Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Fréttir Algjört áhugaleysi um sameiningu sveitarfélaga á Vestflörðum: Þingeyri, Flateyri og Suð- ureyri á leið í greiðsluþrot Reynir Traustasan, DV, Isafiröi: „Það er algjört áhugaleysi á þess- um málum og greinilega búiö að svæfa þetta. Það var að heyra á mönnum fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar að þetta ætti að gerast á ör- skömmum tíma en nú er staðan sú aö ekki hefur verið haidinn fundur síðan í fyrrasumar," segir Sigurður Hafherg, sveitarstjómarmaður á Flateyri, sem sæti á í sameiningar- nefnd sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Hann vitnar þarna til hugmynda um að sameina sveitarfélög við Dýra- fjörð, Önundarfjörð, Súgandafjörð og Isafjarðardjúp í eitt. Stærstu byggða- kjarnamir á svæðinu eru ísafjörður, - segir Sigurður Hafberg sem sæti á í sameiningamefnd Sigurður Hafberg á skrifstofu sinni. Hann segir ekki spurningu um það hvort sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum komist i greiðsluþrot held- ur aðeins hvenær, ef ekki verði af sameiningu. DV-mynd BG Þingeyri, Suðureyri og Flateyri. í lögum um Vestfjarðaaðstoð er gert ráð fyrir 200 milljónum til þeirra sveitarfélaga sem sameinast á Vest- flörðum. Nú er útht fyrir að ekkert verði af sameiningu á norðanverðum Vestfjöröum og áhugi fyrir samein- ingunni er Utill. DV hefur heimUdir fyrir því að ísfirðingar séu ekki ginn- keyptir fyrir að ganga tíl sameining- ar við Þingeyri, Flateyri og Suður- eyri vegna geigvænlegrar skulda- stöðu þeirra sveitarfélaga. Meðal- talsskuldir á hvern íbúa á þessum stöðum vora á bilinu 246 tU 397 þús- und krónur í árslok 1993 á meöan skuldir á hvern íbúa á ísafiröi voru um 130 þúsund á hvern íbúa. Sigurð- ur Hafberg viðurkennir að staða sveitarfélaganna sé erfið og segir skuldir hafa verulega aukist frá árs- uppgjöri 1993. Hann gagnrýnir að einstök sveitarfélög hafi skuldsett sig markvisst vegna fyrirhugaðrar sam- einingar. „ísfirðingar hafa minnstan áhuga á þessari sameiningu. Þingeyringar hafa verið á fjárfestingarfilliríi vegna fyrirhugaðrar sameiningar. Þeir hafa tvöfaldað skuldir sínar með það fyrir augum að sameining verði að veruleika. Það er mjög erfið staða hjá þessum þremur sveitarfélögum; Flateyri, Þingeyri og Suðureyri, og veröi ekki af sameiningu er ekki spurning um hvort þau komast í greiðsluþrot heldur livenær," segir Sigurður Hafberg. Fermingar eru árviss viðburöur á vorin. Þótt flestir kjósi að fermast í kirkjum landsins kýs stór hópur fólks frem- ur borgaralega fermingu. Fyrsta borgaralega fermingin fór fram hér á landi 1989 og hafa alls 135 unglingar fermst á þann hátt. Um helgina voru 29 ungmenni fermd á þennan hátt í Ráðhúsinu í Reykjavík. Undanfarnar vikur hafa krakkarnir sótt námskeið á vegum Siðmenntar í siðfræði, mannlegum samskiptum, efahyggju og fleiru sem að gagni kemur í lífinu. DV-mynd JAK Hraðfrystistöð Þórshafnar: Góður hagnaður X W W X W ■■ X annað arið i roð Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Aðalfundur Hraöfrystistöðvar Þórshafnar var haldinn um helgina og þar kom fram að fyrirtækið skil- aði rekstrarhagnaði annað árið í röð. Hagnaðurinn á síðasta ári nam 41 milljón króna en var árið á undan 19 milljónir. Umskiptin frá árinu 1992 eru talsverð. Þá var tapið 32 milljón- ir. Velta fyrirtækisins var 961 milljón króna, nettóskuldir era 525 milljónir og eigið fé 49 milljónir. Jóhann A. Jónsson framkvæmda- stjóri segir að betri afkomu megi að verulegu leyti þakka því aö bræðsla á síld og loönu hafi aukist mjög síð- ustu árin. Að jafnaði starfaði 101 maður hjá fyrirtækinu á síðasta ári en talsvert fleiri í mestu toppunum. Þetta er hátt hlutfall þeirra sem búa á Þórs- höfn, íbúar þar eru um 500. Launa- greiðslur á síðasta ári námu 204 milljónum króna. „Útlitið fyrir árið í ár er í sjálfu sér gott en auðvitað kemur afkoman til með að ráðast af þáttum eins og þeim hvort við fáum mikið af síld og loðnu. En þegar á heildina er htið sé ég ekki ástæðu til annars en bjartsýni," segir Jóhann A. Jónsson. í dag mælir Dagfari Sljórnmál ganga í ættir íslendingar ganga að kjörborðinu eftir tvær vikur og greiða hinum ýmsu stjórnmálaflokkum atkvæði sín. Ekki síst stjórnmálaforingjun- um enda er farið að persónugera pólítíkina þannig að maður kýs ekki lengur Sjálfstæðisflokkinn heldur Davíð og maður kýs ekki Þjóðvaka heldur Jóhönnu og mað- ur kýs ekki Alþýðubandalagið heldur Ólaf Ragnar. Og jafnvel þótt almenningur og sauðsvartur kjósandinn þykist vera að gera upp hug sinn og skoð- anakannanir birtist nær daglega og ógurlegur spenningur ríki um úrslitin þá er þessi æsingur meira og minna ahur stormur í vatns- glasi. Og hann er óþarfur meö öhu vegna þess að kosningaúrslit munu verða nokkum veginn nákvæm- lega eins og síðast og þar áður og í kosningunum þar á undan. Kosn- ingamar munu fara eins og íslend- ingar hafa kosið í fjöratíu eða fimmtíu ár. Sjálfstæðisflokkurinn með sín 35 til 40%, Framsókn með sín 18 til 22%, allaballar og kratar með atkvæðafylgi á bihnu 10 til 15% og svo koh af kolli. Það eina sem mun breytast er fylgi Þjóðvak- ans, af því að hann er nýr, en Þjóð- vaki mun ekki gera annað en að höggva mátulega mikið í fylgi hinna vinstri flokkanna, sem hafa skipt samviskusamlega fylginu til vinstri á milli sín og þetta mun raska einhverju í bili af því að Jó- hanna kemur með nýtt framboð sem setur strik í reikninginn i bih. Og svo jafnar þetta sig út aftur. Það er heldur ekki nóg með að kjósendur haldi tryggð við flokka sína mann fram af manni og kyn- slóð eftir kynslóð. Flokkamir tefla fram sama fólkinu og úr sömu Qöl- skyldunum kynslóð eftir kynslóö. Þannig tók Bjöm Bjamason við þingsæti fóður síns og Guöni Ág- ústsson við þingsæti fóður síns og Jón Baldvin við þingsæti fóður síns og Steingrímur tók viö af Her- manni fóður sínum og Guðmundur sonur Steingríms mun taka við af Steingrími. Dagfari sér ekki betur en að Guð- mundur Steingrímsson sé orðinn formaður í Stúdentaráði sem er góður skóh fyrir upprennandi stjórnmálamenn og þá er þess að geta að Guðrún, dóttir Ólafs Ragn- ars Grímssonar, er inspector scholae í MR, sem líka er góður skóh fyrir upprennandi sljóm- málamenn, og ekki man Dagfari betur en að Þorsteinn sonur Davíðs hafi hka verið inspector scholae og svo er bara að bíöa í nokkur ár þangað til blessuð bömin verða orðin nógu fulloröin til að taka viö flokkunum af feðrunum og fjöl- skyldan sér um flokkinn og fólkið styður flokkinn og flokkurinn heldur áfram aö fá fylgi og fram- bjóðendur mann fram af manni og kynslóð eftir kynslóð. íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni og framtíð- in sér um sig og sína úr flölskyld- unum sem sflóma landinu og kosn- ingar era nánast óþarfar í ljósi þessa stöðugleika. Að minnsta kosti er óþarfi að æsa sig út af fram- boðum eða fylgi þegar þetta fehur aht saman í gamlan og góðan far- veg og þjóðin getur verið nokkurn veginn viss um það hvetjir takast á og hveijir eiga þjóðina og hveijir það eru sem taka við. Við verðum að vísu að bíða ein- hver ár eftir að krakkarnir verða stálpaðir en það er heldur ekki' komið neitt sérstakt tómahljóð í núverandi kynslóð og Ólafur Ragn- ar er vel ern og Björn er enn að bíða eftir ráðherrastóli og Stein- grímur er búinn að rýma sætið fyr- ir soninn og þetta er bara spurning um tíma. Flokkamir hafa nægan tíma enda fylgið traust og kosning- ar sanna það aftur og aftur að það er ekkert að óttast þótt ný kynslóð taki við af gömlu kynslóðinni og bömin erfa landið í fylhngu þess tíma sem það tekur þau að alast upp við forystustörf í sandkössum til að þjálfa þau fyrir alvörapólitík- ina. Tíminn hleypur ekki frá þeim frekar en atkvæðin og flokkarnir sem þurfa á þeim að halda. Og svo eru menn aö hafa áhyggj- ur af kosningaúrshtum! Það er miklu nær að fylgjast með bam- eignum og uppeldi í stjórnmálaflöl- skyldunum sem eiga flokkana og landiö og þjóðina og vonast til aö uppskeran verði góð í nýrri kyn- slóð og við skulum bara vona að bömin verði foðurbetrungar því að það er eina vonin um að okkur vegni vel í framtíðinni þegar þau taka við. Um það snýst póhtíkin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.