Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 5 Nýkomnar vörur frá Danmörku m.a. bókahillur og sófaborð Antikmunir Höskuldur B. Erlingsson lögregluvaröstjóri við nýja bilinn. DV-mynd Guðfinnur Losuðu sig við bílinn' dýra: Nýr löggubíll á Hólmavík Raufarhöfn: Trillukarlar i sifelldum vanda Gyifi Kiisljánsson, DV, Akureyri: Trillukarlar á Raufarhö&i hafa búið við nær samfellda ótíð síðan í október og þegar við hafa bæst banndagar krókaleyfisbáta má segja aö þeir hafi ekki komist á sjó síðan í október. Gunnlaugur Júhusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, segir að vissulega hafi þetta komið sér illa. Veiðar krókaleyfisbáta á Suðvestur- og Vesturlandi hafi gengið ágætlega i vetur og þar sem krókaleyfisbátar veiði úr sameiginlegum kvóta þýði það að mjög litið sé eftir fyrir trillukarla á Norðurlandi fari svo að tíðarfar batni. Trillukarlamir á norðaustur- hominu hafa nú snúið sér aö hefðbundnum grásleppuveiðum. Sanmkvæmt upplýsingum bæði frá Raufarhöfn og Þórshöfn eru þeir lítið byrjaðir að vitja um netin enn sem komið er en hafa þó orðið varir við grásleppuna í fyrstu vitjunum sínum og fengið „reyting" eins og sveitarstjórinn á Raufarhöfn orðaði það. Guðfinnur Fiimbogason, DV, Hólmavik: Umdæmi lögreglunnar á Hólmavík hefur nú losað sig við bíl þann sem starfsmenn Ríkisendurskoðunar gerðu við fjölmargar athugasemdir við gerð ríkisreiknings fyrir áriö 1993. Keyptur hefur verið nýlegur bíll af gerðinni Toyota sem vonast er til að reynist hagkvæmari í rekstri en sá sem fyrir var. Fréttir Fjórir piltar bjarga ósyndum Japana frá drukknun í Bláa lóninu: Vissum ekki hvort hann var Itfs eða liðinn - segir einn piltanna - grunn laug afmörkuð í lóninu „Við sátum þarna íjórir saman úti í og vorum aö kjafta saman. Allt í einu sáum viö konu veifa og kalla til okk- ar. Síðan sáum við í höfuðið á ein- hverjum sem lá þarna úti í og við syntum á fullu til þeirra. Þegar við komum til þeirra lá maðurinn með andhtiö á kafi, hnakkinn stóð aðeins upp úr. Við tókum undir hendurnar á honum og syntum og drógum hann að landi. Við vissum ekki hvort hann var dáinn eða lifandi. Hann var al- gjörlega máttlaus," segir Gestur B. Gestsson, tvítugur baðgestur í Bláa lóninu síðastliöinn fostudag. Þeim tókst að koma manninum, sem reyndist Japani á sextugsaldri, að landi og komu honum í læsta hlið- arstellingu til að hann gæti andað hindrunarlaust. Gestur segir að erf- iðlega hafi gengið að fá aðstoð starfs- fólks. Hún hafi ekki borist fyrr en eftir að þeir höfðu tvívegis hlaupið inn í baðhúsið en enginn virtist vera staddur þar í fyrra skiptið. Maðurinn hafi kastað upp vatni sem hann hafi gleypt og svo hafi læknir, sem starfar hjá Bláa lóninu, komið og tekið við manninum. Sjúkrabíll hafi komið stuttu síðar og flutt manninn í sjúkrahús. Gestur gagnrýnir að enginn lög- regluskýrsla hafi verið tekin og jafn- framt hve htil gæsla virðist vera á staðnum tii að bregðast við í svona tilviki. Hann viti í raun ekki hvort maðurinn, sem hann og félagar hans björguðu, sé lífs eða liðinn. Að sögn lögreglu í Grindavík, sem kom á staðinn með sjúkrabílnum, var ekki talin ástæða til að taka skýrslu. Hins vegar sé tekin skýrsla ef viðkomandi óski þess seinna og þá fari fram lögreglurannsókn. Vaktmaður brá sérfrá Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, sagði í samtah við DV að maðurinn heíði verið ósyndur. Þrátt fyrir aðvörun- arskilti uppi um alla veggi baðhúss- ins hefði hann farið út í mitt lónið þar sem hann náði ekki til botns, enda japanskur og skilið lítið sem ekkert í texta viðvörunarskiltanna. Þegar slysið átti sér stað hefði vakt- maður, sem á að vera öllum stundum á vakt þegar einhver er í lóninu, brugðið sér frá til að sinna öðrum erindum. Drengimir sem komið hefðu að manninum hefðu unnið gott starf. Maðurinn hefði náð heilsu á ný. Grímur segir að í kjölfar þessa at- viks verði enn betur brýnt fyrir vakt- mönnum að starf þeirra sé ekki af- gangsstærð. Enn fremur hafi verið ákveðið að girða af hluta lónsins, næst baöhúsinu, til að mynda eins konar grunna laug. Grímur segir að lögregluskýrsla hafi ekki skýrt betur atvik málsins enn sem komið er. Staðreyndirnar hggi fyrir og bætt verði úr þeim hlutum sem miður fóru. -PP ★ ★ ★ ★ Mestselda ameríska dýnan á Islandi ★ ★ ★ Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 ■ 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-871199 tímarit fyrir alla Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 563 2700 Endurreisn heimilanna Við viljum: ► setja lög um greiðsluaölögun sem gefi einstaklingum í alvarlegum greiðsluerfiöleikum möguleika á því að ná aftur stjórn á fjármálum sínum, ► iengja húsnæðislán Húsnæðisstofnunar úr 25 árum í 40 ár og létta þannig greiðslubyrðina um 25%, ► fá Húsnæðisstofnun nýtt og breytt hlutverk sem ráðgjafar- og endurreisnarstöð heimilanna sem aðstoði fólk við að greiða úr skuldavanda sínum. Finnur Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.