Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 14

Skírnir - 01.04.1909, Side 14
110 Um sjúkrasamlög. er á einhverri farsótt, og getur þess konar áhlaup riðið samlaginu að fullu, og ávalt verða útgjöld samlaga miklu hærri, ef þau veita full félagsréttindi tafarlaust. Það er talið sjálfsagt, að hvert sjúkrasamlag veiti þau hlunnindi, er nú skal greina: 1. Læknishjálp; Það er þá algeng venja, að hvert samlag gerir samning við einn lækni um ákveðna ársþóknun fyrir hvern félagsmann. Stór samlög ráða 2 lækna eða fleiri. Ef hjón eru bæði í samlagi, fá börn þeirra, sem hjá þeim eru og yngri eru en 15 ára, líka ókeypis læknishjálp; ef annað hjóna er í samlagi, en hitt ekki, verður það að greiða samlaginu sérstakt gjald fyrir börnin. Börnin fá þá líka lyf og sjúkrahúsvist, ef með þarf, á samlagsins kostnað. Um læknisþóknun er það að segja, að hún er venjulega helmingi hærri fyHr fjölskyldu (for- eldra og börn) en fyrir einhleypan mann. Mjög mörg dönsk sjúkrasamlög borga 3 kr. á ári fyrir hvern einhleyp- ing, en 6 kr. fyrir hverja fjölskyldu; þar við bætist ferða- kostnaður lækna í sveitum (sendimaður, vagn, hestar eða sjóvegsflutningur). 2. Lyf; þó borgar samlagið ekki önnur lyf en þau, sem læknir samlagsins telur sjúkum félagsmönnum nauð- synleg. 3. Sjúkrahúsvist; ef læknir samlagsins telur nauðsynlegt að sjúkum félagsmanni, eða barni hans, sé komið í sjúkrahús, þá annast samlagið það og greiðir legu- kostnað sjúklingsins; það er þá jafnan venja, að öll sjúkra- hús, sem rekin eru á almennings kostnað, veita sjúkra- samlögunum talsverða ívilnun. 4. Dagpeningar; margir erusvo fátækir, að þeir komast ekki af, ef þeir falla frá vinnu vikum saman. Þess vegna koma sjúkrasamlög þvi að eins að fullu liði, að dagpeningar sé ein grein tryggingarinnar. Eftir þýzk- um lögum mega dagpeningar eigi nema minnu en x/2 af venjulegum dagtekjum þess, sem sjúkur er. Eftir dönsk- um lögum mega þeir ekki vera minni en 40 aurar á dag

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.