Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Neytendur DV skoðar fjölbreytta flóru fermingartískunnar: Kjólar, pils, jakkaföt, og groddaralegir skór - nú er það notagildið sem ræður ferðinni Tími ferminganna er nú runninn upp eins og flestir vita en þessum merka viðburöi fylgir töluvert til- stand. Að mörgum er að hyggja hjá fermingarbarninu og fjölskyldu þess svo að dagurinn megi vera sem eftir- minnilegastur. Eitt af þeim atriðum sem þarf að vera í lagi er fatnaður fermingarbarnsins. Tískan í fermingarfötum breytist eins og annað en það er ljóst að tíminn þegar fermingarfötin voru notuð einu sinni er löngu liðinn. Nú hefur fólk hagkvæmnina í fyrirrúmi um leið og það getur valið úr fjöl- breyttari flóru fatatískunnar. DV fór á stúfana og kannaði laus- lega hver væru vinsælustu ferming- arfötin í ár og fékk einnig upplýs- Talaðu við okkur um BILARETTINGAR BÍLASPRAUTUN Vartni Auðbrekku 14, sími 64 21 41 Verö 39,90 mln Taktu þátt! Þú gætir unniö nýútgefna bók um Ne11 frá Úrvalsbókum og bíómiða fyrir tvo á kvikmyndina Ne11 sem verið er að sýna í Háskólabíói. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV- dagskrá, bíómyndir og myndbönd sem fylgdi DV sl. fimmtudag. HASKOLABIO Tískan í fermingarfatnaðinum breytist á milli ára og núna virðist fjölbreytileikinn allnokkur ef borin eru saman URVALSIiMlia svör viðmælendanna í DV í dag. ingar um verðlagið á þessum sömu fötum. Þá var líka spurt um skófatn- aö í leiðinni en í þessari úttekt var hvorki lagt mat á gæði eða þjónustu. Skærir litir „Teinóttir jakkar eru mest teknir núna og við þá eru hafðar hvítar Kína-skyrtur og há vesti, svört eða teinótt, og svartar buxur. Jakki og buxur í þessum fatnaði er frá 14.800 kr. Við seljum líka skó en þaö er mest tekið af grófum skóm með stáltá en þeir kosta frá 3.900 kr. Þessi tíska er sú sama og er í gangi hjá eldri herrum," segir Geir Borgar í Sautján um fermingarfötin á strákana í ár. „Það sem er vinsælast eru aðallega stuttir skokkar og stuttir kjólar og síðar kjólar. Þetta eru í teygjuefnum í skærum litum en í fyrra var þetta allt ööruvísi. Skokkarnir eru frá 4.900 og stuttir kjólar á 5.500 og síðir á frá 5.900 kr. Svo erum við lakkskó á kr. 3.900 en rauðir og svartir slíkir eru mjög vinsælir," segir Ingibjörg Þorvaldsdóttur um fötin fyrir stelp- urnar í Sautján. Ekki hefðbundir kjólar „Mér sýndist þetta aðallega vera kjólar og pils og þröngir toppar. Tísk- an í fyrra var svolítið öðruvísi. Núna er þetta meira þannig að þær blanda þessu saman og kaupa meira prakt- ískt. Þetta eru ekki lengur hefð- bundnir fermingarkjólar. Þær kaupa jafnvel síð svört pils ef út í það er farið,“ segir Marta Bjarnadóttir, kaupmaður í Evu, Galleríi og Centr- um. Marta sagðist t.d. eiga kjóla á ferm- ingarstúlkur á 6.900 kr. Hún selur líka skó fyrir þær og kosta þeir 6.900 og 7.500 kr. Praktískur fatnaður „Það er alltaf þessir stöku jakkar og vesti og síðan buxur. Það er eitt- hvað um að menn séu með jakkaföt en ég held að strákarnir noti frekar þessi stöku föt eftir ferminguna og það er því praktískara. Við vorum með jakkaföt í fyrra en það var bara ekki mikið keypt,“ segir Valtýr Helgi Diego, verslunarstjóri í Blazer. Jakkarnir hjá honum kosta 7.900 kr. og skyrtur á 2.500 kr. Þá eru bux- umar á 4.500 kr. Grófar peysur „Jakkaföt með síða skyrtu innan undir eru vinsælust hjá strákunum og grófir, groddaralegir skór. Núna er rosalega mikið um ljósa liti hjá strákunum. Fötin eru á 8.990 kr. og DV-mynd ÞÖK skyrtan á 2.490 kr.,“ segir Sara Odds- dóttir í Kókó. „Hjá stelpunum er mikið um glans- efni. Stuttir skokkar og kjólar eru vinsælar. Grófar peysur og síð pils í sterkum litum. Pilsin eru á kr. 4.790, peysur á kr. 3.990 og stuttir skokkar frá 4.490. kr.“ VerðkönnunDV: ÓdýraraíMið- bæjarmyndum í verðkönnun DV á framköllun á 24 mynda litfilmu sl. föstudag kom fram að boðið er upp á slíkt í Miðbæjarmyndum í Lækjargötu 2. Sagt var að slikt kostaði 1.162 kr. og væru myndirnar tilbúnar á einni klukkustund og með fyigdi 24 mynda fiima. Þetta er allt saman satt og rétt en nú er komið á daginn að sama dag og niðurstöður könnunaj- blaösins voru birtar tók gildi nýtt tilboð hjá Miðbæjarmyndum. Fyrrnefnt verð gildir en einnig er lrægt að láta framkalla þar ht- filmu, 24 eða 36 mynda, gegn 610 kr. þóknun. í því tilboöi tekur framköllunin 2-3 daga og filma fylgir ekki með. Morgunógleði Morgunógleði er eitthvað sem margar barnshafandi konur þekkja vel. Við ógleði eru til ýmis ráð og eitt þeirra er að forðast steiktan og feitan mat. Sagt er að líkaminn sé lengur að melta slika fæðu og því verði hún lengur í maganum. Reyndar er það svo að ógleðin getur gert vart við sig á fleiri tímum dagsins. Konur geta t.d. verið slappar á kvöldin að afloknum löngum vinnudegi og eins getur tiltekinn ilmur vald- ið þessari ógleði. Annað ráð sem er aö finna í Læknabókinni er að bæta sykri í blóðið með þvi að borða einfaldar sykurtegundir. Mælt er með sykri sem er hálfkloíinn en hann mun t.d. fást úr vínberjum og appelsinusafa. Tannagnístur H1 eru ráð við tannagnístri, eitt þeirra er að halda munninum í heilbrigðri hvíldarstellingu að degi til. Þeim sem gnísta tönnum um nætur er bent á að maula epli rétt fyrir sveftiinn. Einnig má notast við hrátt blómkál eða hráar gulrætur hlutverk vítamína Efnaskipti B-1 Þíamín Helsta hlutverk: Tekur þátt í efna- skiptum kolvetna og próteina. Uppspretta: Heilhveitibrauö og aðrar kornvörur, kjöt. DV JÍJlilr" Saltkjöt og baunir meö grænmeti. Handa fjórum til sex 1 kg saltkjöt, ekki allt of magurt 500 g gular baunir 1 lárviðarlauf 1 lítill laukur, saxaður 2 gulrætur, skornar I sneiðar má sleppa 1 rófa, skorin í bita 5 kartöflur, skornar í bita 1 tsk þurrkuð steinselja 1/2 tsk þurrkað timjan 1/2 tsk þurrkuð kryddmæra (meiran) Baunirnar eru látnar liggja í bleyti í nægu köldu vatni í 8-12 klst. Kjötið er soðið í vatni svo að fljóti yfir. Fitan á kjötinu er ekki skorin burt fyrr en síðast. Froðan veidd vandlega ofan af þegar sýður. Kjötið er soðið í 30-45 mínútur eða þar til það er meyrt og losnar rétt aðeins frá beinunum. Vatninu er hellt af baununum. Þær eru settar í stóran pott og hellt á þær 1-1 1/2 I af vökva; soði af kjötinu blönduðu með vatni eða grænmetissoði. Fleytið vel ofan af. Laukur og lárviðarlauf er sett út í og látið sjóða við vægan hita í um 30-40 mínútur eða þar til baunirnar verða að mauki. Fylgjast þarf með baununum svo að þær brenni ekki við, en best er samt að hræra ekki of mikið í þeim. Undir lokin er bætt við kryddjurtum. Grænmetið er annaðhvort soðið hæfilega lengi með baununum eða sér í potti, en soðið er þá notað í súpuna. Grænmetið má ekki verða mauksoðið. Kjötið er skorið frá beinunum, snyrt og skorið í litla bita og sett út í baunirnar og grænmetinu bætt við et það er soðið sér, Bætt er við meira soði eða vatni þar til baunirnar þykja hæfilega þykkar og hæfilega saltar. Borið fram rjúkandi heitt, öll máltíðin í einum potti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.