Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 46

Skírnir - 01.04.1909, Page 46
142 Úr ferðasögu. að fá einhverja hugmynd um Alpafjöllin, og hefði mér þótt ill mín ferð, hefði eg farið um fjöllin blindandi sakir dimmviðris. Eg hélt því leiðar minnar frá Milano og Gottharðsbrnutina til Basel. Og það stóð heima, þegar til Basel kom, var lokið bjartviðri því sem um tima hafði verið yfir allmiklum hluta Evrópu. Undrafagurt er það útsýni, sem víða bregður fyrir augað á leiðinni frá Milano til Basel, nóg efni til að horfa á vikum saman og lengur. Auðvitað er það ekki nema svipur hjá sjón, þegar svona fljótt er farið yfir; og oft vildi maður geta hægt á lestinni, sem eins og gefur að skílja, geisar áfram án þess að gera nokkurn greinarmun á fögru og miður fögru landslagi, frernur en rigning og sól- skin á réttlátum og ranglátum. Og of oft stingst hún inn í kolsvartan hellismunna, og dunar langan í berg- göngum, kafin í sínum eigin reyk; vilja farþegar koma þaðan allsótugir og bíldóttir út, þó að fullsnyrtilegir færu þeir inn. Það er ekki allskostar rétt sem segir i fyrirsögninni fyrir kafla þessum, að íarið sé yfir fjöllin, því að margar mílur að öllu samanlögðu, liggur leiðin g e g n u m fjöllin. Frá Milano er farið upp Langbarðaland og leiðin liggur síðan með suðurendanum á Comovatni og er þá bráðlega komið inn í Sviss hina ítölsku; því næst fram með Lug- anovatni og yfir um það til Lugano, og er þar fagurt mjög, vatnið mjög vogskorið en há fjöll að, og á hökkunum gægjast fram sumarbústaðir ríkismanna, umhorfnir vín- viði, appelsínulundum, olíutrjám og öðrum suðrænum gróðri. Eftir langt kaf í gegnum fjall, brunar lestin uppeftir Tieino- dalnum, sem er djúpur en ekki breiður. Airolo heitir þar sem koma á þessari leið aðal berggöngin, gegnum sjálfan St. Gottharð. Eru þau rúmar 2 mílur á lengd, en alls er lengdin á berggöngunum á þessari leið yfir 6 mílur; öll eru þau þó langtum styttri en aðalgöngin, svo geta má nærri að þau verða oft fyrir. Er það mikill sjónarsviftir, að steypast svo í jörð niður, er blasir við hið fegursta útsýni, skínandi snjófgir hátindar, glampandi vötn og grónar hlíðar og hjallar með ramlega húsuðum bæum. Gösehenen

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.