Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 83

Skírnir - 01.04.1909, Side 83
Grikkir og Páll postnli. Kafli úr tölu eftir enskan ræðuskörung, W. J. Fox, 1864, frænda stjórnvitringsins fræga með sama nafni f 1806. Fyrirsögn tölunnar var „Grikkland og Páll postuli á Aresarhæð11. Frá því er lýsa tók af degi mannvits og menningar í álfu vorri, hefir hróður Grikklands farið með him- inskautum. A fjöllum þess settu frelsisins guðir há- sæti sín, helguðu sér hafsins öldur og hlésu yflr þær ógn og storkun móti harðstjóranna óvígu herfylkingum. Þar léku við lýðinn listir og íþróttir, er fyltu hús og heim- kynni hverskyns prýði, stráðu lífsveginn rósum, bundu um brár manna ljósgrænum laufsveigum, smíðuðu líi'ræn líkneski, skreyttu torg og tún mjallhvítum marmarahofuin, fyltu skynfæri manna fegurðarunaði og breiddu loks blæju friðar og indælis á látinna leiði. Þar kom fram óðsnildin ífærð algervum skrúða úr gróðurþrungnum andans akri — eins og Mínerva í sögunni kom úr höfði Seifs íklædd al- væpni og búin til að hnekkja tímans táli og hertaka hjört- un. Þar stóðu á þingi ræðuskörungarnir, er aldrei sáu sína líka, og gáfu heiminum fyrirmyndir málsnildarinnar — strengleik sálar, hörpu hvers hugskots og geðbreytinga, tón eftir tón. Hér undu heimspekingarnir frægu í græn- um lundum og gangsvölum skínandi sala, hér kendu þeir orðspekina, lífsspekina, djúpspekina, er ala skyldi og efla andans innri öfl og þroska og fylla þá fósturjörð frægð og vegsemd, sem sjálf var vegsemd allrar veraldar.---------------- Líklegt er að engin endanleg listasmiði hafi til verið eins töfrandi eins og blasti við auganu, er gengið var gegn um Aþenuborg í almætti hennar. Frá hennar hernumdu, 12*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.