Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Blaðsíða 18
Annað stórverkefni er að rannsaka, að hve miklu leyti jórturdýr geta nýtt einföld köfnunarefnissambönd, sem flokkast ekki undir prótein. Sem dæmi um það er þvagefni, CO(NH2)2- Bandaríkjamenn eru komnir einna lengst á veg með að nýta N í þvagefni og þar i landi eru bændur almennt farnir að gefa Y$ af N-þörf mjólkurkúa í fóðri sem þvagefni. Prótein er dýrasti hluti fóðursins og hér eru því mikil verð- mæti í húfi. Gæðakröfur til afurða húsdýra vaxa. Annars vegar eru það kröfur um innihald efna, svo sem fitu o. fl., en hins vegar um bragð og geymsluþol. í þessu hefur náðst árangur t. d. um vítamínauðuga mjólk. Inn í gæðakröfur hafa einnig blandazt spurningar um það, hvernig rotvarnarefni og þungir málmar, svo sem blý og kvikasilfur, geta borizt úr fóðri eða umhverfi búfjár í afurðir þess. Nærtækasta rann- sóknaverkefni hér á landi innan fóðurfræði er að auka hlut- deild gróffóðurs í fóðri búfjár og finna, hvernig verka á gróffóður til að búfé éti sem mest af því. Kynbœtur búfjdr. Undanfarin 20 ár hefur tilraunastærðfræði verið beitt í miklum mæli við kynbætur búfjár. Þannig hefur verið fundið, hvernig afurðasemi erfist og hvaða áhrif einstakir þættir umhverfis og aðbúnaðar hafa á þá þætti, sem erfast. Tölvunotkun hefur á síðasta áratug farið sívaxandi og gerir kleift að framkvæma útreikninga, sem með eldri aðferðum var ekki hægt að gera. Þessar rannsóknir hljóta að halda áfram. Þekking á fjölda eiginleika, sem eru mikilvægir fyrir hagnýtt gildi búfjár er lítil, þótt þar sé ekki alltaf um afurðaeiginleika að ræða. Margar áætlanir eru í gangi í kynbótum, sem byggja á niðurstöðum tilraunastærðfræðilegra útreikninga. Um leið og ný þekking verður til, þarf hún að bætast inn í þessar áætlanir og jafnframt þarf að fylgjast með, hvort hinn raun- verulegi árangur kynbótanna er eins mikill og vænta má fræðilega. Óljóst er, hvaða árangri má ná í að auka hluta gróffóðurs 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.