Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 34

Skírnir - 01.04.1909, Side 34
Úr ferðasögu. (Framhald). IV. Suður yfir Alpafjöll. Innsbruck er í þjóðbraut til Italíu. Raunar liggur nii við, að hér komi fremur til hugar að nota orðið þjóðabraut,. þar sem ræða er um veg til Italíu, landsins þar sem Róm stendur, borgin sem svo lengi var höfuðborg hins mentaða og afmentaða heims. Járnbraut liggur frá Innsbruck yfir Brennerskarð, hið mesta mannvirki, og var fullger 1867. Vanaleg vagnbraut liggur auðvitað líka um skarðið, frá fornu fari, en nú á þessurn síðustu tímum notuð nokkuð á annan hátt en menn gerðu sér hugmynd um að verða mundi. Má nú oft sjá þar ljósleitar ríkismannabifreiðar renna akbrautina í kapp við eimlestina á járnslóð sinni, akfæri nítjándu aldar og tuttugustu aldar, sem eiga nú samleið um stund, hvað lengi sem það verður. Daginn sem eg fór suður yfir fjöllin var veður hið fegursta, álíka bjart yfir eins og á íslandi á fögrum sumar- degi. En jafn heiðbjartan himin og hór getur verið, hefi eg annars hvergi séð nema á Gfrænlandi, inni við jökul- inn mikla. Sögðu samferðamenn, sem farið höfðu þessa leið ár eftir ár, að aldrei hefðu þeir séð fjöllin jafn glæet. Enda gaf á að líta. En lítið var hægt að skrifa þessa dagleiðina, því að eg varð að hafa mig allan við að skoða, alt af var eitthvað nýtt og fróðlegt að bera fyrir augun, er eimlestin brunaði áfram, en fjalladýrðin óum- ræðileg.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.