Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 9

Skírnir - 01.04.1909, Side 9
Um sjúkrasamlög. 105 Um miðbik 19. aldar var þetta atvinnuófrelsi numið úr lögum alstaðar á Norðurlöndum, en hélst nokkru leng- ur sumstaðar á Þýzkalandi. Það var um 1850, að atvinnufrelsi var leitt í lög í Noregi. En þar fór sem annarstaðar, að iðnaðarmenn, er höfðu verið í gömlu félögunum, sáu óðar að heilsutrygg- ingar máttu þeir ekki án vera. Því var það, að sjúkra- samlögin, eins og þau nú tíðkast, risu upp úr rústum ein- okunarfélaganna gömlu. Sjúkrasamlögum hefir síðan fjölgað æ meir og meir í Noregi. Ekki hafa þar verið sett lög um sjúkrasamlög og ekki njóta þau styrks úr ríkissjóði, en búist er við, að þess verði ekki langt að bíða. S v í þ j ó ð : Þar voru sett lög um sjúkrasamlög árið 1891; er þeim veittur styrkur úr ríkissjóði, 0,25—1,50 kr. á hvern félagsmann á ári. Árið 1901 voru til 1618 lög- skráð sjúkrasamlög. Félagsmenn samtals 293,260. Danmörk: 4tvinnufrelsi var leitt í lög 1857. Sjúkrasamlög — frjáls félagsskapur alþýðumanna — komust nú á fót, hvertáfætur öðru. Árið 1868 voru 29000 manns í sjúkrasamlögum. Árið 1884 voru 128,000 manns komnir í sjúkrasamlög. 1892 voru sett lög um sjúkrasamlög og öllum lögskráðum sjúkrasamlögum ánafnaður styrkur úr ríkisssjóði, 2 kr. á hvern félagsmann og þar að auki ofaná- lag, miðað við ársgjöld félagsmanna í hverju samlagi; má ofanálagið ekki fara fram úr % af ársgjaldi hvers sam- lags. í árslok 1907 voru sjúkrasamlögin orðiu 1452. Félags- menn í öllum þessum samlögum voru alls 552,962; eru þeir einir taldir, karlar og konur, er greiða ársgjald, en þess ber að gæta, að börn hjóna, sem eru í sjúkrasamlagi, fá líka ókeypis læknishjálp, lyf og sjúkrahúsvist á sam- lagsins kostnað. Lögskráð sjúkrasamlög eru nú til í þvi nær öllum bæjum (96%) og hreppum (95%) í Danmörku. Og nærfelt þriðjungur (31,6%) þjóðarinnar, karla og kvenna, eldri en 15 ára, er í þessum félagsskap. I árslok 1907 áttu sjúkrasamlögin í sjóðum sínum samtals 4,227,904 kr.r eða 7 kr. 65 aur. til uppjafnaðar á hvern félagsmann.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.