Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 62

Skírnir - 01.04.1909, Side 62
158 Mærin frá Orléans. heniiiir, nð fresta áhlaupinu á sterkasta vígi Englendingar »les Tournelles«, er hefti alla umferð um Loirebrúna. En Jeanne- vissi þetta líka og sagði við Dunois um kveldið : »Þér sátuð á yðar ráðstefnu en eg á minni;« sneri sór þá að skriftaföður sínum og bætti þessu við: »Vekið mig árla á morgun og verið með mér allan daginn; eg mun þurfa yðar við, því að eg mun verða sár«; þessi forspá rættist að öllu, og jók átrúnaðinn á heilagleik hennar. Hún gat í rauninni öllu ráðið í borginni. 5. maí hélt hún samt kyrru fyrir í borginni, af því að þá var uppstigningardagur;; en þá var líka þolinmæði hennar lokið. Næsta morgun um sólaruppkomu reið hún niður að Loirefijótinu, en hermenn og borgarar fylgdu henni í blindni. Á bátum var farið yfir fijótið; en hún sagði fyrir, að um kvöldið mundu þeir r í ð a sigursælir yflr b r ú n a, því að vígið »les Tournelles« skyldi falla þennan dag. Og svo varð. Eg hefi þegar minst á dagana 7. og 8. maí 1429 og get því siept þeim hér. Lausn Orléansborgar hafði afarmikil áhrif á alla, vini og óvini. Enginn efaðist lengur um, að hér væri um yfirnáttúrlega krafta að tefla. Um hitt voru menn ekki ásáttir, hvaðan þeir stöfuðu. Frakkar trúðu þvi, að það væri guð, en Englendingar, að það væri djöfullinn. Frakk- ar litu á Jeanned’Arc sem dýrling, Englendingar sem galdra- konu. Frakkar höfðu fengið óbilandi traust á henni og á rétt- mætikonungdóms Karls 7.; enEnglendingum hafðihún skotið svo mikinn skelk í bringu, að þeir hörfuðu undan henni hvar- vetna, þegar hún lagði af stað í krýningarferðina til Reims; en leiðin þangað lá einmitt gegnum óvinaherinn. Sunnudaginn 17. júlímánaðar var Karl 7. hátíðlega krýndur í dómkirkjunni þar. Á þeim dögum þótti þjóð- inni mjög mikils vert um krýningu, og það er eftirtektar- vert, að einföld bóndastúlka skyldi sjá þetta betur en allir ráðunautar konungs. Frá upphafi lagði Jeanne mjög mikla áherzlu á þetta atriði, og til þess hafði hún fylstu ástæðu. Það var svo mikill ávinningur fyrir Karl 7. að ná krýn- ingu, áður en Englendingar létu krýna Hinrik 6., að heita má, að upp frá því væri sigurinn honum í hendur lagður.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.