Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 56

Skírnir - 01.04.1909, Page 56
152 Mærin frá Orléans. sem kaþólskir eru, en einnig þeirra sem láta sig kirk- juna litlu skifta'? Þetta er það, sem eg vildi hugleiða í kveld, og bið því tilheyrendur mína að fylgja mér í huganum langt aftur í tímann, nærfelt fimm aldir og líta á ástandið í Frakk- landi árið 1422. Það ár dó konungur, sem hét Karl 6. Hátt upp í heila öld hafði ófriður við Englendinga staðið. Þegar tveim- ur árum áður hafði einn mesti höfðingi Frakka, hertoginn af Búrgúnd, gengið í lið með Englendingum, og þegar Karl 6. dó, vildi hann koma Hinriki 6. Englakonungi til valda. Hann var reyndar enn barn í vöggu; en hann var dóttursonur Karls 6. Nær ríkiserfðum stóð auðvitað sonur hans, sem tók sér líka konungsnafn og nefndi sig Karl 7. Sá flokkur, er hann fylgdi, var kendur við greif- ann af Armagnac, er hafði uppalið hann og fallið í París- ai’borg árið 1418, þegar hertoginn af Búrgúnd og Englend- ingar náðu borginni. Armagnacfiokkurinn var mjög illa þokkaður á Norður-Frakklandi, því að þótt hreysti þeirra væri viðurkend, þá voru þeir álitnir mestu bófar og ræn- ingjar af hinum fiokknum og öllum bændalýð. Flokka- dráttur og sundurlyndi var svo megnt í landinu sjálfu, að ókleift var að veita útlenda hernum neina verulega mótspyrnu, þó að þessi her væri í raun og veru ekki svo geigvænlegur. Svo var komið 1428, að ekki var nema ein merkisborg, sem Englendingar áttu eftir að leggja undir sig; en hún var þeim mun merkilegri, sem hún var ekki að eins i miðju Frakklandi, heldur var einnig mið- stöð óvinaflokksins og hafði verið Karli 7. trú, þegar Par- ísarborg og allar aðrar borgir í nágrenninu gengu undan honum. Þessi borg var Orléans og Englendingar beindu nú þangað aðal-liðsafla sínum, reistu sterk virki umhverfis hana og tóku að herja á hana 12. d. októbermán. 1428. Það var fyrirsjáanlegt, að félli hún i hendur Englendinga, þá væri vonlaust um Karl 7. og sjálfstæði Frakklands lokið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.