Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 Fréttir Ríkissaksóknari leggur fram heldur óvenjulegar staöreyndir í sakamáli: Tannför konu í húð ákærða talin sönnun um nauðgun - karlinn neitar en tannlæknir staðfestir tannför konunnar á honum Manni, sem gefin er aö sök hrotta- leg nauðgun, sem samkvæmt ákæru átti sér stað við Rauðavatn síðastliðið sumar, og neitar alfarið að um náin kynni við konuna sem kærði verkn- aðinn hafi verið að ræöa, á nú í vök að verjast því ríkissaksóknari hefur lagt fram til sönnunar álit tannlækn- is sem telur að tannför í huð manns- ins séu eftir konuna sem kærði hann. Þegar íbúar í Reykási við Rauða- vatn voru að fara að taka á sig náðir síðla kvölds í júlí síðastliðnum kom þangað kona skyndilega sem óskaði í örvæntingu eftir hjálp. Hún var blóðug, föt hennar rifin og svo virtist sem hún hefði beinbrotnað. Við læknisrannsókn kom í ljós að hún hafði höfuðkúpubrotnað og ökkla- brotnað. Konan lagði fram nauðgun- ar- og líkamsárásarkæru á hendur karlmanni - kunningja hennar og sambýlismanns hennar. Konunni sagðist svo frá að þetta laugardagskvöld hefði kunninginn komið á heimili hennar og sambýlis- mannsins í Reykjavík. Áfengi hefði verið haft um hönd en þegar líða hefði tekið á kvöldið hefði maður hennar lagt sig en hinn gestkomandi vinur hans þá farið ásamt sambýhs- konunni í bíltúr. Konan sagði að maðurinn hefði ekið með sig að ná- grenni Rauðavatns. Þar heföi hann ráðist harkalega aö henni, rifið utan af henni fötin og nauðgað þegar hún vildi ekki láta að vilja hans. Maðurinn var handtekinn um nótt- ina samkvæmt ábendingu konunnar en hann neitaði þvi sem á hann var borið - hann viðurkenndi að þekkja fólkið en neitaði umræddum bíltúr að Rauðavatni, ofbeldi og kynferðis- legum athöfnum með konunni. Menn dóu ekki ráðaiausir því fljótlega benti konan á tannför sín í holdi ákærða enda hefði hún barist um á meðan á árásinni stóð. Þegar að var gáð komu í ljós tannför og var beðið um samanburðarálit tannlæknis á tannförunum og tönnum konunnar. Áht hans var á þá leið að förin pöss- uðu við tennurnar. Dómur gengur í málinu innan skamms í Héraðsdómi Reykjavíkur. Réttarhöldin hafa verið haldin fyrir luktum dyrum samkvæmt venju í kynferðisbrotamálum. -Ótt Stuttar fréttir Á batavegi eftir snjóflóðið í Súðavik: Hundleiðist í kennaraverkfallinu - segir Elma Dögg Frostadóttir Reynir Traustason, DV, Súöavík: „Ég er enn í sjúkraþjálfun og á eft- ir þijár vikur. Ég fer til ísafjarðar í þjálfun annan hvem dag. Mér er að batna en ég á enn erfitt með að sofna á kvöldin," segir Elma Dögg Frosta- dóttir í Súðavík sem liföi af 15 tíma grafin í fönn eftir að snjóflóðið féll á Súðavík. Elma var flutt til Reykjavíkur á sjúkrahús afFjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þremur dögum eftir slysið vegna þess að nýru hennar urðu óstarfhæf. Hún lá á Landspítalanum í mánuð og er nú komin heim til Súðavíkur. Hún og fjölskylda hennar búa í nýju sumarhúsi við „Bústaða- veginn“ í Súðavík. Hún segist hafa lítið við að vera vegna kennaraverk- fallsins. „Mér hundleiðist í verkfalhnu og vona aö það fari að leysast," segir Elma Dögg. Elma Dögg fyrir utan hið nýja heimili sitt við „Bústaðaveginn" í Súðavík. Hún er nú óðum að ná heilsu eftir ham- farirnar en hún lá grafin í fönn í 15 tíma. DV-myndBG Börn og augiýsingar Samkeppnisstofhun beinir þeim tilmælum til Ríkisútvarps- ins og kvikmyndahúsa að ekki komi fram í auglýsingum atriði sem haft geti slæm áhrif á börn eöa unglinga. Hatiðnaoarmenrttunda Hreyflng er á samningum raf- iðnaðarmanna og ríkisins. Nýr fundur var boðaöur í dag sam- kvæmt RÚV. íslenska útvarpsfélagið skilaði 181 mihjón króna í hagnað í fyrra. Þetta er fimmta árið sem fyrir- tækið hagnast. SeitíBoston Fjölmargir sölusamningar ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru í burðarliðnum eftir sj ávarút- vegssýninguna í Boston. Stöö 2 skýrði frá þ’essu. LeiKarariverKtan Leikarar hjá RÚV haía boðað verkfaU eftir að slitnaði upp úr samningum þeirra og Rikisút- varpsins. íslandsbanki skUaði 185 mUU- ónum í hagnað á síðasta ári. Helstu ástæður hagnaðar eru minnkandi afskriftir skv. Stöð 2. UÚóttastsJómenn Útgerðarmenn óttast samtaka- mátt sjómanna. Þetta er haft eftir Helga Laxdal í Tímanum í gær þar sem hann ræðir fyrirhugaðar verkfallsaðgeröir. -rt Byssumaður handtekinn Lögreglan handtók í gær mann sem hringdi í lögreglu og hótaði að myrða vinnuveitanda sinn og fyrrum sam- býhskonu. Símtal mannsins, sem sagðist vera með skammbyssu og haglabyssu, var rakið og hann gafst upp eftir tveggja tíma viðræður við lögreglu. Þá kom hann út með byssu í hönd sem reynd- ist vera loftskammbyssa. Maðurinn, sem að sögn lögreglu var langdrukk- inn, var vistaöur í fangageymslu í nótt. -pp Förumaf krafti í „síld- arsmuguna“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum harðir á því að fara í Smuguna þegar sá tími kemur í vor og ná þar í afla fyrir 3-4 milljarða,“ segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og talsmaöur útgerðar- manna sem stunda úthafsveiðar. „Ég hef ekki nokkra trú á því að það verði póhtískur þrýstingur á okkur að fara ekki þangað en ef svo vildi til að viðræður á milh landanna væru í gangi og á einhverjum enda- punkti myndu menn sjálfsagt taka tilht til þess. Ég sé hins vegar ekkert sem bendir til þess að sú staða komi upp. Annars er Smugan ekkert aðalat- riði um þessar mundir, síldin kemur á undcm og hugsanleg veiði í „síldar- smugunni". Ef viö finnum síldina þar í veiðanlegu horfi veiðum við hana að sjálfsögðu af krafti," segir Jóhann. Sérfræöingar hyggjast kæra tilvísanakerfið til umboðsmanns eða dómstóla: Allt í hnút í tilvísanadeilimni - ráðherra segir kerfið taka gildi og sjúklingum verði vísað á sjúkrastofnanir Sérfræðingar íhuga nú að kæra tilvísanakerfið til umboðsmanns Alþingis eða dómstóla. Ráðherra fagnar slíku en honum barst fyrir helgi bréf frá sérfræðingum þar sem óskað var eftir viðræðum en með þeim skilyröum að ráðherra frestaði gildistöku reglugerðar um tilvísanakerfi. Ráðherra féhst ekki á það og hefur því shtnað upp úr viðræðum sem staðið hafa í mán- uði. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði í gær að ljóst væri að sérfræðingar væru ekki tilbúnir að vinna fyrir íslenska rík- ið á sama grundvelh og samþykkt heföi verið á Alþingi og undir sömu formerkjum og aðrir starfsmenn hins opinbera. Með hugmyndum þeim sem þeir vörpuðu fram meö bréfi til sín, sem meðal annars fel- ast í einkavæðingu heilsugæslu- stöðva og því aö fela starfandi læknum og sérfræðingum rekstur þeirra, hljóti menn að heyra hringl- ið í peningakassa þeirra. Þessu mótmæla sérfræðingar harðlega og segja að það vaki ekki fyrir ráðherra að ná fram spamaði meö aðgerðunum heldur að leggja niður sjálfstæðan stofurekstur lækna og koma starfsemi þeirra inn á göngudeildir eða heilsu- gæslustöðvarnar. í raun sé veriö að færa stjómsýsluvald til heilsu- gæslulæknanna sem eigi að þjóna tveimur herrum, ríkinu og sjúkl- ingunum. Þarna sé um hags- munaárekstur að ræða og því eðli- legt að láta dómstóla fjalla um máhö. Ljóst er að frá 1. maí verður tilvís- anakerfið í gildi og sjúklingar geta eftir sem áöur leitað til sérfræöinga gegn tilvísun; þá inn á sjúkrastofn- anir en ekki stofur þeirra þar sem nær alhr þeirra séu launamenn hjá íslensku þjóðinni. Læknar vísa til niðurskurðar og fjárhagsástands sjúkrahúsanna og telja víst að þau ráði ekki við allt að 400 þúsund nýjar komur árlega. Ráðherra sé á vilhgötum. _„D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.