Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 23

Skírnir - 01.04.1909, Side 23
Um sjúkrasamlög. 119 Þegar menn ganga á jökla hafa þeir taug í milli sín; hún er þeim ekki byrðarauki, en ef einhver þeirra dettur eða hrapar, þá taka hinir í taugina og kippa honum úr hættunni. Sjúkrasamlög íþyngja ekki alþýðu manna, þau auka ekki veikindakostnað þjóðarinnar, en þau eru bjargtaug milli manna; ef einhver verður fyrir sjúkdómsáfalli, þá kippa hinir honum úr kostnaðarhættunni, úr sjálfstæðis- voðanum. — Sá verður þræll þjóðfélagsins, sem á sveitina fer; hann er sviftur frelsi sínu, ýms dýrmæt réttindi eru tekin af honum, t. d. kosningarétturinn. Sjúkdómar eru algengasta orsökin til þess, að menn lenda í slíkum þrældómi. Sjúkra- samlög verða dýrmæt vernd gegn þeirri þrældómshættu. Vinnukona í sveit g e t u r losað 3 kr. af kaupinu sínu til að gjalda í sjúkrasamlag, en fái hún lungnatæringu og þurfi að fara í heilsuhæli og vera þar 1—2 misseri, þá verður hún um leið að fara á sveitina — ef hún er ekki í sjúkrasamlagi. Kotbóndi getur greitt lambsverð á ári í sjúkrasamlag fyrir sig, konu og börn, en fái hann hnémein og verði að liggja 10—12 mánuði í sjúkrahúsi og kosta til 5—6 hundruð krónum, það getur hann e k k i, þá fer jhann á sveitina — ef hann er ekki í sjúkrasamlagi. Því er það, að fátæklingar í öðrum löndum klífa þrí- tugann bamarinn til þess að komast í sjúkrasamlag og standa í skilum við það. Er minni sómatilfinning í fátæklingunum hér á landi? Af og frá. En íslenzka alþýðu liefir skort þekkingu á þessari miklu og merku veraldarnýung. Mér vitanlega er ekki til nema eitt sjúkrasamlag hér á landi, er líkist erlendum sjúkrasamlögum; þcð er »Sjúkra- samlag prentara í Reykjavík«. Það var stofnað árið 1897, er átrúnaðargoð prentarastéttarinnar og hefir líka dafnað ár frá ári. I árslok 1908 voru samlagsmenn 22 og áttu í sjóði 4073 kr. og 4 aura. Það er mikill sómi fyrir þá stétt.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.