Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 65

Frjáls verslun - 01.07.1997, Side 65
MARKAÐSMÁL siðir og venjur í kringum neyslu skyndi- matar sem verða líkt og hluti aí menn- ingu samfélagsins. Fjölskyldan borðar saman pizzur á föstudögum og allir fá að velja sér álegg. Vinnustaðir sameinast í pizzuáti. Menn láta senda sér pizzur út á sjó, upp í ijallaskála og hvert á land sem er. Hvar sem unglingar koma saman og vaka við próflestur eða horfa saman á vídeó er pizzan ómissandi. Pizzusendill- inn hættir að vera persóna í amerískum kvikmyndum heldur verður starfsheiti og aukavinna íslenskra menntskælinga. Staðsetning skyndibitastaða í höfuð- borginni er svo alveg sérstakur kapítuli en af einhverjum ástæðum eru flestir þeirra í hverfmu sem afmarkast af Miklubraut, Suðurlandsbraut, Grensás- vegi og Skeiðarvogi. Þarna í Skeifunni og Fenjunum hefur orðið til Mekka skyndimatarins á Islandi en þar má finna á litlu svæði eftirtalda staði: McDonald's, Kentucky Fried, Boston Chicken, Subway, Domino’s og Pizza- húsið. Annars virðist vinsælasta stað- setningin vera í miðbænum við Lauga- veg eða í Kvosinni. Það er hægt að skipta skyndibita- markaðnum niður í nokkrar einingar eftir matartegundum. Um þessar mund- ir er baráttan hvað hörðust á pizzumark- aðnum og það er sá skyndimatur sem nýtur mestra vinsælda. Pizza 67 hefur lengi verið stærst ein- stakra keðja á pizzumarkaði og er ís- lensk keðja, stofnuð af ijórum ungum mönnum íyrir tæpum fimm árum. Þetta voru þeir Georg Georgiou, Guðjón Gíslason, Árni Björgvinsson og Einar Kristjánsson. Fjórmenningarnir hafa hætt beinum afskiptum af veitinga- rekstrinum sjálfum en einbeita sér að útbreiðslu keðjunnar en 17. Pizza 67 staðurinn opnaði nýlega að auki í Mosfellsbæ. Pizza 67 staðir eru í Kaupmanna- höfn, Prag og Osló. Gerður hefur verið samningur um opnun staða í Malays- íu og viðræður standa yfir við aðila í Argentínu, Chile og Dominíkanska lýðveldinu. Pizza 67 staðirnir eru ýmist í eigu annarra en fjórmenninganna eða rekst- urinn leigður út. Stærstur einstakra að- ila er Ystiklettur í eigu Hermanns Har- aldssonar sem á tvo Pizza 67 staði og leigir auk þess reksturinn á Pizza 67 í Tryggvagötu. Hver staður borgar 6% af veltu íyrir leyfið. 16 veitingastaðir undir merkinu veltu 800 milljónum á síðasta ári sem þýðir að tekjur fjórmenninganna hafa verið 48 milljónir. Eigendur Pizza 67 fullyrða að þeir hafi 35% af pizzumarkaðnum. Næstir þeim að stærð komi svo Hrói höttur, Domino’s og Pizzahúsið sem eru taldir áþekkir að stærð. Kunnugir fullyrða að saman ráði þessir íjórir aðilar yfir 80% af markaðnum. Aðrir, s.s. Jón Bakan, Eld- smiðjan og fleiri, eru svo minni. Þegar reynt er að meta stærð ein- staka pizzusala og markaðshlutdeild þeirra er rétt að hafa í huga að Pizza 67 ræður yfir flestum stöðum og er víðar á markaðnum en aðrir. Gallup könnun meðal ungs fólks á öllu landinu frá því í desember 1996 leiddi í ljós að fólk á aldrin- um 12-24 ára pant- aði sér heimsen- da pizzu að meðaltali 2,3 sinnum í mánuði. Tíðnin var 2,2 skipti í mánuði í des. 1994 svo nokkur aukning hefur orðið. Það kom fram í þessari könnun að ungmennin leggja mest upp úr gæðum en færri nefndu verð sem áhrifaþátt og 23% halda tryggð við þann pizzustað sem þau skipta við. Fáir vilja gefa upp tölur um það hvernig ein- stakir pizzustaðir skipti markaðnum en ljóst er að Domino’s og Pizza 67 beijast um það hvor hafi stærri hlut en sagt er að Hrói höttur sæki á, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. Domino’s er rekið af Futura ehf. en það er í eigu Skúla Þorvaldssonar veit- ingamanns og Hofs hf. eignarhaldsfé- lags Hagkaups. PIZZUR SEM MYNDU ÞEKJA62 LAUGARDALSVELLI Vandlátir pizzuhákar segja að til þess að pizza sé virkilega góð þurfi að vera a.m.k. 150 g af osti á henni og í sumum N Hópar fólks sem æskja fræðslu um tiltekið efni sem ekki er á námsskrá geta snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þeirra. Skólagjöld í Námsflokkum Reykjavíkur miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Kennt verður í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1 og í nýju húsnæði okkar í Mjódd, Þönglabakka 4. Upplýsingar í síma: 551 2992, fax: 562 9408, netfang: nfr@rvk.is FULLORÐINSFRÆÐSLA Prófadeild - Öldungadeild Grunnnám/Fornám: Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Framhaldsskólanám: Almennur kjami og sérgreinar heilsugœslubrauta. Aðstoðarkennsla: 1 stærðfrœði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsta: í lestri og skrift. Sérstakur stuðningur við vaktavinnufólk í námi. Aðgangur að nemendatölvum. Almennir flokkar - Frístundanám Tungumál (byrjenda- og framhaldsnámskeið): íslenska fyrir útlendinga. Danska, norska, sœnska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, gríska rússneska, pólska, japanska, arabíska og kínverska. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið: Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, glerlist, teikning, olíumálun, vatnslita- málun, prjónanámskeið og öskjugerð. Önnur námskeið: Margvísleg námskeið um sögu, menningu og trúarbrögð. ------- Starfsnámskeið: Fyrir fólk í umönnunarstörfum. Ataksverkefni: Fyrir atvinnulausa. \____________________________________________________________________________________________________________/ 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.