Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 15 Heitar umræður í staðinn fyrir heitt vatn Rekstur Perlunnar kostar Hita- veitu Reykjavíkur um 40-50 millj- ónir á ári þrátt fyrir myndarlegan veitingarekstur og tilraunir til þess aö gangast þar fyrir margs konar starfsemi annarri. Mikill straumur fólks er um mannvirkið alla daga og sérstaklega á góðviðrisdögum, enda er Perlan að verða eitt af ein- kennum þorgarinnar í framandleg- um stíl sínum. Starfsemin nægir þó engan veginn til þess að standa undir kostnaði eða skiia arði. Pólitísk spurning Ljóst er að treysta þarf rekstur- inn með öllum tiltækum ráðum enda þótt segja megi að þorgarþúar hafi af Perlunni óbeinar tekjur vegna þess að hún sé í sjálfu sér aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Eins og alþjóð veit er Perlan bygging ofan á sex hitaveitutönk- um sem ekki voru mikið augnayndi og höfðu margir velt fyrir sér möguleikum í þeim dúr sem síðan leit ljós. Færri hafa haft tækifæri til þess að koma inn í hitaveitu- tankana en verandi nábúi við Perl- una kom ég þar alloft þegar unnið var að smíði nýrri tankanna. Ég vil gjaman opna þá á ný og setti fram hugmyndir um það við nefnd um rekstur hennar í haust. Hug- myndin er einföld: Tæma einn eða tvo tankanna, innrétta þá og opna tvo skemmti- lega ráðstefnusah í staðinn fyrir vatnsgeyma. Hægt er að opna tank- ana inn í rýmið undir Perlunni upp úr og niður úr og verður þá engin breyting á ytra úthti byggingarinn- ar. Reyndar hafði ég heyrt að tank- amir væm í raun varnaglar fyrir Hitaveituna og hef fengið það stað- fest að það sé í raun pólitísk spurn- ing hvort tveir tankar séu teknir undir slíka starfsemi, það muni ekki hafa áhrif á starfsemi veitunn- ar. „Græna orkan“ Mikh umræða hefur orðið um Kjállarinn Helgi Péturson formaður ferðamálanefndar Reykjavíkur og varaborgar- fulltr. Reykjavíkurlistans það undanfarin ár með hvaða hætti mætti auka aðstöðu til ráðstefnu- halds hér í borginni en sem kunn- ugt er gefur sú tegund ferða- mennsku mest af sér og veitir flest- um atvinnu. Ljóst er af vinnu margra nefnda að erfitt verður hægt að ráðast í byggingu sérstaks ráðstefnuhúss heldur verður að styðjast við þjónustu og fjölþættara hlutverk slíkrar byggingar. Fyrir er í Perlunni gott eldhús og ahar lagnir, öll aðkoma er glæsi- leg og auðvelt er að kynna og mark- aðssetja hús með öllum þessum sérkennum. Þar að auki þarf að vera þar góð og yfirgripsmikh sýn- ing um „grænu orkuna“, sem Reykjavík er þekkt fyrir um ahan heim, heitt vatn, rafmagn frá vatnsorkufyrirtækjum og hreint og hehnæmt kalt vatn úr borgarland- inu sjálfu. Til þess að fuhkomna verkið þyrftum við einnig að huga að hehdarskipulagi Öskjuhlíðarinnar með ráðstefnuhald í huga, frá ný- byggingu Karlakórs Reykjavíkur, um Perluna að Hótel Loftleiðum, en þar var opnuð glæsheg ráð- stefnuaðstaða í haust sem leið. Þar var þá haldið heimsþing Fijáls- lyndra stjórnmálaflokka og mátti sjá ráðstefnugesti á gangi í frí- stundum um allar hlíðar. Vakti Perlan óskipta aðdáun ráðstefnu- gesta sem þangað komu en ekkert rými var þar innandyra th ráð- stefnuhalds. Nágrannaborgir og samkeppnis- aðhar eins og Dublin, Glasgow, Edinborg og fleiri hafa ahar komið á fót mikhh ráðstefnuþjónustu og markaðssett af krafti. Samkeppnin er því hörð. Forvígismenn Hitaveitunnar hafa tekið þessari hugmynd vel og hún er ein þeirra sem nú er th skoð- unar th þess að freista þess að bæta rekstrargrundvöh Perlunnar. Helgi Pétursson Tæma einn eða tvo tankanna, innrétta þá og opna tvo skemmtilega ráðstefnusali í staðinn fyrir vatnsgeym ana? - Perlan i Öskjuhlíð. „Nágrannaborgir og samkeppnisaðilar eins og Dublin, Glasgow, Edlnborg og fleiri hafa allar komið á fót mikilli ráð- stefnuþjónustu og markaðssett af krafti. Samkeppnin er þvi hörð.“ Fagur f iskur í sjó... Þeir sem muna lengra en tuttugu ár aftur í tímann minnast þess er bátar hér á Austurlandi komu drekkhlaðnir að landi dag eftir dag, viku eftir viku, án þess að nokkurt lát virtist mundu verða á. Stöðugt var landburður af fiski sem unninn var í fiskvinnslufyrirtækjimum um aht héraðið. Ahar hafnir iöuðu af lífi. Þessir tímar voru uppgangs- tímar fyrir sveitarfélögin við sjáv- arsíðuna. í eigu þjóðarinnar Hér hefur orðið mikh breyting. Á síðustu 20 árum hefur sjávarafli dregist svo saman að ekki virðist lengur vera hægt að lifa af því að stunda hefðbundnar veiðar og kvótakerfið elur á sundrungu milli sveitarfélaga á landsbyggðinni, að maður tah nú ekki um meðal sjó- manna. Ekki hefur kerfið heldur skhað því sem í upphafi var ætlað, þ.e. að minnka fiskiskipastól lands- manna og vernda fiskistofnana. Fiskistofnamir em í eigu ahrar þjóðarinnar. Það þýðir að okkur kemur öllum við hvemig farið er með þessa auðlind. Enn er margt óljóst um vistkerfi hafsins. Engar haldbærar skýringar eru á því hvers vegna klak misferst og áhrif .veiðarfæra hafa htið verið rann- sökuð. Nauðsynlegt er að rannsaka KjaUariim Ragnhildur Jónsdóttir sérkennari á Höfn í Hornafirði skipar 5. sæti Kvennalistans á Austurlandi áhrif stórvirkra veiðarfæra og meta hvort þarf að banna þau á ákveðnum svæðum. Einnig þarf í tilraunaskyni að friða þekktar hrygningarstöðvar um thtekið ára- bh og skoða reynsluna af því að lokinni thraun. Stuðla ber að eðli- legri þróun lífkeðjunnar í hafinu og gæta þess að hún raskist ekki vegna friðunar eða ofveiði ein- stakra tegunda. I hendur heimamönnum Þeim fer nú ört fiölgandi sem taka undir hugmyndir Kvennáhstans um aö tengja veiðiheimildir byggð- arlögum. Kvennalistinn leggur th að sjávarútvegsráðherra ákveði heildarafla hvers árs að fengnum thlögum frá samstarfsnefnd sjó- manna og vísindamanna. Þessum hehdarkvóta verði úthlutað með thhti th þjóðarhagsmuna og byggð- arsjónarmiða. Miðunum veröi skipt upp í grunnsjávarmið og djúpsjávarmið. Grunnsjávarmið verði nýtt af íbú- um nærhggjandi byggðarlaga. Stofnuð verði nefnd hagsmunaað- ila og vísindamanna sem geri th- lögur um stjórnun veiðanna á grunnsjávarmiðunum, áætlað magn og veiðarfæri. Ákvörðun um nýtingu verði í höndum kjörinna fuhtrúa. Sjávarútvegsráðuneytið eða Fiskistofa geri nýtingaráæflun um djúpsjávarmiðin utan ákveð- innar grunnlínu og skipti áætluð- um afla niður á skip yfir ákveðnum stærðarmörkum. Þessar tillögur Kvennalistans eru ný sýn í umræður um hvernig við getum nýtt fiskimiðin sem best til hagsbóta fyrir okkur öh. Þær gera einnig ráð fyrir því að ábyrgðin á framtíð sjávarútvegs í landinu sé færð að miklu leyti heim í hérað th þeirra sem stunda veiðarnar og nýta sjávarfangið. Það er alltof auðvelt að taka bara við því sem að okkur er rétt frá sjávarútvegs- ráðuneytinu, bölsótast yfir því að það sé of htið og kenna öllum öðr- um en okkur sjálfum um hvernig komiö er. Við kvennahstakonur vhjum dreifa valdinu og ábyrgðinni á þessari dýrmætu auðlind okkar með því aö sefia sfiórnun fiskveiöa að hluta til í hendur heimamönn- um í sjávarplássum. Ragnhildur Jónsdóttir „Kvennalistinn leggur til að sjávarút- vegsráðherra ákveði heildarafla hvers árs að fengnum tillögum frá samstarfs- nefnd sjómanna og vísindamanna.“ Má verkfall fámenns hóps lama samgöngur? Aekki aðlíðast „Mér finnst raunar að smáhópar eigi undir engutn kring- umsta>ðum aðhafaheim- ild til þess að lama starf- semi miklu stærri fyrir- tækja eöa stofnana og tefla þannig afkomu jafnvel þúsunda í tvísýnu. Þetta er alvarlegast í heilbrigð- iskerfinu og í samgöngum. Og í samgöngum þó sérstaklega af því að ísland er eyland og þar hefur einokunarstaða smáhópanna verið sterkari heldur en i nokkru öðru landi. Amiars staðar getur fólk ferðast landa i mhh á bíl eða með járnbrautum þó flugsam- göngur leggist af. Þennan kost eigum við ekki. Þess vegna getur verkfall í flug- þjónustu valdið einangrun lands- ins og það er ekkert sem erlendir ferðamenn óttast meira heldur en að verða einangraöir, verða innlokaöir, og komast ekki burt af eyju á borð við ísland. Þess vegna er fráleitt að láta það liðast að forréttindahópar í kjara- legu tihiti á borð við flugfreyjur komist upp með það að einangra landið. Það gerist raunar ekki núna því sfiórnendur Flugleiða munu halda uppi flugþjónustu til að koma í veg fyrir þessar verstu afleiðingar þó að fiónið af völdum verkfalls flugfreyja verði samt mikið. Ekki beðið um samúð „Launa- kröfur svo og samningar eru gerðir til aö viðhaida ákveönum lífsstandard meðal fólks. Verktöll eru ákvörðun Hálldán Hermannsson, Sem enginn lorm.Flugvlrkjalélags tekur sér til ísiands. gamans eöa dægrastyttingar. Þetta er eina vopnið sem verka- iýðsforystan hefur. ■ Það er sórglegt áð hltista á þeg- ar stór verkalýössambönd og fé- lög eru að semja um 2-3 þúsund króna hækkun á máuuði á sama tíma og menn heyra í fréttum aö aðrir gleyma að gefa upp nokkrar mihjónir sem þeir fengu svona aukalega sem vasapening fýrir utan fóst laun. Allir vita að fyrirtæki geta ekki borgað nema ákveðið hlutfaU af veltu í launakostnað. Þeir reyna að halda laumikostnaðinum niöri og nota til þess Vinnveitenda- sambandið sér til aðstoðar i flest- um thfehum. Sú kergja sem upp kemur skaöar fyrirtækin en VSÍ setur óþarfa hörku í þetta. Fyrir- tækin verða þvi oft fyrir gífurleg- um skakkafóllum þess vegna. Ef vifii er fyrir hendi th að semja ættí að vera miklu auðveldara að semja við minni hópa. Hvort sem það er fiölmennur cða fámennur hópur þá er hver sjálfum sér næstur. Sá sem tckur ákvörðun um aö fara í verkfall eða einhveijar aðgerðir býst ekki við samúð almennings. Ég lield að engutn detti í hug að biðja al- menning um samúö."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.