Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 31

Skírnir - 01.04.1909, Page 31
Siðustu minningarnar. 127 — Jú, áreiðanlega máttu trúa því, Gísli góður; þá skyldi margur dagurinn verða þægilegur og notasæll. — Það getur verið, að svo yrði innan um. En ekki kæmi mér það á óvart, þótt heldur óviðfeldnir hvellir kæmi svona við og við. Og þótt eg þekki þig nú lítið,. þá er eg sannfærður um það, að ef þú kæmist í þá tá, þá yrðirðu óþolandi sóði og fantur og beinlínis þræll. — Því talar þú svona, Oísli minn? Þú leggur nafn mitt við hégóma og verra en það. En farðu nú að hugsa um að komast upp úr gröfinni, segir Björn og rétti hon- um hönd sína. Tók Gísli í hana og kleif svo upp úr gröf- inni, settist svo niður og batt skóþveng sinn. Björn sóp- aði mestu moldina af baki hans og herðum og segir um leið: — Eg var farinn að halda, að þú ætlaðir að leggjast til hvíldar við hlið gömlu konunnar þarna niðri. — Mér sýndist þú nú búa svo að henni áðan, að ekki væri hægt að tala um neina sérstaka hlið á henni hér eftir: rótaðir öllu til, mölvaðir alt og brauzt, sem fyrir varð, að nauðsynjalausu. Jón gamli hrökk upp og horfði á þá á víxl stórum og opnum augum. — Mölva og brjóta hvað? — Ekkert, Jón minn, alls ekkert! Við Gisli minn sitjum hér meinlausir og gjörum ekkert af okkur, og hérna undir bakkanum eru bein gömlu konunnar efalaust öll með tölu, og upp á það máttu öruggur dreypa í þetta, karlinn minn! Og svo rétti Björn honum hálfflöskuna. Jón gamli gjörði sem fyrir hann var lagt; segir síðan um leið og hann skilaði fiöskunni aftur: — Þakka þér nú fyrir alt, Björn minn góður! Mér þykir vænt um að heyra, að þið hafið sem allra minst rótað þessum leifum. Hvíli þær í friði guðs og hjálpi hann okkur öllum saman! En að eg fari nú að hökta heim! Svo reisti hann sig á fætur og veitti all-erfitt, tók

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.