Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Afmæli Bjöm Hafsteinsson Bjöm Hafsteinsson, hdl. og deildar- sýóri í eignadeild flármálaráöu- neytisins, Frostafold 20, Reykjavík, erfimmtugurídag. Starfsferill Bjöm fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1966 og embættisprófi í lögfræöi frá HÍ1973. Bjöm var fulltrúi í tolla- og eigna- deild íj ármálaráöuney tisins frá 1973, deildarstjóri tolladeildaríjár- málaráðuneytisins frá 1977 og deild- arstjóri í eignadeild þess frá 1985. Bjöm var formaður úthlutunar- nefndar bifreiða til öryrkja 1977-87, í tollskrárnefnd 1977-85, í norrænni embættismannanefnd um tollfrelsi ferðamanna og tollasamstarf við Vestur-Þýskaland 1977-78 og við Pólland og Norðurlöndin 1979-80, í nefnd um lög og reglur um álagn- ingu og innheimtu gjalda af inn- flutningi og innlendri vörufram- leiðslu frá 1980, formaður nefndar um tollgæslu í tollvörugeymslum frá 1984 og í stjórn Fasteigna ríkis- sjóösfrál985. Fjölskylda Björn kvæntist 16.7.1966 Kristínu Eggertsdóttur, f. 21.1.1947, húsmóð- ur. Hún er dóttir Eggerts Olafsson Brynjólfssonar, húsgagnasmiðs í Reykjavik, og k.h., MaríuVilhelms- dótturhúsmóður. Dætur Björns og Kristínar eru Birna, f. 17.11.1964, nemi í mann- fræði við Gautaborgarháskóla, gift Jóni Hafsteini Hannessyni hag- fræðinema; María, f. 13.6.1970, stúd- ent frá FB og nemi í Fósturskóla íslands, en hennar maður er Ólafur Hrólfur Gestsson, stúdent frá FÁ og nemi í rafeindavirkjun við Iðnskól- ann í Reykjavík; Ingibjörg, f. 8.1. 1973, lögfræðinemi við HI, en maður hennar er Halldór Valek Jóhanns- son, starfsmaður hjá Securitas hf. Systkini Björns: Björg, f. 19.8.1934, húsmóðir á Seltjamarnesi; Guð- mundur Grétar, f. 7.10.1937, d. 23.7. 1985, matreiðslumeistari í Reykja- vík; Gunnar, f. 13.1.1947, bifvéla- virki og deildarstjóri í Reykjavík. Foreldrar Björns: Hafsteinn Bjömsson, f. 24.4.1910, d. 18.8.1992, fyrrv. fulltrúi hjá VBK og Halldóri Jónssyni hf., og k.h., Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 22.12.1907. Ætt Hafsteinn var sonur Björns, sjó- manns og netagerðarmanns í Reykjavík, Jónssonar, b. í Snússu á Kjalarnesi, Jónssonar, af ætt Hall- gríms Péturssonar. Móðir Bjöms var Hólmfríður Magnúsdóttir, b. á Lykkju, bróður Katrínar, móður Magnúsar Andréssonar, prófasts og alþm. á Gilsbakka, föður Péturs ráð- herra, föður Ásgeirs, fyrrv. alþm., Öm Einarsson Orn Einarsson, garðyrkjub. og að- stoðarframkvæmdastjóri, Silfur- túni að Flúðum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Örn fæddist á Engi í Mosfellssveit en ólst upp í Garði í Hrunamanna- hreppi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Skógum og stundaði nám við Garðyrkjuskól- ann í Staup í Noregi 1964-66. Örn sat í stjóm Sambands garð- yrkjubænda í nokkur ár, hefur setið í stjórn Sölufélags garðyrkjumanna um árabil og var stjórnarformaður þess í tíu ár, er formaður Skógrækt- arfélags Hrunamannahrepps, er stofnandi og formaður veiðifélags- ins Á - Seyði og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir garðyrkju- bændur. Þá er Öm níundi maður á S-listaáSuðurlandi. Fjölskylda Öm kvæntist 19.11.1966 Marit Anny Einarsson, f. 9.10.1946, hús- móður og garðyrkjub. Hún er dóttir Mortens Kristjáns Petersens, verka- manns og smábátaeiganda, og BjargarSolfrid. Börn Arnar og Marit eu Örn Kristján, f. 23.4.1967, íþróttakennari í Reykjavík, en kona hans er Edda Njálsdóttir ritari og er dóttir þeirra Sigrún Birna Arnardóttir, f. 23.3. 1994; Erla Björg, f. 10.2.1976, nemi. Dóttir Arnar utan hjónabands er Helga Móeiður, gift Haraldi Péturs- syni verkfræðingi og eru börn þeirra Pétur Þór og Andri Þór. Systkini Arnar: Helga R. Einars- dóttir, f. 19.3.1944, verslunarmaður; Hallgrímur Einarsson, f. 7.2.1947, vélamaður; Björn Hreiðar Einars- Örn Einarsson. son, f. 7.2.1947, trésmiður. Uppeldis- bróðir Arnar er Eiður Örn Hrafns- son, f. 24.5.1954. Foreldrar Arnar eru Einar Hall- grímsson, f. 26.2.1922, d. 2.6.1986, garðyrkjub. í Garði í Hrunamanna- hreppi, og k.h., Sigurbjörg Hreiöars- dóttir, f. 15.4.1925, húsmóðir. Örn verður að heimán á afmælis- dagirm. Guðni Reykdal Magnússon Guðni Reykdal Magnússon, um- sjónarmaður hjá Mjólkurbúi Flóa- manna, Lyngheiði 8, Selfossi, er sex- tugur í dag. Starfsferill Reykdal fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk vél- stjóraprófi í Vestmannaeyjum 1952 og stundaði síðan sjómennsku það- an nokkur ár. Reykdal flutti til Keflavíkur 1954 og starfaði á Kefla- víkurflugvelh tvö ár. Þá flutti hann til Selfoss og hóf þá störf við flutn- ingadeild Mjólkurbús Flóamanna. Þar var hann mjólkurbílstjóri um árabil en hefur verið umsjónarmað- ur mjólkurflutninga síðustu ár. Fjölskylda Reykdal kvæntist 25.10.1958 Margréti Ó. Óskarsdóttur, f. 27.11. 1938, húsmóður. Hún er dóttir Osk- ars Sigurgeirssonar og Sesselju Sig- mundsdóttur, búenda á Sólbakka í Þykkvabæ. Synir Reykdals og Margrétar eru Óskar Sesar, f. 1960, læknir í Sví- þjóð, kvæntur Bryndísi Guðjóns- dóttuF og eiga þau fjögur böm; Magnús Ninni, f. 1970, starfsmaður við Mjólkurbú Flóamanna. Systkini Reykdals: Þórimn, f. 1930, húsmóðir á Eskifirði; Kristín, f. 1930, d. 1994, (tvíburasystir Þómnnar), húsmóðir í Reykjavík; Margrét, f. 1932, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Magnús Þór, f. 1947, sjómaður á HöfníHornafirði. Foreldrar Reykdals voru Magnús Kristjánsson, f. 7.8.1904, d. 25.11. 1962, sjómaöur í Vestmannaeyjum og síðar matsveinn á Keflavíkur- flugvelli, og k.h., Jónína Þórðardótt- —r~——-- Guðni Reykdal Magnússon. ir, f. 13.8.1902, d. 2.1.1992, húsmóð- ir. Reykal og Margrét verða að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju meö afmælið 28. mars 75 ára Guðbjörg Pétursdóttir, Hliðarvegi 56, Kópavogi. 70 ára Jónas Valdimarsson, Rauðalæk 23, Reykjavík. Hjálmar Hjálmarsson, Auðbrekku 14, Húsavík. Guðrún Jakobsdóttir, Dalbraut 17, Vesturbyggð. 60ára Kristín Erla Albertsdóttir, Birkiteigi 15, Keflavík. Ásthiidur Brynjólfsdóttir Cates, Sléttahrauni 19, Hafnarfiröi. Hermann Ágústsson, Eyjabakka 24, Reykjavík. 50 ára GrétarPálsson, Úthlið7,Reykjavik. Elfa Guðmundsdóttir, Stórateigi 22, Mosfellsbæ, ÁgústÓlafsson, Skipholti 55, Reykjavík. Kristrún Gunnlaugsdóttir, Fálkagötu 19, Reykjavik. 40 ára Ragnheiður Guðjónsdóttir, Álfheimum 26, Reykjavík. Anna María Hilmarsdóttir, Heiðarbóli 25, Keflavík. Hannes Þorbjörn Friðriksson, Fornósi 10, Sauðárkróki. Fjóla Vatnsdal Reynisdóttir, Amarhrauni 13, Hafnarfirði. Auður Sigrún Hrólfsdóttir, Hringbraut 86, Reykjavík. Ragnhildur Sigmundsdóttir, Brekkugötu 18, Hafnarfirði. Ólafia Margrét Guðmundsdóttir ljósmóðir, Sunnuvegi l, Selfossi. Hún tekur á móti gestum að heim- ili sínu frá kl 14.00 í dag. Anna Egilsdóttir, Hólabrekku 1, Hornarfjaröarbæ. sýslumanns í Borgarnesi og bæjar- fógeta í Kópavogi. Magnús var son- ur Eyjólfs, b. á Snorrastöðum, Þor- leifssonar. Móðir Hólmfríðar var Diljá Þórðardóttir, systir Runólfs, hreppstjóra í Saurbæ á Kjalamesi, afa Björns Þórðarsonar forsætisráð- herra, föður Þórðar, fyrrv. ríkissak- sóknara. Runólfur var einnig faðir Karitasar, langömmu Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. Þá var Run- ólfur faðir Guðrúnar, langömmu Jóns Laxdals borgardómara og Ragnars Arnalds alþm. Móðir Hafsteins var Ingveldur, systir Helgu, ömmu dr. Jakobs Yngvasonar eðlisfræðiprófessors. Önnur systir Ingveldar var Salvör, amma Jóns Ögmundar Þormóðs- sonar, lögfræðings í viðskiptaráðu- neytinu. Ingveldur var dóttir Þor- kels, óðalsb. í Álfsnesi á Kjalarnesi, Ingjaldssonar og Bjargar Sigurðar- dóttur. Björn Hafsteinsson. Ingibjörg er dóttir Guðmundar Ólafssonar, skipstjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Egilsdóttur. Hringiöan Enner Guðrún Ingólfs- dóttir best Afmælishóf á Eskifirði Guðrún Ingólfsdóttir, sú kunna íþróttakona og methafi í kringlu- kasti og kúluvarpi, var nýlega kjör- in af Ungmennasambandinu Úl- fljóti frjálsíþróttamaður ársins hjá sambandinu. Hún kastaði kringl- unni 47,10 m í fyrra og er það besti árangur í flokki 35 ára og eldri sem náðst hefur. Hún varð landsmóts- meistari á Laugarvatni 1994. Þá hefur Guðrún stuðlað mjög að framförum í frjálsum íþróttum í Skaftafellssýslu. Guðrún Ingólfsdóttir - best hjá USÚ 1994. Fimm aðrir voru tilnefndir hjá Ulfljóti í sinum íþróttagreinum. Frá vinstri Gyifi Sigurðsson, blak, Auður Jónsdóttir, fimleikar, Guðrún Ingólfsdóttir, Jens Einarsson hestaíþróttir, Hermann Stefánsson, knattspyrna, og Guðbjörg Guðlaugsdóttir, sund. DV-myndir Júlia Imsland, Hornafirði Gunnar og eiginkona hans, Hólm- fríður Maria Sigurðardóttir. Gunnar Gíslason, annálaður matsveinn til margra ára á skuttog- aranum Hólmatindi á Eskifirði, varð sextugur 14. mars sl. og hélt mikla veislu á heimili sínu að Steinholtsvegi 1 af því tilefni. Þar var fjöldi gesta og börn hans, sem búsett eru í Reykjavík, komu hing- að austur og áttu ánægjulega kvöldstund. Afmælisbarnið ásamt gestum. Frá vinstri Jenny Bogadóttir, Sturlaugur Stefánsson, formaður Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Sindra, og María Hjálmarsdóttir ásamt afastráki. DV-myndir Emil Thorarensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.