Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 68

Skírnir - 01.04.1909, Page 68
164 Mærin frá Orléans. Biskupinn þerraði sarat augun, las upp dauðadóminn og sagði, að kirkjan gæíi hana í hendur hins 'veraldlega dóms. En Englendingar voru orðnir alt of óþolinmóðir til að hugsa um formið, enginn annar dómur var upp kveðinn, heldur skipuðu þeir böðlinum að taka hana þarna og flýta sér að gera skyldu sína. Jeanne hað um að fá krossmark, og Englendingur einn, sem hjá stóð, batt saman í flýti kross úr tveimur smáspýtum og fekk henni; hún kysti krossinn og stakk honura á brjóstið. En munkur sá, sem hafði fylgt henni og huggað hana, lét sækja handa henni krossmark úr næstu kirkju og á því hélt hún, þegar hún steig á bálköstinn. Þar var hún bundin. Munkurinn stóð enn hjá henni, þegar loginn tók að leika um fætur hennar. Hún bað hann blíð- lega um að fara burt. En fólkið þyrptist að, til að heyra síðustu orð hennar, til að heyra hvort hún mundi ekki ákæra konung að lokum, sem ekkert hafði reynt að hjálpa henni. En svo var ekki; þar á móti voru siðustu orð hennar: »Hvort sem eg hefi vel eða illa gert, þá er konungurinn saklaus; hann hefir aldrei lagt mér nein ráð«. En loginn hækkaði og hækkaði. Munkurinn, sem stóð fyrir neðan bálið og rétti að henni krossmarkið, heyrði hana enn fremur segja: »Raddirnar komu frá himnum; þær hafa ekki blekt mig«. Loksins kallaði hún: »Jesús!« og höfuðið hneig niður. Tíu þúsundir manna grétu, en ritari Englakonungs sagði um leið og hann fór burt: »Það er úti um okkur, því að við höfum brent dýrling guðs«. Æsingiri var svo mikil, að menn þóttust sjá alls konar jarteikn; einn sá anda hennar svífa til himins í dúfulíki, aðrir sáu nafn Jesú skráð í loganum o. s. frv. Merkileg- ast þótti þó, að þegar allur líkami Jeanne var brunninn til kaldra kola, þá fanst hjarta hennar óskemt í öskunni, og mun þetta vera satt. En svo voru Englendingar hræddir við, að eitthvað sýnilegt yrði eftir af verndar- engli Frakka, sem hægt væri að tilbiðja, að þeir tóku

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.