Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Spumingin Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú minnst álit? Sigurður Sigurðsson kaupmaður: Ég hef minnst álit á Halldóri Ásgríms- syni því hann er ekki sjálfum sér samkvæmur í stefnu sinni og flokks- ins. Magni Sigmarsson tónlistarnemi: Ég hugsa voðalega lítið um þetta. Brynhildur Garðarsdóttir húsmóðir: Það er úr vöndu að ráða. Ég held að ég hafi minnst áht á Kristínu Ást- geirsdóttir, Kvennalista. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir nemi: Það er mjög erfitt að velja, þeir eru svo margir. Gunnar Gunnarsson, umboðsmaður Olis: Ætli ég hafi ekki minnst álit á Jóni Baldvini Hannibcdssyni. Margrét Albertsdóttir, starfsmaður íslandsbanka: Ég hef til dæmis ekk- ert álit á Friðriki Sophussyni því mér finnst hann of harður og einstreng- ingslegur. Lesendur Réttur íslenskra ríkisborgara Vandamálið er ekki frystiskipin sem slík heldur að þau eru of mörg, segir m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: í áratugi hafa íslendingar fryst fisk til útflutnings. Lengst af hefur þessi starfsemi átt sér staö í landi. En hin síðari ár hefur orðið á þessu nokkur breyting í þá átt að frystingin flyst æ meir út á sjó. Sú spurning hlýtur að vakna hvers landverkafólk eigi að gjalda í þessum efnum. Stundum heyrist því fleygt hvort ekki sé rétt að skikka þessi skip út fyrir landhelgismörkin, en láta síðan önnur skip, t.d. íslensk ísfiskskip, veiða kvóta þeirra innan hennar sem næst yrði unninn í húsunum. Þetta eru sjónarmiö út af fyrir sig. En þarna eru meinbugir á þegar grannt er skoðað. í fyrsta lagi eru umrædd skip hingað komin á löglegan hátt. Eigendur þeirra hafa aflaö sér tilskil- inna leyfa hjá réttum yfirvöldum. í þessu skjóli hlýtur þeirri spurn- ingu aö skjóta upp hvort menn geti yfirleitt sagt viö þessa ákveðnu ís- lensku aðila er gera frystitogarana út: Nú hefur kvótinn hjá okkur minnkað svo mikið að við sjáum okkur ekki annaö fært en að vísa ykkur út fyrir 200 sjómílna mörkin. - En þetta myndi stangast illilega á við almenn lög um vernd borgar- anna. Málið er því það að við sitjum uppi með þessi skip hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þess vegna verð- um viðjíka að leyfa þeim að stunda veiðar innan landhelgismarkanna eins og íslensk lög bjóða öðrum ís- lenskum veiðiskipum að gera. Það er ekki útgerðarmönnum að kenna þótt stjómvöld eða aðrir sem með völdin og leyfisveitingar fara sjái ekki fram fyrir nef sér í þessu máli og hafi þar af leiðandi ekki séð vandkvæðin sem skapast geta með of mörgum frystitogurum. En vanda- málið er ekki frystiskipin sem slík. Vandamáliö er að þau eru of mörg. Viö getum því sett lög er banna fjölg- un á þessari atvinnustarfsemi, en að setja lög er draga menn augljóslega í dilka og mönnum mishátt undir höfði er hlutur sem ekki kemur til greina í íslensku samfélagi. Ábyrgð á aff leiðingum verkfalls Ársæll Másson skrifar: Þriðjudaginn 21. mars skrifar Jón- as Kristjánsson ritstjóri forystugrein DV undir fyrirsögninni „Ábyrgð á verkfallstjóni“. - Hann kemst að þeirri niðurstöðu að nemendur muni hugsanlega eiga skaðabótakröfu á kennarasamtökin vegna þess að þeir séu saklaus þriðji aðili í yfirstand- andi verkfalli kennara. Hann rökstyður mál sitt á eftirfar- andi hátt: 1. Hitler réðst inn í Pólland vegna þess að Pólverjar vildu ekki „fallast á fáeinar kröfur sem hann taldi hógværar". - 2. Með orðum Jón- asar: „Farþegi var ósáttur við að vera fórnarlamb verkfalls og sótti rétt sinn, ekki til þess, sem vinna var stöðvuö hjá, heldur til félagsins, sem verkfallið framdi. Farþeginn vann mál sitt og verkalýðsfélagið var dæmt til að greiða honum skaðabæt- ur fyrir að missa af flugi“. - 3. Af þessu dregur svo Jónas þá ályktun að í kennaradeilunni séu það kenn- arasamtökin sem eru „fram- kvæmdaaöili" verkfallsins, og beri þau því ábyrgð á öllu tjóni sem verk- fallið veldur, a.m.k. gagnvart þriðja aðila, sem nemendur vissulega eru. Kennarar geti ekki beitt sömu rökum og Hitler, að verkfalliö eða innrásin sé því aö kenna aö ekki hafi verið fallist á kröfur þeirra enda segi dómsvaldið annað, sbr. dóminn á Suðumesjum. Ég tel að aðgerð sem til eru lög yfir hvernig skuh framkvæma jafnist ekki á við innrás Hitlers í Pólland, og er greinilegt að við Jónas lítum verkfall mismunandi augum. Ég hef aldrei „framið" verkfall, og vona að ég eigi ekki eftir að fremja margt á lífsleiðinni. Jónas fær engan lög- fræðing öl þess að samsinna því að kennarasamtökin beri alla ábyrgð á afleiðingum deilunnar. Lagalega hliðin er nefnilega skýr; þaö er skylda ríkisins og sveitarfé- laganna að sjá nemendum fyrir skólavist. Dæmið af Suðurnesjum er ekki betra. Sá dómur fjallaði nefni- lega ekkert um afleiðingar verkfalla, heldur um það hvort yfirmanni hafi verið leyfilegt að afgreiða flugfarseð- il mannsins. Dómur féll á þá leiö að afgreiöslustöðvunin væri ekki afleið- ing verkfallsins, þess vegna væri Verslunarmannafélag Suðurnesja skaðabótaskylt. Ólögleg lyf islenskra íþróttamanna? Jóhann Ingi Árnason skrifar: Árið 1994 leið varla sá mánuður að ekki heyrðust fréttir um ólöglega lyfjanotkun íþróttamanna. Kínverjar voru gómaðir með nýjum aðferðum, Paul Merson, leikmaöur Arsenal, var á kafi í kókaíni, Maradona var send- ur heim frá heimsmeistarakeppni, og íslenskir handknattleiksmenn sögðu að ólögleg lyf væru í handbolt- anum hér á landi. Oft viröist eins og íslendingar vilji ekki trúa því að íþróttamennirnir „okkar" noti ölögleg lyf. Margir hafa þó grunað að vaxtarræktar- og lyft- ingafólk noti þessi lyf að einhverju marki en enginn myndi trúa því að handknattleiksmennimir okkar noti þessi lyf. - Spurningin er þó ekki hversu margir neyta slíkra lyfja eða hversu marga íþróttamenn við góm- um, heldur hvernig megi koma í veg fyrir að íþróttafólk noti ólögleg lyf. - LyQapróf eru orðin algeng en greini- lega ekki nógu algeng. Bönn veröa að vera það ströng og sektir svo háar aö fólk hræðist hvort tveggja. Við, hér á íslandi þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að ólögleg lyfjanotkun á sér stað „Enginn myndi trúa því að hand- knattleiksmennirnir okkar noti þessi lyf.“ hér á landi, rétt eins og úti í heimi, og verði ekki tekið í taumana fáum við að kenna á því síðar. - Það væri t.d. óskemmtilegt ef t.d. einn úr hópi okkar handknattleiksmanna í landsliði yrði uppvís að nota ólögleg lyf og yrði tekinn í lyíjapróf á HM ’95 næsta sumar. Ég skora á íslenska íþróttasambandið að taka á þessum málum áður en það verður of seint. -laglegviöbót Sigurður Jónsson skrifar: Fréttir hafa hermt aö eigna- leigan Lind hf. hafi nú endanlega geispað golunni, eftir aö hafa ver- ið rekin með bullandi tapi árum saman. Nú mun SÍS hafa verið aðaleigandi og stofnandi þessa fyrirtækis, en talið er að hrun SÍS muni hafa kostaö Landsbankann (þ.e. skattgreiðendur) um eitt þúsund milljónir króna. Munu ýmsir segja aö á þessa fúlgu sé ekki bætandi en samkvæmtfrétt- um mun tap Lindar hf. verða á milli fimm hundruð og eitt þús- und miUjónir króna, þegar öli kurl koma til grafar. Lagleg við- bót við hinar fyrri þúsund millj- ónir. Ýmsum mun vera það ráð- gáta hvernig hægt var að sólunda svo hrikalegum fjárhæðum á jafn skömmum tíma. - Hér kemur helst til samanburðar hið víö- kunna bankahrun í Singapúr hjá Nick Leeson. En nú höfum við hér á hjara veraldar eignast okk- ar „Leeson” í Lind. Húsbréffakerfið ofþröngt Ásbjörn hringdi: Ég vil taka eindregið undir bréf í DV sl. fimmtudag um „Ungt fólk og húsbréfakerfiö", þar sem skor- að er á stjórnvöld eða stjórnmála- menn að taka þetta kerfi til end- urskoðunar á þann hátt að rýmka heimildina á húsbréfum fyrir þá sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn. - Það er orðið aðkaliandi að fá lausn á þessu fyrir þennan ákveðna hóp fólks. Hann er ekki stór, en rýmkun i 85% húsbréfa- lána myndi leysa hans vanda. Bæjarstyorinn okkar Kristín Jónsdóttir skrifar: Éger Hafnfirðingur og hef verið að furða mig á vinnubrögðum bæjarstjórans okkar. Að vísu er hann stjórnmálamaður, en hann hefur eínnig verið ráöinn sem starfsmaður bæjarins. í stað þess að sinna starfi sínu á þeim víg- stöðvum á uppbyggjandi hátt, af kostgæfhi og alúö, hefur harm einbeitt sér að þvi að rífa niður, Slíkur starfsmaður þætti ekki æskilegur hjá venjulegu fyrir- tæki. Þar væri honum gert skylt að byggja upp og bæta, annars fengi hann að taka pokann sinn. Ég er hrædd um aö þetta eigi eft- ir að bitna illilega á okkur Hafh- firðingum siðar. Aldurstakmark Halldóra skrifar: í lesendabréfi þ. 16. mars sl. sagði bréfritari frá því hvernig unglingur sem fæddur er 25.08.77 kemst ekki inn á skemmtistaði fyrr en 25.08.95. Ég vil einnig ræða lög varðandi kosningar. Ég er fædd á þeim tíma að ég fæ ekki að kjósa nú. Besta vinkona mín nær hins vegar þeim aldri fyrir kosningar, en hún hefur bara engan áhuga á þeim. Ég vildi því biðja um að þessu yrði breytt og miðað við fæðingarár, ekki fæöingardag. Ekki ESB Kristján S. Kjartansson skrifar: Full aðild að Evrópusamband- inu er ekki hagkvæmur kostur fyrir Island. Dregin hefur verið upp mynd í fjölmiölum af um- hverfisslysaöldu sem á sér stoð í raunveruleikanum. Byggða- styrkir sem hægt væri að kría út úr sjóðum ESB, með öfugum for- merkjum, rayndu ríða okkur að fuilu. Sjálfstæði þjóðarinnar yrði stefnt í voða og við myndum glata yfirráðum yíir okkar gjöfulu fiskimiðum. EES með kostum sínum og göllum dugar okkur, svo og GATT-samkomuIagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.