Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.07.1997, Qupperneq 59
önnur lönd í álfunni. ísland var fyrir Evrópukeppnina reiknað í 32. sæti. Sú tala þýddi það að Skaginn lenti inn í grúppu liða með lægsta stigaútreikn- inginn í forkeppninni. Ef þeir hefðu komist áfram í íyrstu umferð hefðu þeir spilað annan leik til viðbótar í forkeppninni. Ef sigur hefði unnist í þeim leik þá fyrst hefðu Akur- nesingar dottið beint inn í keppni 24 bestu liðanna. Þar er liðum skipt í 6 riðla. Það þarf ekki að fara í grafgötur með það hvað slík frammistaða hefði að segja varðandi peningahliðina. í þeirri keppni skipta upphæðirnar tug- um milljóna. Ef lið í meistarakeppn- inni nær að vinna sigur í fyrsta leik í forkeppninni, en tapar í annarri um- ferð, þá dettur það ekki út, heldur kemur inn í UEFA-keppnina sem KR tók þátt í. UEFA-keppnin er keppni félaga sem ekld eru meistarar eða bik- arhafar, heldur koma í næstu sætum þar á eftir.” ÍBVÍGÓÐUM MÁLUM Bikardeildin (Cup Vinners Cup) er spiluð með nokkuð öðru sniði. Vest- mannaeyingar eru fulltrúar Islands í bikarkeppninni að þessu sinni og eru meðal 48 þátttökuþjóða. Vegna fjölda þátttökuþjóða náði ÍBV að koma inn sem sterkara lið, þannig að þeir fengu lakari andstæðing í fyrstu umferðinni. Þeir komust áfram frá þeirri viðureign og eru því komnir inn í fyrstu umíerð þar sem þeir mæta þýska liðinu Stuttgart. I bikarkeppninni er aðeins eitt lið frá hverri þjóð og í forkeppninni er aðeins verið að ná fjölda þátttakenda úr 48 niður í 32. Eftir að þeirri tölu er náð verður dregið um andstæðinga. Þar er möguleikinn í raun og veru einn á móti 32 að fá einhvern tiltekinn óskaandstæðing. IBV vann lið frá Möltu í forkeppninni og er í fyrstu um- ferð. Vestmannaeyingar eru því í góðum málum og heppnir að fá Stuttgart sem andstæðing. Það eru ótrúlega mörg lið í UEFA- keppninni þar sem KR-ingar voru meðal þátttakenda. Átta sterkustu þjóðirnar eiga til dæmis rétt á 4 liðum hvert í þá keppni. Yfir 100 lið í Evrópu heija UEFA-keppnina í upphafi. KR var flokkað í lakasta styrkleika- flokkinn í fyrstu umferð forkeppninn- „Úti var enginn áhugi á sjónvarpsút- sendingum frá leikjunum við Dinamo Búkarest frá Rúmeníu og OFI frá Krít. Einu tekjur KR voru því þær sem fengust af miðasölu í leikj- um hér heima.” ar og þurfti að spila við sterkt lið Rúmena, Dinamo Búkarest, sem er númer 20 á styrkleikalistanum. KR tókst hins vegar að slá þá út (2-0 sigur heima og 2-1 sigur úti) og KR komst þannig áfram í aðra umferð forkeppn- innar. KR lenti næst á móti OFI frá Krít og gerði 0-0 jafntefli við þá í heima- leiknum en var slegið út úti. Ef KR EVRÓPUDÆMI KR-INGA 1. Fyrsta umferð á móti Dinamo Búkarest frá Rúmeníu. Fengu um 4 milljónir frá EUFA. Komust áfram. Styrkurinn fór að mestu í ferðakostnað. Engar sjón- varpstekjur. Tekjur af miðasölu hér j heima. í Z Önnur umferð á móti 0FI frá Krít. Fengu um 4 milljónir frá EUFA. Styrk- urinn fór að mestu í ferðakostnað. Komust ekki áfram. Engar sjónvarps- tekjur. Tekjur af miðasölu hér heima. 3. Ef KR hefðu komist í þriðju umferð og i verið heppnir með mótherja. Hefðu fengið um 4 milljónir frá EUFA. Stór hluti af því í ferðakostnað. Gróði: / Hefðu fengið í besta falli um 15 millj- ónir fyrir sjónvarpsréttinn og um 4 / milljónir af miðasölu hér heima. \ Þetta dæmi gildir núna um ÍBV gegn Stuttgart. hefði komist áfram hefði það lent í fyrstu umferð úrslitakeppni UEFA- liða, 64 liða úrslit. Af 64 liðum eru 32 flokkuð sem sterkari og 32 veikari. Þessum 64 liðum er síðan skipt upp í 8 riðla með 8 liðum í hveijum þeirra, 4 sterkari og 4 veikari. VERÐA AÐ GERA BETUR Margir halda að þátttaka KR-inga hafi fært þeim gull og græna skóga, en það er fjarri sanni. Knattspyrnu- samband Evrópu sfyrkir hveija þátt- tökuþjóð um 80.000 þýsk mörk í ferða- styrk (um 4 milljónir íslenskra króna). Sú upphæð er alltaf sú sama í hverri umferð. Hún gerði ekki meira en rétt duga fyrir ferðalagi til Rúmeníu fyrir hópinn sem fór í þá ferð. Hann sam- anstóð af 11 leikmönnum, 7 vara- mönnum og að minnsta kosti 5 á bekknum til viðbótar með læknum, sjúkraþjálfurum, fararstjóra og stjórn- armanni. Flug, hótel, fæði og rútukostnaður var mikill í Rúmeníuferðinni og 4 milljónirnar voru fljótar að fara. Ferðin til Krítar var ekki síður dýr. Það var enginn áhugi fyrir sjón- varpsútsendingum á þessum leikjum og einu tekjur KR voru því þær sem fengust af miðasölu á leikjum hérna heima. Ef KR hefði tekist að komast áfram eftir síðari leikinn þann 26. ágúst, þá hefðu þeir geta verið lús- heppnir með andstæðinga. KR hefði þess vegna getað lent í riðli með einu liði frá Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Góðar líkur hefðu verið á sjón- varpsútsendingum ef KR hefði lent á liði frá einhveiju þessara landa. Þá hefðu í bestu tilfellum fengist 10-15 milljónir fyrir sjónvarpsréttinn. Til viðbótar var næsta öruggt að aðsókn áhorfenda hér heima myndi verða góð. Fimm þúsund manns á Laugardalsvöllinn hefðu gefið af sér um 4 milljónir í tekjur og við þá tölu hefði bæst sfyrkur UEFA, millj- ónirnar fjórar. En þeir verða aðeins sjáanlegir ef andstæðingurinn verður eitt af stóru liðunum í Evrópu. Lið frá til dæmis einhveiju Norðurlandanna myndi ekki gefa neinar tekjur í aðra hönd, engan sjónvarpsrétt og færri áhorfendur, sagði Jónas að lokum. SH 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.