Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Síða 75

Skírnir - 01.04.1909, Síða 75
Hitt og þetta um drauma. 171 féð er alt hvítt og fer óðfluga, þá veit það á hvassviðri ásarnt úrkomunni. — Egg og fuglar eru sömuleiðis fyrir úrkomu, og skyr og mjólk. — En rauðir stórgripir eru hlákuboðar og brennivín og vatnavextir sömuleiðis. Eg veit vel, að þetta verður hiátursefni sumum mönn- um, að heyra þetta og lesa. En þetta drauma-»skrök« er svo algengt og rótgróið í þjóðlíflnu, að það á rétt á sér til rannsóknar, og þegar sannanir koma fram fyrir áreiðan- leik þess, þá verður að taka, þær trúanlegar. En það er satt, að sannanir eru ekki algildar i þessu máli, eða svo góðar, sem lögrétta dómstólanna ákveður fullgildar, meðan sannanirnar eru að miklu leyti sögu- sagnir. Þó vil eg ekki láta véfengja það, sem eg segi frá sjálfs mín reynd í þessum efnum. Og þegar sannorðir menn segja mér frá sinni reynd, þá tek eg það trúanlegt. En þó er þetta ekki sannanir á þvílíkan hátt, sem það er t. d. sönnun fyrir tilveru sólarinnar, að sólargeislarnir skína í andlit vort. — Eg hefi nefnt nokkur atriði, sem boða sérstök veðra- brigði í draumi. En ekki nefni eg þá drauma með sér- stökum dæmum daga eða manna. Þó mætti nefna marga menn, sem dreymt hefir fyrir veðrum og hafa sagt draum- ana áður en veðrin komu fram. En þau dæmi eru svo mörg, að stjörnur himins eru ekki fleiri, né hárin á höfði mannsins. Draumar fyrir gestkomum eru og margir. Og einn þann draum ætla eg nú að segja, af því að hann er spánnýr og gerðist á heimili sjálfs mín (í vetur) og var sagður áður en gesturinn kom. Hjá mér eru tvær mæðgur að heimilisfangi og dreymdi báðar mjög á sömu leið sömu nóttina: þær dreymdi kven- mann, ókunnan, með kníf í höndum og brá hún á sig knifnum og datt í sama vetfangi niður. Þetta var aðal- atriði draumanna og hirði eg ekki að segja þá með ná- kvæmara hætti. En næsta dag kom á bæ minn maður nokkur, sem korninn er af merkum mönnum. En á heim- ili eins merkismannsins, forföður hans, kom það fyrir, að þar dó stúlka af knífstungu og fanst dauð að morgni dags
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.