Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 2
Innan þeirrar greinar landbúnaðarrannsókna, sem ég hef tekið þátt í og haft kynni af, koma menn saman árlega síðla vetrar til að semja tilraunaáætlun fyrir komandi sumar. Hugmyndir um verkefni koma úr ýmsum áttum. Flestar munu komnar frá tilraunamönnum eða berast inn á fund með þeim. Aðrar eru sendar frá opinberum og hálfopin- berum aðiljum, t. d. Búnaðarfélagi fslands. Þetta er gott svo langt sem það nær, en það greip mig oft sú hugsun, að verið væri að smíða aðra hæð á byggingu þar sem engin er undirstaðan. Sú undirstaða, sem ég álít að þarna vanti, er að gera sér grein fyrir því, hvar skórinn kreppir mest; hvar vænta má beztrar nýtingar á því takmarkaða fjármagni, sem fyrir hendi er hverju sinni, og hvernig eigi að beina því þangað. Mér er ókunnugt um, að slík undirstaða sé til hér á landi og- ekki heldur kunnugt, að nokkurn tímann hafi verið reynt í alvöru að leggja mat á þetta. Innan þeirrar greinar landbúnaðarrannsókna, sem ég hef starfað við, jarðræktarinnar, hefur lengi verið áberandi, hve áburðartilraunir skipa stóran sess. Vissulega eru þær áríð- andi, en engin samræmd skoðun liggur að baki því, að áburðartilraunir gagnist landbúnaðinum betur en aðrar jarðræktartilraunir. Innan búfjárræktarinnar hefur svipað gerzt. Fyrir þá sem fylgjast með búfjártilraunum hefur ver- ið áberandi, hve sauðfjárræktartilraunir ráða ríkjum, þótt nautgriparækt sé stærri búgrein í landinu en sauðfjárrækt. Því fer víðs fjarri, að ég ætli mér upp á mitt eindæmi að kveða upp dóm um það, hvernig deila eigi niður til ein- stakra verkefna því fjármagni, sem veitt er til tilraunastarf- semi í landbúnaði hverju sinni, enda á ég minn þátt í því hvernig mál standa, sem starfsmaður við þessa grein. Hins vegar vildi ég leiða athygli manna að þessum mál- um. Áður en gert yrði upp á milli áburðartilrauna og ann- arra jarðræktartilrauna, þarf að kafa enn dýpra og leggja heildarmat á tilraunastarfsemina í landinu. Segja má, að það sé verkefni tilraunaráðs þess, sem skipað er á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Raunin 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.