Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 88

Skírnir - 01.04.1909, Side 88
184 Erlend tíðindi. En hér rífur eitt stórveldið sjálft berlínarsamþvktina í sundur til eiginhags sér, og dettur engum manni í hug að slíkt jafn vanbúið- ríki sem Austurríki hefði þorað að fleygja þessu stórveldaskjali í svaðið- og stappa ofan á það framan í öllum stórveldunum, ef Þyzkaland hefði ekki staðið að baki með báða hner’a krepta ef einhver hreyfði sig. Smáríkin urðu œf, einkum Serbar, því þeir hyggja á banda- lag við Bosníu og Herzegóvínu og hétu á Rússann, frænda sinn og vin, til verndar þeim öllum. Rússar urðu sóma síns vegna að mót- mæla aðförura Austurríkis, og þó ógróin sé sár Rússans, þá hefði Austurríki fljótlega orðið að taka upp sneplana, ef það hefði verið eitt í ráðum, en þá lýsti ríkiskanzlarinn þýzki því á þingi, að Þjóðverjar stæðu óbifanlegir við hlið þessum 30 ára trygðavin sín- um, og svo hvíslaði hann um leið einhverju að Rússanum, sem allir sáu en enginn heyrði, en það var nóg til þess, að Rússar lýstu yfir því, að þeir mættu enga hjálp veita frændþjóðum sínum sakir fornra samninga við Þjóðverja, en það segja allir hiklaust, að þeir hafi hótað Rússum báli og brandi þegar í stað, ef þeir þegða ekki eins og steinar. Urðu Serbar þá að slíðra sverðið og ráku ríkiserfingja ræksni sitt í útlegð, þann sem mest lamdi á skjoldinn. Þjóðverjar Hver er tilgangur þeirra ? Hvað ætlast þeir fyrir 1 Því svarar enginn nema óljóst og í ráðgátum, en helzt er að sjá að grunur manna sé þessi: Austurríki er klambrað saman úr ýmisum alóskyldum bútum> og mesti ótti á, að það gliðni til fulls i sundur þegar Frans Jósef keisari fellur frá, og það getur borið að á hverri stund, því hann er nú kominn að áttræðu (f. 1830). Nú vilja Þjóðverjar tryggja sér sem allra bezt ástarþel bræðra sinna þjóðversku, sem mestu ráða í Austurríki og taka svo við þeim og öllu, sem hremt verður, og ef til vill meiri hluta ríkisins, þegar sem um losnar eða fá þann hlutann að minsta kosti í fast samband við sig. Balkanlöndin slav- nesku geta þeir svo tengt í bandalag og gert að öflugu ríki. Ung- verja eða Bæheim taka þeir eða kúga til sambands. Hversu um Tyrkjalönd fer, er komið undir því, livert hlut- skifti Rússiands verður, en það þykir einmitt líklegast, að Þjóð- verjar leyfi Rússum að leika sem þeir vilja við frændur sína á Balkan og gefi þeim í viðbót Litluasíu frá Tyrkjum, eu taki Mikla- garð sjálfir og löndin þeim megin. Það má helzt ráða í, að menn gruni, að þetta sóu sennilegust undirmál Rússa og Þjóðverja, því þeir dylja þess vandlega hver þau eru. En só þetta ætlunin, þá

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.