Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 23 Bræður með bæk ur á metsölulista Byg'g'ing’ og ljóðræna EINKENNANDI málverk eftir Manuel Moreno: Sueno Andalus 1, blönduð tækni á handgerðan pappír, 1996. MALACHY McCourt hefur fetað í fótspor bróður síns, Frank McCourt, og sent frá sér sína fyrstu bók, „A Monk Swimming". Verkið byggir hann líkt og bróðirinn á endunninn- ingum og tekur upp þráðinn þar sem frásögn eldri bróðurins sleppir við komuna til New York, þá tvítugur að aldri, eftir erfiða bernsku við kröpp kjör í bænum Limerick á írlandi. Fjölskylduraunir sem Frank McCo- urt lýsir eftirminnilega í bók sinni ,jUigela’s Ashes“ sem vann til Pu- litzer-verðlauna fyrir tveimur árum. Endurminningar bræðranna eru báðar meðal 10 söluhæstu bóka í Bandaríkjunum samkvæmt bóka- sölulista The New York Times. Þar hefur bók Frank McCourt verið sl. tvö ár en nýverið skaut litli bróðir þeim eldri ref fyrir rass þegar „A Monk Swimming" skaust upp í sjötta sæti, fram fyrir „Angela’s Ashes“ sem situr í því áttunda. Bækurnar gætu þó ekki verið ólíkari sam- kvæmt því sem gagnrýnandi The New York Times segir í lofsamleg- um dómi um bók Malachy. „Ef það vakir fyrir Malachy að stinga undan frásögn bróður síns þá tekst honum að dylja það vel.“ McCourt-fárið Sonur Malachy McCourt vinnur nú að annarri heimildarmynd sinni sem fjallar um líf McCourt-fjölskyld- unnar í New York en í fyrri mynd- inni fjallaði hann um líf fjölskyldunn- ar á Irlandi. Þriðji bróðirinn af fjór- um, sem eru á lífi, Michael McCourt, starfai- sem barþjónn í San Francisco og lætur sér fátt um fínn- ast. Hann brosir út í annað yfír því sem hann kallar „McCourt-fárið.“ Bætir því svo við meira í gríni en al- vöru að nú þurfí hann að fara láta í sér heyra. Sá yngsti, Alphie, hefur fengist við ljóðagerð og eygir greini- lega von um velgengni sem rithöf- undur í ljósi þeirra vinsælda sem endurminningar bræðra hans hafa notið, því nú hefur hann líka fest á blað minningar úr bernsku. Samkvæmt endurminningum Malachys virðist hann hafa fetað í fót- spor foðui' síns sem drykkju- og æv- intýramaður en eftir svall og ævin- týramennsku áratugum saman tókst Malachy að koma lífí sínu á réttan kjöl. Umskiptunum hyggst hann lýsa í næstu bók og Frank hyggur einnig á framhald sinna endurminninga. Þá má geta þess að í haust verða hafnar tökur á kvikmynd er byggist á endur- minningum Franks, „Angela’s As- hes“, í leikstjóm Alans Parkers þai’ sem Liam Neeson mun fara með hlutverk fjölskyldufóðurins. ---------------- Sumartónleikar á Seyðisfírði NÆSTI flytjandi í tónleikaröðinni Bláa kh-kjan er Elfa Hlín Péturs- dóttir, blokkflautuleikari frá Seyðis- fírði og Reykjavík. Hún leikur ásamt Muff Worden píanó- og orgelleikara í kirkjunni á Seyðisfirði miðviku- dagskvöldið 29. júlí kl. 20.30. Elfa fæddist í Reykjavík en fluttist ung að árum til Seyðisfjarðar. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar hjá ýmsum kennurum og fluttist 17 ára til Reykjavíkur þar sem hún lærði hjá Camillu Söderberg í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðgangseyrir er 500 kr. og ókeyp- is fyrir sex ára og yngri. MYJVDLIST II o r n i ö MÁLVERK MANUEL MORENO Opið alla daga frá 14-18. Einnig að- gangur frá veitingastofu milli 11 og 23. Til 30. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ekki oft sem við fáum heimsókn frá myndlistarmönnum, sem lifa og starfa í Malaga á Suður- Spáni, sem eins og mörgum mun kunnugt er fæðingarstaður Picassos. Raunar fer ekki ýkja mikið fyrh’ slíkum þaðan utan snillingsins, og þótt margt hljóti að vera að gerjast í listinni á þessum slóðum fara fáar sögur af ferskri og úrskerandi myndlist. En meistarar og ný- skapendur fæðast ekki endilega í listaborgum, koma enn síður úr heimsfrægum listaskólum. Er einmitt undur og leyndai’dómur list- arinnar, að engin óskeikul regla né venja er til í þeim efnum. Hér er frekar um náttúrulögmál að ræða, kannski í bland við segulsvið himin- tungla, en vel að merkja þurfa skil- yrði til þroska og vaxtar að vera fyr- ir hendi, áburður, ljós og önnur virkt, og af því öllu fékk Picasso meira en nóg. Faðirinn teiknikenn- ari, skólarnir í Barselóna og Madrid, loks settist hann að í heimsborginni og suðupottinum við Signu. Manuel Moreno Martín býr í litlu þorpi í nágrenni Malaga, er þannig Andalúsíumaður, og það heillandi landsvæði vettvangur listar hans, auk þess að hann virðist helst færa sig norður til Katalóníu, nánar tiltek- ið Barselóna, þá hann vill víkka sjón- deildarhringinn og kynna verk sín. Þótt skrifari hafí aldrei komið til Malaga hefur hann endurtekið dvalist á þessum slóðum og nálgast borgina úr tveim áttum. Getur því staðfest að það er mikið rétt sem listamaðurinn segir, að hann máli undir áhrifum frá umhverfínu, lit- brigðum jarðar, sólþurrkaðri húsa- gerðarlist, birtuskilum og því alveg sérstaka andrúmi sem einkennir þennan hluta Spánar. Annars vegar vöktu myndirnar ljúfar minningar frá Granada, Motril, Castel de Ferró og Almunécar, en hins vegar frá Sevilla og umhverfi. Svo menn bergi af viskubrunni Picassos, og margra annara ný- skapenda á öldinni, skiptir öllu að vinna með þann efnivið sem maður hefur handa á milli hverju sinni og þroska með sér nýja og ferska sýn á umhverfi sitt. Litirnir, penslarnir, sköfurnar og öll hjálpartæki heims- ins eru hjóm á móts við sjálfa lifun- ina, sem ber uppi sköpunarferlið. Þetta skilur Moreno, sem notast helst við handgerða og upprunalega miðla þar sem kraftbirting sköpun- arferlisins er sjálf hrein og ómenguð lifunin. Málverk hans eru gerð af næmri ljóðrænni tilfinningu, og þótt þetta sé engin tegund beinnar eftir- gerðar búa þau yfir dularmögnum og blóðríkum skírskotunum svo að stundum minnir á hryn ljóða eftir García Lorca. Þótt fátt sé nýstárlegt í gerð verk- anna og þau minni á sitthvað sem áð- ur hefur verið gert, jafnvel löngu áð- ur, búa þau er best lætur yfir þeim óskilgreindu lögmálum sem skipta svo miklu í gerð myndverka hvert sem viðfangsefnið er, og hver tækn- in. Hreinn og samþjappaður einfald- leikinn og næmi á hryn lita og forma virðist sterkasta hlið listamannsins, líkt og fram kemur í myndum eins og „Ljóð án orða“ (3), en hins vegar teflir hann á tæpasta vað með ýms- um aðskotaformum, ásamt hlutlæg- um smáatriðum er vh-ka framandleg í heildinni, líkt og andliti, auga og hlaupandi frummanni, þó svo allt þetta sé afar vel gert í sjálfu sér. Bragi Ásgeirsson Sterk, létt og lofta vel ... Regnfatalínan TRAVEL REGNSETT 100% vatns- og vindhelt * Taska fylgir Verð kr. 6.576 Nú kr. 4.603 ANCIENT 100% vatns- og vindhelt Stærðir: S-XXL 2 litir * Taska fylgir Verð kr. ATggr Nú kr. 6.806 frá agu:l.sport HOLLANDI POSTSENDUM UM ALLT LAND __ Reiðhjálaverslunin ORNINNP* SKEIFUNN111, SÍMI588 9890 FESTIVAL BARNAREGNSETT Stærðir: 4-10 ára -4 litir * Taska fylgir Verð kr. 2M2T Verð nú kr. 2.745 X-RAIN 100% vatns- og vindhelt Öndunarefni Stærðir: S-XXL - 3 litir Verð kr. 12^64" WORKER 100% vatns- og vindhelt Stærðir: S-XXL - 2 litir * Taska fylgir Verð krtSrTfT Verð nú kr. 4.040 Opið laugardaga RI. 10-14 CELTIC REGNSETT 100% vatns- og vindhelt Stærðir: S-XL - 2 litir * Taska fylgir Verði£í^4r933 Verð nú kr. 3.452 PLANET UNIVERSE 100% vatns- og vindhelt Stærðir: S-XXL - 2 litir * Taska fylgir Verð kr.-7.995 Verð nú kr. 5.596
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.