Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 18

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 18
Annað stórverkefni er að rannsaka, að hve miklu leyti jórturdýr geta nýtt einföld köfnunarefnissambönd, sem flokkast ekki undir prótein. Sem dæmi um það er þvagefni, CO(NH2)2- Bandaríkjamenn eru komnir einna lengst á veg með að nýta N í þvagefni og þar i landi eru bændur almennt farnir að gefa Y$ af N-þörf mjólkurkúa í fóðri sem þvagefni. Prótein er dýrasti hluti fóðursins og hér eru því mikil verð- mæti í húfi. Gæðakröfur til afurða húsdýra vaxa. Annars vegar eru það kröfur um innihald efna, svo sem fitu o. fl., en hins vegar um bragð og geymsluþol. í þessu hefur náðst árangur t. d. um vítamínauðuga mjólk. Inn í gæðakröfur hafa einnig blandazt spurningar um það, hvernig rotvarnarefni og þungir málmar, svo sem blý og kvikasilfur, geta borizt úr fóðri eða umhverfi búfjár í afurðir þess. Nærtækasta rann- sóknaverkefni hér á landi innan fóðurfræði er að auka hlut- deild gróffóðurs í fóðri búfjár og finna, hvernig verka á gróffóður til að búfé éti sem mest af því. Kynbœtur búfjdr. Undanfarin 20 ár hefur tilraunastærðfræði verið beitt í miklum mæli við kynbætur búfjár. Þannig hefur verið fundið, hvernig afurðasemi erfist og hvaða áhrif einstakir þættir umhverfis og aðbúnaðar hafa á þá þætti, sem erfast. Tölvunotkun hefur á síðasta áratug farið sívaxandi og gerir kleift að framkvæma útreikninga, sem með eldri aðferðum var ekki hægt að gera. Þessar rannsóknir hljóta að halda áfram. Þekking á fjölda eiginleika, sem eru mikilvægir fyrir hagnýtt gildi búfjár er lítil, þótt þar sé ekki alltaf um afurðaeiginleika að ræða. Margar áætlanir eru í gangi í kynbótum, sem byggja á niðurstöðum tilraunastærðfræðilegra útreikninga. Um leið og ný þekking verður til, þarf hún að bætast inn í þessar áætlanir og jafnframt þarf að fylgjast með, hvort hinn raun- verulegi árangur kynbótanna er eins mikill og vænta má fræðilega. Óljóst er, hvaða árangri má ná í að auka hluta gróffóðurs 20

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.