Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 7 Fréttir Vilja ekki að Almannavamir rannsaki sjálfa sig: Fórnarlömb Súðavík- urslyssins krefjast óháðrar rannsóknar - dómsmálaráðuneytið með erindi þeirra toguðust á 1 gegnum brotna rúðu Tveir menn voru fluttir á slysa- deild meö alvarlega áverka eftir slys í og við hús í Njarðvík laust eftir miðhætti aðfaranótt sunnu- dags. Tildrög málsins eru þau að annar mannanna braut rúðu með því að slá hnefa sínum í gegnum hana. Annar maöur, sem var inni í hús- inu, greip um hönd hans og toguð- ust þeir á í gegnum brotna rúðuna. Hlutu þeir báðir slæma áverka og voru fluttir á slysadeíd Borgarspít- ala. Engar skýringar á því af hverju maöurinn sló í gegnum rúðuna var að fá hjá lögreglu. -pp „Lögfræðingur okkar ritaði dóms- málaráðuneytinu bréf í síðustu viku þar sem hann krafðist þess fyrir okk- ar hönd að opinber og óháð rannsókn færi fram á Súðavíkurslysinu. Það á við um viðvörunarþáttinn fyrir slys og hreiijsunarstarfið og fleiri atriði eftir slysið," segir Hafsteinn Núma- son sem ásamt konu sinni, Berghnd Kristjánsdóttur, missti þrjú böm sín og aleigu í slysinu. Eins og DV skýrði frá á laugardag segir Hafliði Helgi Jónsson prófessor, sem sá um snjóflóðavarnir á Veður- stofu íslands 1979 til 1984, að hann hafi útbúið kort yfir hugsanlega skriðlengd snjóflóða. Þar hafi komið fram að við verstu aðstæður gæti komið flóð á þeim stað sem flóðið féll í Súðavík 16 janúar. Hafsteinn segir að rannsóknin veröi aö lúta að þætti Veðurstofunnar í málinu út frá því. „Það er svo margt óljóst í kringum þetta slys og alls kyns sögur á kreiki. Þetta þarf allt að koma upp á yfir- borðið. Við viljum ekki að rann- sóknaraðilinn rannsaki sjálfan sig. Almannavarnir ríkisins eiga ekki að rannsaka sjálfar sig í þessu máli,“ segir Hafsteinn. „Við viljum fá að vita af hverju áliti snjóflóðafræðings Veðurstof- unnar var stungið ofan í skúffu. Maður hefði ekki verið svona grandalaus hefði þetta verið vitað. Yfirvöld hafa í raun sagt okkur ósatt allan tímann. Þá finnst okkur skrýtið að þeir sem lenda í háskanum virð- ast missa allan rétt til eigna sinna,“ segir Hafsteinn. Arnmundur Backman lögfræðingur ritaði bréfið. Auk þeirra Hafsteins og Berglindar undirrita það Þor- steinn Öm Gestsson og Sigríður Rannveig Jónsdóttir sem misstu eins árs dóttur sína og foreldra Þorsteins í slysinu. „Það er ekki spurning að það fór eitthvað úrskeiðis einhvers staðar í kringum þetta slys. Það væri í hæsta máta undarlegt ef við krefðumst ekki rannsóknar. Það verður allt að koma upp á yfirborðið," segir Sigríður RannveigJónsdóttir. -rt Framboðsfundi 1 Reykjanesi aflýst: Gestir gripu í iómt eftir 140 kílómetra akstur - dónaskapur, segir Sigurjón á Hrafnabjörgum „Það var einn frambjóðandi mætt- ur þarna og það var heimamaður. Ég spurðist fyrir um þetta en var sagt að þeir hefðu látið vita í Súðavík að fundinum væri aflýst og tahð það nóg að halda fund þar. Það hentar ekki fólki hér inni í Djúpi að aka 400 kílómetra leið, það hljóta allir að sjá,“ segir Sigurjón Samúelsson, bóndi á Hrafnabjörgum í Laugardal, sem ók ásamt Jóni Helga Karlssyni, bónda að Birnustöðum, rúmiega 70 kílómetra leið í Reykjanes til að hlýða á boðskap frambjóðenda. Fundurinn hafði verið auglýstur og átti að vera á fóstudaginn. Þegar þeir félagar komu til fundar eftir ferðalag á snjósleða og bíl gripu þeir í tómt og búið var að afboða fundinn. Sigur- jón segir þetta vera einskæran dóna- skap af hálfu frambjóðenda. Hann segir annan fund enn ekki hafa verið boðaðan. „Þetta virðist ekki skipta þá neinu máli. Þeir vilja ekkert þessi atkvæði.- Þetta er auðvitað ekkert annað en dónaskapur og lítilsvirðing við það fólk sem hérna býr,“ segir Siguijón. -rt Skynsamlegar fe r mingar gj afir HLJÓMTJEKJASAMSTJEaUR Mini Mikro LENCO PPS 2033 3ja diska geislaspilari. Utvarp, ttegulband. Fjarstýring. 200 w pmpo. Ath. Verð aðeins kr. 29.900 stgr. LENCO PPS 2024 1 disks geislaspilari. Utvarp með 20 stöðva minni. Segulband. Fjarstýring með öllum aðgerðum. 200 w pmpo. Verð aðeins kr. 35.900 stgr. Mini AX 345 3ja diska geislaspilari. Surroimd magnari. Tvöfalt kassettulæki. Utvarp. Fullkomin Qarstýring. Verð aöeins kr. 39.900 stgr. Ö3EÖMX92 Surroiuid magnari, fjarstýring, 16 bita geislaspilari. Utvarp með 19 stöðva mimii. Tvöfult kassettuta-ki. Tveir tvískiptir Iiátalarar. Verð aðeins kr. 39.900 stgr. BRÆÐURNiR ORMSSON HF Lágmúla 8, Sími 38820 Jón Helgi Karlsson á leið til framboðsfundar í Reykjanesi. Þegar hann og Sigurjón Samúelsson, bóndi að Hrafnabjörgum, komu til fundarstaðarins eftir langt og strangt ferðalag var búið að aflýsa fundinum. Með Jóni Helga á sleðanum er Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi á Laugabóli. DV-mynd Brynjar Gauti LOKSINS - EFTIR 800 AR 4 er PARMIGIANO REGGIANO KONUNGUR OSTANNA KOMINN TIL ÍSLANDS Ath. - Parmesan er ekki Parmigiano og Parmigiano er ekki Parmesan. Framleiðsla á Parmigiano Reggiano osti er undir strangasta eftirliti ítalskra yfirvalda og gefur það eftirlitsmönnunum lögregluvald til að koma í veg fyrir eftirlíkingar eða framleiðslusvik. Á hvert einasta stykki eru orðin PARMIGIANO REGGIANO brenni- merkt allan hringinn á lóðréttu hliðarnar. Þetta er trygging fyrir gæð- um ostsins og að hann sé ósvikinn. Dreifing er hjá Osta- & smjörsölunni, sími 691600. * The Only Cheese of Its Kind in the World, bls. 4. Nánari upplýsingar gefur KISILL h/f, matvörudeild, sími 15960.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.