantekningarreglan í 2. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlag- anna aðeins í þeim tilvikum þegar tveir eða fleiri flokkar eða samtök bera fram sameiginlegan lista. Þetta grandvallarskilyrði er ekki fyrir hendi í tilviki R-listans og því verður ekki annað séð en að list- inn verði að una því að varamenn taki sæti í þeirri röð, sem þeir voru kjörnir. Akvæði laganna um þetta efni eru allljós og það þarf að beita veralega langsóttum lög- Birgir Armannsson skýringum til að komast að and- stæðri niðurstöðu. Pólitíska hliðin Fram hefur komið að ýmsum þykir þetta varamannsmál snúast um léttvæg formsatriði en skipta litlu í pólitísku samhengi. Benda má á tvenns konar rök gegn því sjónarmiði. I því sambandi ber að hafa í huga, að verulegu máli skipt- ir að lög og reglur um kosningar til opinberra embætta séu skýrar og að þeim sé fylgt. Tilslakanir og lausung við framkvæmd slíkra reglna er afar óheppileg. En á þessu máli er líka pólitísk hlið. Hún er sú að fyrir kosningar í vor lögðu forsvarsmenn R-listans mikla áherslu á að kynna listann sem nýtt, sjálfstætt stjórnmálaafl. Allt kapp var lagt á að halda á lofti nafni „Reykjavíkurlistans" og sem minnst gert úr tengslunum við gömlu flokkana fjóra. Forysta list- ans hafði reyndar reynt hið sama 1994 og brást t.d. ókvæða við þegar kjörstjórn úrskurðaði að ekki væri unnt að prenta nafn Reykjavíkur- listans á kjörseðilinn, sem þá var notaður, vegna formskilyrða og nöfn flokkanna fjögurra þyrftu að koma þar fram enda væri listinn sameiginlega borinn fram af þeim. Það var einmitt af þessum ástæð- um sem aðstandendur R-listans bára listann fram með öðram hætti nú en þá. Nú eftir kosningar horfir hins vegar svo við að allt sem sagt var fyrir kosningar um sjálfstæði R- listans sem stjórnmálaafls er gleymt. Nú er sagt að „eins og allir viti“, sé listinn bara kosninga- bandalag með þeim réttindum sem því fylgi í sambandi við innköllun varamanna. Forystumenn R-list- ans era því orðnir tvísaga í þessu máli og trúverðugleiki þeirra hefur beðið talsverðan hnekki. Kjósend- ur í- Reykjavík hljóta að spyi-ja, hvers vegna var eitt sagt fyrir kosningar en eitthvað allt annað að kosningum loknum? Höfundur er lögfræðingur. SÍBAN 1972 STEININGARLÍM MARGIR LITIR - GERUM TILB0Ð STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 LÍFEYRISSJÓÐUR SEM ÞOLIR ALLAN SAMANBURÐ Hæsta rauriávöxtun síðustu 18 mánuði Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvernig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvern félaga í sjóðnum. Kostnaður á hvem virkan sjóðsfélaga Frjálsi lifeyrissjóðurinn 1.520 kr. Hrein raunávöxtun 1997 7,89% Hrein raunávöxtun 1998 13% I Viðskiptablaðinu 15. júlí 1998 kemur fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvem virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaða lífeyrissjóð þú velur? Hringdu I síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170. FRJALSI LÍFE YRISSJ ÓÐURINN Frjálsi Iffeyrissjóðurinn er stærsti og elsti séreignarlffeyrissjóður landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.