Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 1 50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Tveggjaheimaþjóð Sveigjanleiki okkar greinir okkur frá meirihluta auð- þjóða heims. Við búum í sambýh við náttúruna og höfum samt að nokkru leyti náð tökum á stafrænum atvinnu- vegum, sem verða þungamiðja í störfum auðþjóða um og eftir næstu aldamót. Við erum tveggjaheimaþjóð. Erlendar auðþjóðir hafa misst meira af sambandi sínu við fortíðina. Þar er fólk, sem snæðir hamborgara af kúm og fer í mótmælaaðgerðir til stuðnings hvölum. Þetta eru þjóðir, sem voru lengi búnar að lifa af iðnaði og kaup- sýslu, áður en þjónusta varð höfuðatvinnugrein þeirra. Við höfum hins vegar stokkið beint úr fortíðinni inn í framtíðina án þess að staldra mikið við í nútímanum. Hátt hlutfall þjóðarinnar kann til verka til sjós og lands, þar sem náttúruöflin leika veigamikið hlutverk. Mikill hluti íslendinga gáir enn til veðurs á hverjum morgni. Náttúran lætur ekki að sér hæða. Snjóflóð minna okk- ur á erfitt sambýli við náttúru sjávarsíðunnar. En ekki þarf slíkar hamfarir til þess að valda sjómönnum erfið- leikum. Á hveijum vetri láta menn lífið við að draga björg í bú, alveg eins og verið hefur frá ómunatíð. Skipsbrúin er raunar orðin að snertifleti náttúru og stafrænu. Utan við gluggann hamast Ægir konungur, en fyrir innan mala tölvumar hver upp af annarri. Brúin lítur raunar víða út eins og stjórnstöð í geimfari bíómynd- anna. Fiskveiðar eru orðnar að hátæknigrein. Sjómenn standa að jöfnu í báðum heimum, í heimi náttúrunnar og heimi stafrænunnar. Starfsskilyrði þeirra spanna fortíð og framtíð. Þetta geta menn, af því að þeir eru sveigjanlegir, og þeir verða af þessu sveigjan- legir. Veiðimaður og tölvutæknir eru einn og sami maður. Spennan milh fortíðar og framtíðar er ekki svona hvöss í landbúnaði, af því að tölvutæknin er ekki komin þar á eins hátt stig og í sjávarútvegi. En bóndinn býr þó í senn í sambýh við náttúruna og við aragrúa af tækjum, sem gera hann að eins konar tækjafræðingi. Flestir þéttbýhsbúar á íslandi eiga rætur í öðrum hvor- um jarðveginum eða báðum, veiðimennskunni til sjávar og hjarðmennskunni til sveita. Þetta mótar afstöðu okkar til nútímans og framtíðarinnar. Við erum veiðimenn og hjarðmenn í hugsun, en ekki ræktunar- og iðnaðarmenn. Þetta er bæði kostur og gahi. Það veldur á ýmsan hátt erfiðleikum í efnahagshfinu, að íslendingar taka aha hluti með trompi, en vantar aftur á móti seigluna. Við sökkvum okkur í ævintýri nýrra atvinnugreina, en lend- um oft á skeri, þegar reynir á úthald og útsjonarsemi. Um leið og veiðimennskan og hjarðmennskan í hugsun okkar veldur okkur erfiðleikum í nútímanum, skapar hún okkur möguleika í framtíðinni. Sjómannsþjóð á sum- part betri möguleika á tölvuöld en ræktunarþjóð og stór- iðjuþjóð. Hún hefur sveigjanleikann með sér. Veiðimennskan og hjarðmennskan er mótuð af hvik- lyndi náttúrunnar, sem kallar á sveigjanleika og hæfni til skyndilegra ákvarðana. Veiðimennskan og hjarð- mennskan gefa góðan efnivið í braskara og uppfinninga- menn, hugbúnaðarhöfunda og sölumenn norðurljósanna. Náttúran hefur vanið okkur við að taka skyndilegar ákyarðanir og gera skyndilegar breytingar á ákvörðun- um. Þetta viðhorf hentar í ýmsum nýjum atvinnugrein- um, sem horfa til framtíðarinnar, þótt það hafi verið okkur íjötur um fót í heföbundnum nákvæmnisiðnaði. Þannig stöndum við öðrum fæti í fortíðiimi og hinum í framtíðinni. Við erum í senn böm náttúrunnar og böm stafrænnar tölvualdar. Við erum tveggjaheimaþjóð. Jónas Kristjánsson Þrátt fyrir niðurskurð á þorskafla allt kjörtímabilið og lágt afurðaverð hefur tekist að leggja grunn að nýrri sókn i atvinnu- og efnahagsmálum, segir greinarhöfundur. Lofað upp i ermina KjaUajinn Björn Bjarnason alþingismaður eins og kratar gera, þegar þeir reyna að selja ESB-aðild í matar- körfu, yrði fljótt að loka verslun sinni. Línur skýrast Við sjálfstæðismenn leggjum verk okkar á kjörtímabilinu óhikað undir dóm kjósenda. Tekin hafa verið öll tvímæli um það, að þrátt fyrir niðurskurð á þorskafla allt kjörtímabihð og lágt afurðaverð á fyrri hluta þess hefur tekist að leggja grunn að nýrri sókn í at- vinnu- og efnahagsmálum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir, að á ár- inu 1994 hafi orðið grundvallar- breyting í íslensku efnahagslífi og nú virðist þjóðarbúskapurinn hafa náð sér að fullu eftir þá kyrrstöðu, sem ríkti árin 1988 til 1993. Hag- „Hagvöxtur er orðinn svipaður hér og í öðrum auðugustu ríkjum heims. Þess- ari þróun viljum við sjálfstæðismenn halda áfram undir kjörorðin: Betra ís- land!“ Þegar Davíð Oddsson settist í stól forsætisráðherra var það eitt fyrsta verk hans að ráðast gegn sjóða- sukkinu. Vegna þeirrar atlögu spratt mikil umræða um svokallað- an fortíðarvanda. Það kom nefni- lega í ljós, að undir verndarvæng Framsóknarflokksins hafði verið stofnað til stórskulda á vegum alls kyns opinberra sjóða. Þetta voru í raun opinberar óreiðuskuldir. Námu þær allt að 18 milljörðum króna. Framsókn og sjóðasukkið Undir forystu Davíðs Oddssonar var tekið á þessum fortíðarvanda. Sjóðasukkinu var hætt. Skuldirnar voru rétt færðar og hætt feluleikn- um. Hann fólst í því að blekkja skattgreiðendur, sem að lokum þurfa að borga brúsann. Nú bregður svo við, að framsókn- armenn fara um land allt og halda áfram að lofa upp í ermina á sér á kostnað skattgreiðenda. Enn á ný er ætlunin að koma á fót opinber- um millifærslusjóðum. Hér í Reykjavik gengur Finnur Ingólfs- son, þingmaður Framsóknar- flokksins, á milli funda og lofar milljarði í þetta og öðrum milljarði í hitt, án þess að nefna nokkru sinni, hvemig á að standa í skilum. Framsóknarflokkurinn gerir að nýju út á sjóðasukkið. Kratar og landbúnaðarverðið Menn þurfa ekki að fylgjast náið með stjórnmálum til að hafa áttað sig á því, aö fyrirheit um lækkun á landbúnaðarvörum er helsta kosningabragð Alþýðuflokksins. Með þetta loforð á vörunum í nafni aðildar að Evrópusambandinu leit- ast frambjóðendur flokksins við að ná til kjósenda á nýjum forsendum eftir mikla flokkslega niðurlæg- ingu. Við upphaf lokahrinu kosninga- baráttunnar blasir hins vegar við öllum að með þessu eru kratar ekki aðeins að lofa upp í ermina á sér. Þeir fara einfaldlega meö rangt mál. Annars vegar er byggt á úrelt- um tölum frá Hagfræðistofnun Háskóla íslands hins vegar er miðl- að haldlausum upplýsingum um þróun landbúnaðarverðs í Svíþjóð og Finnlandi eftir aðild þessara landa að Evrópusambandinu. Við, sem höfum kynnst landbún- aðartah krata á kjörtímabilinu og hvemig þeir hafa reynt að slá ryki í augu neytenda með því, undrumst ekki, að nú komi enn í ljós, hve glannalega kratar fara með það, sem þeir kalla staðreyndir. Sá kaupmaður, sem byði vörur sínar vöxtur er orðinn svipaður hér og í öðrum auðugustu ríkjum heims. Þessari þróun viljum við sjálfstæð- ismenn halda áfram undir kjörorð- inu: Betra ísland! í kosningunum geta kjósendur valið flokka, sem lofa upp í ermina á sér, og þurfa síðan að vera fjórir eða fimm saman til að mynda meirihluta á Alþingi. Kjósendur geta einnig valið flokk, Sjálfstæðis- flokkinn, sem axlar áhyrgð og get- ur einn lofað því að standa við orð sín um að halda áfram pólitískum og efnahagslegum stöðugleika. Björn Bjarnason Skoðanir annarra Þróunin á bensínstöðvum „Þröngar heilbrigðisreglugerðir hafa komið í veg fyrir að vöruval á bensínstöðvum hérlendis hafi tek- ið sömu þróun og á bensínstöðvum annars staðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Við erum mörgum árum á eftir í þessari þróun, en erlendis hafa bensínstööv- ar tekið að nokkru leyti við hlutverki kaupmannsins á horninu. Fyrirtæki eins og Irving fylgja þessu fyrir- komulagi og ég reikna með að okkar bensínstöðvar þróist einnig í þá átt að nálgast klukkukbúðir." Geir Magnússon, forstj. Olíufélagins hf., í Tímanum 25. mars. Kvóti í höndum fárra? „Allt tal um að kvóti sé að færast á fárra manna hendur fær vart staðist þegar stærsti kvótaeigandinn á aðeins um 3,6% af heildaraflamarki, mælt í þorskí- gildum, og stærstu kvótaeigendur eru yfirleitt fjöl- menn almenningshlutafélög. Það er mín trú, að matvælaframleiðendur í sjávarútvegi þurfi að auka umsvif sín töluvert umfram það sem nú er til þess að geta staðist samkeppni í alþjóðaviðskiptum, og að efri mörk kvótaeignar séu þrefóld til fjórfóld eign stærsta kvótaeiganda í dag.“ Magnús Magnússon, verkfr. og útgerðarstj. ÚA, í Vísbendingu 23. mars. Sjóðasukksleiðin „Sjóðasukksleiðin á sér ekki marga formælendur í dag. Hins vegar hefur mönnum gengið erfiðlegar að losa sig við leifar hinnar gömlu landbúnaðar- stefnu, sem er annar stóri þátturinn í þeirri landbún- aðarstefnu, sem hér hefur verið rekin áratugum saman. Þetta á ekkert síður við um Morgunblaðið en aðra. Það er fyrst á síðustu árum, sem Morgun- blaðið hefur snúið baki við þeirri heíðbundnu land- búnaðarpólitík, sem hér hefur ráðið ríkjum." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 26. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.