Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 10

Skírnir - 01.04.1909, Side 10
106 Um sjukrasamlög Tekjur þeirra allra áríð 1907 voru 6,034,846 kr., þar af 1,691,188 kr. úr rikissjóði. Útgjöldin voru 5,809,565 kr. (Dagpeningar, umbúðir, sængurkonugjald, sjúkrahúsvist, læknishjálp, lyf, stjórnarkostnaður). Þýzkaland: 17. nóv. 1881 mun jafnan verða tal- inn merkisdagur í veraldarsögunni. Þann dag lýsti Vil- hjálmur mikli, Þýzkalandskeisari, yfir því í stólræðu á Sambandsþingi Þjóðverja, að hann teldi það hina þörfustu þjóðarframför, að allir verkamenn og launalitlir menn yrðu trygðir gegn því tjóni, sem hlýzt af veikindum; hvatti hann þing og stjórn að koma þessu til leiðar. Þessi mikla nýung komst á gang tveim árum siðar, með lögum 15. júní 1883. Eftir þeim lögum og síðari breytingum á þeim eru allir verkamenn, verzlunarmenn og aðrir starfsmenn s k y 1 d i r til að vera í einhverju lögskráðu sjúkrasamlagi, ef árstekjur þeirra nema ekki 2000 mörkum (mark = 90 aurar). Undanþegið þessari skyldukvöð er enn í dag vinnufólk í sveit. Lögin heimta að öll lögskráð sjúkrasamlög veiti hverjum félagsmanni: 1. læknishjálp; 2. lyf; 3. sjúkrahúsvist, ef meðþarf; 4. dag- peninga, ef sjúklingurinn er heima og getur ekki unnið, og nemi þeir í minsta lagi helming af venjulegum daglaun- um mannsins, og skulu þeir lialdast eigi skemur en 26 vikur á ári, ef með þarf; 5. 6 vikna dagpeninga handa hverri félagskonu, er eignast barn (gildir þó ekki um öll sjúkra- samlög); 6. útfararkostnað, 20 X daglaun þess, sem dáinn er. Sjúkrasamlögunum er ekkert lagt úr ríkissjóði, en vinnuveitendum er gert að skyldu að greiða x/3 af því árstillagi, sem kemur á hvern félagsmann í þjónustu þeirra. Sveitastjórnir eru skyldar að koma á fót sjúkrasamlögum, ef engin eru fyrir. Arið 1906 voru íbúar í þýzka ríkinu rúmar 60 mil- jónir. Þá voru þar til 23,214 sjúkrasamlög og í þeim samtals 11,689,388 manns, karlar og konur, eldri en 15 ára. Þar að auki njóta börn hjóna, sem eru í sjúkrasam- lagi, allra sömu hlunninda og foreldrarnir að undanskild- .um dagpeningum, og á það við öll börn, sem eru í foreldra-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.