Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Leikur Vals og KA fer fram í „sardínudósinni" í kvöld. Sjónvarpinu að kenna „Sjónvarpiö er aö gera það aö verkum að viö verðum að spila í Valsheimilinu." Brynjar Harðarson Valsari i DV. Úrslitaleikur í sardínudós „Það er alveg sama þótt úrslita- leikurinn verði að Hlíðarenda, í þeirri „sardínudós“.“ Patrekur Jóhannesson i DV. Segi ekki neitt „Það getur verið misskilið ef ég segi eitthvað." Þorbjörn Jensson þjálfari í DV. Ummæli Hefur oft guggnað „Ég held að hann sé töluvert á eftir mér. Hann hefur svo oft guggnað og er alltaf að flytja ræð- ur á kútmagakvöldum og öðru slíku og ræður ekki við sig.“ Davíð Oddson i Mánudagspóstinum um Össur og megrun þeirra. Taka málin úr höndum krata „í fimmta lagi verður að taka heilbrigðis- og utanrikisráðu- neytin úr höndum krata." Stefán Valgeirsson í DV. Þörf er á hugar- farsbreytingu „Það þarf fyrst og fremst hugarf- arsbreytingu hjá hinum liðunum. Það er komin í þau hálfgerö minnimáttarkennd gegn Suður- nesjaliðunum." Tómas Holton körfubottamaður í DV. Mesti fjallgarður á iandi er Hima laja-Karakoram. Mestu fjallgarðamir Mesti fjallgaröur á landi er Himalaj a-Karakoram fjallgarð- urinn en í honum eru 96 af þeim 109 tindum sem gnæfa hærra en 24.000 fet (7315 m). Nafnið Hima- lája er komið úr sanskrít. Him táknar snjó og alaja heimkynni. Mestur allra fjallgarða hnattar- ins er samt neðansjávarhryggur- inn Cordillera í Indlandshafi og Austur-Kyrrahafi sem teygist 30.900 km leið frá Adenflóa til Kalifomíuflóa eftir hafsbotnin- um milli Ástralíu og suður- Blessuð veröldin skautsins. Meðalhæðin er 2430 metra yfir botnsléttunrii í kring. Brattasti klettaveggurinn Fjallið Rakaposhi (7772 m) gnæfir þverbratt, 5990 m hátt, yfir Hunzadal í Pakistan. 10 km eru í lárétta stefnu frá fjallsrótunum inn undir hátind fjallsins og með- alhalli er 31°. Norðvesturveggur HalfDome í Yosemite í Kalifomíu er 975 m breiður og 670 m að hæð en víkur hvergi meira en 7° frá lóðréttri stefriu. Klettaveggur þessi var fyrst klifinn í júlí 1957 af þremur Bandaríkjamönnum. El og slydda I dag verður suðaustangola eða kaldi suðvestanlands en suðvestangola eða kaldi annars staðar. Um landið sunn- an- og vestanvert verða víða dálítil él fram eftir degi en síðan slydduél. Norðanlands og austan verður létt- Veðrið í dag skýjað. I nótt verður sunnankaldi eða stinningskaldi og skúrir sunnan- lands og vestan en skýjað með köfl- um norðaustan til. Veður fer hlýn- andi. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan gola eða kaldi í dag en kaldi eða stinningskaldi í nótt. Veður fer hlýnandi og síðdegis verður orðið frostlaust. Sólarlag í Reykjavík: 20.06 Sólarupprás á morgun: 6.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.07 Árdegisflóð á morgun: 5.28 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -14 Akurnes léttskýjað -8 Bergsstaðir léttskýjað -10 Keílavíkurflugvöllur rign. á síð. klst. -4 Kirkjubæjarkla ustur skýjað -5 Raufarhöfn léttskýjað -13 Reykjavík skýjað -4 Stórhöfði skýjað -1 Helsinki . snjóélásíð. klst. -1 Kaupmannahöfn léttskýjað -1 Stokkhólmur skýjað -5 Þórshöfh skýjaö -5 Amsterdam snjóélásíð. klst. 2 Berlín skýjað -1 Feneyjar alskýjað 5 Frankfurt léttskýjað 0 Glasgow snjókoma 1 Hamborg snjóél -1 London alskýjað 2 LosAngeles heiðskírt 15 Lúxemborg hálfskýjað -3 Mallorca alskýjaö 11 Montreal heiðskírt -1 Nice léttskýjað 8 París skýjað 0 Róm rign.ásíð. klst. 8 iksdómari: 1 r r pvieg „Þaö hefur ekkert veriö öðruvísi að dæma í þessari úrslitakeppni en í sams konar keppni áður. Það fylg- ir ávallt mikill hiti og æsingur þeg- ar möguleiki er á þvi að annað liö- ið detti út úr keppninni," segir Rögnvald Erlingsson handknatt- leiksdómari en hann mun ásamt félaga sínum, Stefáni Amaldssyni, dæma viðureign Vals og KA sem fram fer að Hlíðarenda í kvöld. Maður dagsins Rögnvaid hefur verið handknatt- leiksdómari í nítján ár og hefur einnig, ásamt Stefáni Arnaldssyni félaga sínum, dæmt á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í heims- meistarakeppnum: „Þaö hefur orð- ið mikil breyting frá því ég hóf fyrst að dæma, Nú eltir Sjónvarpið öll vafaatriði uppi og sýnir þau marg- oft. Áður vom þetta bara tvö til þrjú dagblöö sem fjölluöu um leik- inn og þá á mun léttari nótum en gert er í dag. Nú em leikimir miklu meira í umræðunni og þaö sem vió Rögnvald Erlingsson þurfum að ákveða á sekúndubroti er hægt að sýna hægt í sjónvarpi. Það er aldrei gaman að gera mistök en verði okkur á mistök veröur bara að hafa það. Við reynum að gera okkar besta og þaö er leiðin- legt ef það kemur í Ijós eftir á að rangt var dæmt.“ Rögnvald var spurður hvort dómarastarfið væri ekki vanþakk- látt starf: „Jú, og sérstaklega á ís- landi. Þetta hefur reynslan af því að dæma erlendis sýnt mér. En 19 árum auðvitað kemur fyrir, eins og á Akureyri um síðustu helgi, að leik- urinn gengur vel fyrir sig og þeir sem töpuðuþar tóku tapinu af karl- mennsku, þannig að víð þurftum ekki að hafa upp á neinn að klaga.“ Rögnvald hefur dæmt á alþjóð- legum vettvangi í niu ár og þá með Stefáni félaga sínum: „Við emm búnir að dæma saman í fimm ár en vomm fyrst saman fyrir níu árum en geröum tveggja ára hlé á samstarfi okkar.“ Rögnvald sagði aðspurður að hann væri farinn að telja það í mánuðum hvenær hann hætti: „Þetta er að verða gott. Ég mun dæma í heimsmeistarakeppninni í vor en eftir það mun ég fastákveða það hvort ég hætti þá eða eftir ein- hvern mánaðafjölda. Ég er búinn að upplifa allt sem hægt er að upp- lifa í þessu og kominn timi til að snúa sér að ööru.“ Rögnvald er framkvæmdastjóri hjá innflutningsfyrirtækinu Vöru- kaup. Eiginkona hans er Helena Kristjánsdóttir og eiga þau þrjú böm. -5* Valur-KA-úr- slitaleikurinn Það hefur míkið gengið á í við- ureign Vals og KA í úrslitahrin- unni um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Pjórum leikjum er lokið og hefur hvort félag um sig ínnbyrt tvo sigra og hafa þrír leikamir endað með eins marks mun. Fimmti leOmrinn og hreinn úrslitaleikur verður á heimavelli Vals aö Hlíðarenda í kvöld og veröur ömgglega heitt í kolunum því spennan er komin i hámark og nú er að duga eða drepast. Valsmenn sem eru núverandi ís- landsmeistara njóta þess að vera á heimavelli og þaö hefur ekki haft lítið að segja í leikjum hingað til en KA hefur engu að tapa og gefa örugglega ekkert eftir. Skák íslensku keppendumir hafa átt mi- sjöfnu láni aö fagna á Norðurlanda- og svæðamótinu sem fram fer á Hótel Loft- leiðum. í meðfylgjandi stöðu hafði Helgi Ólafsson svart gegn Sune Berg Hansen. Síðasti leikur hvíts var að setja hrók á fl og Helgi gætti sín ekki á hótuninni: Skákin tefldist 18. - a4?? 19. Bxh7 + ! ' Rxh7 20. Dh5 og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Danski spilarinn Peter Lund fékk sérstök verðlaun fyrir úrspil í þessu spili á Dan- merkurmeistaramótinu í sveitakeppni. í þessu spili náði hann fram tvöfaldri kast- þröng og sýndi jafnframt góð sálfræðileg tilþrif sem afvegaleiddu vömina í þessu spili. Samningurinn var 4 spaðar og út- spil suðurs var hjartaþristur: ♦ KD75 V K1096 ♦ G82 + 54 ♦ 92 V 5 ♦ Á1054 + G109862 V DG732 ♦ K96 vi ♦ Á1086 V Á84 ♦ D73 + ÁD3 Vörnin var nokkuð hjálpleg í útspilinu en þó hvergi nærri 10 slagir mættir. Lund fékk slaginn á áttuna heima, tók þrisvar tromp og spilaði síðan tigulgosanum úr blindum. Sú spilamennska var ekki sjálfsmorðshugleiðing, heldur ákveðin blekkispilamennska og austur, sem fór upp með ásinn, dreymdi ekki um að spila tígh áfram. Austur spilaöi laufgosa, drottning heima, vestur drap á kónginn og spilaði laufi áfram. Lund trompaði lauf í blindum, tók hjartaás og staðan var þessi: V K10 ♦ 82 + -- * -- V DG ♦ K9 + -- * -- V -- ♦ 105 + 109 * 10 V 4 ♦ D7 + -- Síðasta trompið setti vestur í óverjandi þvingun. Honum leist ekki á að henda hjarta og þegar hann henti tígli var hjartatíunni hent í blindum og tígU spU- að. ísak örn Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.