Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 53

Skírnir - 01.04.1909, Page 53
Mærin frá Orléans. 149 og mun sjálfsagt verða haldin enn uin margar ókunnar aldir. , ' i Þessi minningarhátíð er að því leyti einkenniieg, að tvær ólíkar stéttir manna ráða þar mestu: klerkar og hermenn, enda eru það tvær fjölmennustu stéttirnnr í Orléans. Hátíðin byrjar 7. d. maím. kl. 8 að kveldi dags með því, að hleypt er af stórri fallbyssu og jafnskjótt er tekið að hringja öllum kirkjuklukkum borgarinnar. Allar her- deildir, sem eru í Orléans og nágrenni, margar þúsundir manna, koma í fylkingu með bumbum og hljóðfæraslætti og skipa sér í fylkingum fyrir framan ráðhúsið; en þar eru fyrir embættismenn borgarinnar, borgarstjórinn fremst- ur. Lögregluþjónn tekur nú upp merkisblæju Jeanne d’Arcs, en þá kveður við þjóðsöngur Frakka, 1 a M a r- seillaise, og allur mannfjöldinn hrópar: vive la F r a n c e! (lifi Frakkland!) Þá er lagt af stað til dóm- kirkjunnar, sem er þar skamt frá, borgarstjórinn fremstur og merkisberiun, en næstir þeim bæjarfulltrúar. Kirkju- dyrnar eru opnar á gátt og kirkjan öll dýrlega uppljóm- uð, en á þröskuldinum stendur biskupinn í Orléans, og umhverfis hann heil hersveit innlendra og útlendra kenni- mannahöfðingja. Borgarstjóri fær honum hið dýrmæta merki og heldur ræðustúf, en biskup svarar honum mörg- um fögrum orðum. I sama bili kveða við í'alibyssuskot, Ijós sjást í öllum gluggum ráðhússins og í öðrum húsum, sem eru almennings eign; úr dómkirkjunni heyrist marg- raddaður söngur og fagnaðaróp kveða við hvaðanæfa. Þessa einu nótt ársins, nóttina milli 7. og 8. maí, er fánameiki Jeanne d’Arcs geymt í dómkirkjunni. Fyrri hiuti hátíðarinnar er nú á enda; en um leið og biskuparnir ganga úr kirkjunni, lýsa þeir blessun yfir mannfjöldanum, sem hefir þyrpst saman á bersvæðinu þar fyrir utan með kerti og blys í höndunum. Næsta morgun vakna menn enn við fallbyssuskot og klukknahiingingar. Kl. 10 byrjar guðsþjónustugjörð i dómkirkjunni. Þangað fer öll bæjarstjórnin, allur em-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.