Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 89

Skírnir - 01.04.1909, Side 89
Erlend tiðindi. 185- er sjálfgert bandalag milli þeirra til að berjast fyrir lífi sínu móti Bretum og I'rökkum. ítalir eru ekki nefndir, en eðlilegra virðist, að þeir yrðu Breta megin, en geta vel setið hjá. Gengi þetta fram, fengju Þjóðverjar lausa höndina vestan megin til að laga til hjá sér þar með Danmörku og GoHandi ef þurfa þætti, því það kostaði ekkert. Auðvitað er þetta grunur manna og getur, og þó sagt svo varlega, að stundum sóst varla hvað við er átt, en mjög merk blöð og tímarit, svo sem The Review of Reviews benda Balkan ríkjunum á, að sameina sig sjálf sem allra bráðast, svo þau farr ekki í pottinn og ymsir láta Tyrki skilja, hvers þeirra bíður. En hvað sem þessu öllu líður, þá veit öll veröld, að Þjóðverjar hafa hervæðst látlaust meira en 50 ár og aukið flota sinn, síðustu 20 árin, svo sem þeir megnuðu ítrast, og núna árið sem leið hafa þeir verið að reisa 4 tröllbarða, þessa óvinnandi, og sjá bæði Bretar og aðrir, að flotafla Þjóðverja er eingöngu miðað á Breta og heims- veldi þeirra, og til þess varið öllu afli og nærri um megn. Og þetta er ærin bending, því enginn maður getur séð neinn steán annan á vegi Þjóðverja, sem slík heljartök eigi að lyfta. En auk alls þessa eru Þjóðverjar að koma sér upp aragrúa af loftförum til hernaðar og eitthvað þegar fullgert. Bretar hafa lengi haft illan bifur á herbúnaði Þjóðverja og þó einkum á herskipahamförunum, en hafa þó farið fremur hægt að flota-auka hjá sér, enda talið sig eiga nægan flota til að mæta tveim stórveldum, hver sem væri, ef í það færi. Þjóðverjar höfðu og ákveðið í fyrra, að reisa að eins 2 tröllbarða hvort arið næsta, en svo kom það í ljós í vetur að þeir eru 4 á ferðinni, og sk/rðu Þjóðverjar það svo, sem þeir hefðu viðað að sér til allra skipanna í ár, sakir þess að efni væri alt í svo lágu verði, en þegar við þetta bættist smíði allra loftfaranna og áhugaofboð keisara og herforingja á þeim, þá fóru Bretar að kenna sín og það alvarlega, sáu að hér gat að minsta kosti verið fjandi í legguum og kváðu sum blöðin svo hart að orði, að England gæti fengið heilan flota loftskipa yfir sig á hverri stundu og Lundúuaborg staðið í björtu báli en floti Þjóðverja búinti að ná þeim að þrem árum liðnum, 1912. Þetta greip svo illilega þjóðitia, að mörgum fataðist alveg stillingin og fóru menn að sjá loftför Þjóðverja kvölds og morgna yfir strönd- nnum á njósn, en þ*ð vitnaðist brátb, að þetta voru loftbelgir frá vélasmiðjum, sem þær sendu til auglysinga og eftirtektar mönnum,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.