Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 70

Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 70
FÓLK að jafnaði en fleiri á álags- tímum. Hann segist stjórna í þeim anda sem faðir hans kenndi honum. „Það felst í því að gera starfsfólkið að þátttakend- um í stjórnuninni og leggja áherslu á hópvinnu. Eg vil ekki þurfa að ráða öllum smáatriðum og vil að fólk segi mér sitt álit og komi með tillögur. Ef fleiri bera ábyrgð þá dregur úr álag- inu á yfirstjórnina. Eg vil geta farið frá í nokkra daga og allt gangi eins og klukka meðan ég er í burtu. Þetta hefur gengið vel og ég er með mjög gott starfsfólk í kringum mig.“ I skóverslunum eru tveir sérstakir annatímar og er haustið annar þeirra. Snorri er þá mikið á ferðinni á sýn- ingum erlendis ásamt starfsfólki og er að skoða sumarskó næsta árs og ákveða innkaupin. I haust um sent út fulla af skóm síð- an byriað var á þessu, eru á annan tug.“ Snorri segist sjálfur ekki vera með „skódellu" en hafa mjög gaman af skóm og eiga nokkur pör en við- urkennir að eiga erfitt með að finna skó, sem passa honum nákvæmlega, og sé tregur til að henda skóm sem hann sé hættur að nota. „Almennt má segja að við viljum helst selja há- gæðaskó og leggjum alltaf höfuðáherslu á vöruvönd- un. Undanfarin ár hefur eft- irspurn eftir ódýrari skóm aukist á markaðnum og við höfum reynt að mæta því. Aður lýrr var algengt að menn keyptu sér vandaða skó sem þeir áttu í 10 ár og þessi sveifla virðist vera að koma aftur.“ Snorri er kvæntur Krist- ínu Skúladóttur hjúkrunar- Snorri Waage ólst upp með skókassa í fanginu í fjöl- skyldufyrirtækinu Steinar Waage hf sem rekur þrjár skó- búðir og eina fataverslun í Reykjavik. FV mynd: Kristján Maack. SNORRIWAAGE HJÁ STEINARIWAAGE ér finnst þetta afar skemmtilegt starf. Hér er ég alinn upp með skókassa í fanginu og var farinn að sendast iýr- ir föður minn þegar ég var 10 ára gamall,“ segir Snorri Waage, framkvæmdastjóri Steinars Waage hf. Flestir tengja nafn Stein- ars Waage við skóverslun og það hefur verið höfuð- viðfangsefni fýrirtækisins í 40 ár en Steinar Waage var stofnað í febrúar 1957 svo þetta er afmælisár. „Við höfum þegar fagn- að með starfsfólkinu en reiknum með að viðskipta- vinir fái að njóta þess einnig nú á haustmánuðum.“ Steinar Waage hf. rekur tvær skóverslanir undir því nafni, í Domus Medica og Kringlunni en Toppskórinn og kvenfataverslunin Cara eru einnig í eigu fyrirtækis- ins. Snorri er yngstur þrigg- ja systkina, Oli er við nám í lyfjafræði en Elsa er söng- kona. Snorri lauk verslun- ar- og verslunarmennta- prófi og hefur lengst af starfað við ijölskyldufyrir- tækið en var um tíma með bróður sínum við skófram- leiðslu í Skandinavíu Steinar Waage, faðir þeirra, lagði stund á or- topediska skó- og inn- leggjasmíði og nam í Þýska- landi og Danmörku. Sú þjón- usta var lengi aðalsmerki búðarinnar en dró úr henni þegar Steinar sneri sér meira að verslunarstörfum. Snorri segir að hjá fyrir- tækinu starfi um 25 manns liggur leið hans á þijár sýn- ingar sem eru fastir liðir, ein er í Kaupmannahöfn og tvær í Þýskalandi, í Stutt- gart og Diisseldorf. „Svo í mars og apríl end- urtekur sagan sig þegar maður fer og kaupir inn vetrarskóna. Þannig er maður oft að vinna eftir öðru dagatali en því sem hangir á veggnum." Skóverslanir Steinars Waage selja ekki bara skó heldur taka við þeim aftur. Þar er safnað með skipuleg- um hætti notuðum skóm sem fyrirtækið sér síðan um að koma til útlanda í hendur líknarsamtaka sem koma þeim til þeirra sem aldrei hafa efni á að kaupa sér skó. „Gámarnir, sem við höf- fræðingi og eiga þau þrjú börn saman, fimm ára, tveggja ára og eitt nýfætt. „Þegar ég er ekki að vinna þá vil ég helst vera heima með ijölskyldunni. Það er yndislegur tími þeg- ar börnin eru svona ung. Fyrir utan það hef ég gam- an af ferðast innanlands og hef farið með vinum og kunningjum á staði eins og Landmannalaugar, Þórs- mörk og Hrafntinnusker. Yið ferðumst akandi en göngum samt töluvert og njótum náttúrunnar. Þegar börnin stálpast ætla ég að taka aftur upp þráðinn því ekkert kemst í hálfkvisti við íslenska náttúru. Það er ekkert yndislegra en að skoða og upplifa landið þótt það sé rok og rigning.“ BD ...........IIIIHIIIIll IMIII llll II lllllllll llll llll TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 70

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.