Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 43

Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 43
Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs, er dóttursonur Einars heitíns Guðfinnssonar í Bolungarvík. Bróðir Ómars er Einar, forstjóri Olís. Ómar stofnaði Island Tours i Þýskalandi ásamt Skúla Þorvaldssyni á Hótel Holtí og Böðvari Valgeirssyni, þá framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Atlantic. FV-myndir: Geir Ólafsson. Bmar fæddist 22. október 1959 í Bolungarvík. Hann er sonur Benedikts Bjarnasonar, kaup- manns og framkvæmdastjóra í Bolung- arvík, og Hildar Einarsdóttur, konu hans. Föðurafi Ómars var Bjarni Eiríks- son, kennari og kaupmaður í Bjarnabúð í Bolungarvík, en móðurafi hans var Einar Guðfinnsson, út- gerðarmaður, kaupmað- ur og kóngur í Bolung- arvík til margra ára. Þess má til gamans TEXTI Páll Ásgeir Ásgeirsson geta að á sinum tíma vakti samdráttur Hildar og Benedikts, foreldra Ómars, mikla athygli vestra þar sem foreldrar þeirra voru keppinautar í verslun og út- gerð og á öndverðum meiði í pólitík. Að báðum stóðu stórar ijölskyldur í Bol- ungarvík og Ómar ólst upp umkringdur frændum og frænkum í öllum bænum. Helsti vinur hans og leikfé- lagi á þeim árum var Elías, sonur Jónatans Einarsson- ar Guðfinnssonar, sem ólst upp í næsta húsi. Þeir / Omar Benediktsson, framkvœmdastjóri Islandsjiugs, er ekki fœddur inn í flugrekstur. Hann er kominn afœtt gróinna sjósóknara og þurrabúðarmanna vestur í Djúþi. bræður, Einar, Bjarni og Ómar fóru all- ir snemma að vinna og unnu í verslun og saltfiskverkun fjölskyldunnar í öllum skólafríum og á sumrin frá blautu barnsbeini. Ómar er fæddur í merki Vogarinnar og ætti því að vera rómantískur, frið- 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.