Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 IFYRST&FREMST guðni kjartansson. Réö ekki viö gömlu mennina. karlóskarsson Verölaun fyrir mynd sem komst ekki í úrslit. ÞJÁLFARAR Á FLEYGIFERÐ Knattspyrnufélögin eru far- in aö leita að nýjum þjálfur- um fyrir næsta sumar og ef að líkum lætur mun ekki standa steinn yfir steini þegar upp er staðið. Sá eini sem get- ur verið viss um stöðu sína er Logi Olafsson, sem hefur náð miklu betri árangri með Víkingsliðið en nokkur gat ætlast til. En lítum aðeins á hræring- arnar sem vofa yfir: Jóhannes Atlason verður ekki endurráðinn þjálfari Stjörnunnar eftir slælegan ár- angur í sumar. Líklegastur arftaki hans er Ólafur Jó- hannesson hjá FH, en for- svarsmönnum þess félags þykir hann hafa farið eins langt með Iiðið og hægt er að ætlast til af honum. Hann fer í góðu frá félaginu og fer í boði þess á þjálfaranámskeið til Köln. Valsmenn eru líka að leita að þjálfara, því Ingi Björn Albertsson þykir hafa fulllít- inn tíma aflögu til að standa í þjálfun 1. deildar liðs. Vals- menn hafa borið víurnar í Hörð Hilmarsson, sem þjálfaöi Breiðablik með ágæt- um árangri, — að minnsta kosti fram eftir sumri. KR-ingar sætta sig ekki við árangur Guðna Kjartans- sonar í sumar og vilja skipta. KR-ingar vildu titil en fengu ekki og kenna því um að Guðni hafi aldrei náð því að vera óumdeildur stjórnandi liðsins og ekki þorað aö standa á móti vilja Péturs Péturssonar, Atla Eðvalds- sonar, Ragnars Margeirs- sonar og eldri mannanna í liðinu. Asgeir Elíasson hættir að sjálfsögðu hjá Fram og tekur við landsliðinu. Hjá Fram eru tveir kostir í stöðunni. Ann- ars vegar að ráða erlendan þjálfara og hins vegar að Pét- ur Ormslev taki að sér þjálf- unina. Pétur hefur sýnt þessu áhuga og verður erfitt að ganga framhjá honum. Marteinn Geirsson kom reyndar til greina hjá Fram en varla lengur eftir vonbrigðin með árangur Fylkis í sumar. Fylkismenn vilja losna við Martein og fá Óskar Ingi- mundarson frá Víði í stað- inn. Með Óskari fylgir bróðir hans, Steinar Ingimundar- son, sem mun styrkja liðið nokkuð. VERÐUR ÞÓRÐI FÓRNAÐ? Starf efnahagsráðgjafa for- sætisráðherra hefur að und- anförnu ekki orðiö neinum til framdráttar og nægir að nefna þá síðuktu.bví til sönn- unar; Bolli Hédinsson, Þórður Ólafsson og Ólafur Isleifsson. Þetta er helsta ástæða þess að Davíð Odds- syni hefur enn ekki tekist að manna stöðuna. Nú ætlar hann hins vegar að slá þessa flugu og nokkrar aörar í sama höggi. Hug- myndin er sú að taka þjóð- hagsspárnar frá Þjóðhags- stofnun og setja þær undir Hallgrím Snorrason í Hag- stofunni, ásamt ýmissi hag- MISSUM VIÐ HM ’95? Vond fjárhagsstaða Handknattleikssam- bandsins hefur spurst út og í handknattleikssamböndum í öðrum löndum velta menn því fyrir sér hvort HSÍ hafi bolmagn til að standa undir heimsmeist- arakeppninni árið 1995. Jörg Ba- hrke, framkvæmdastjóri A|-_ þjóðahandknattleikssambands- ins, sagði í samtali við PRESS- UNA að þegar hefði ein þjóð boöist til að draga Islendinga að landi og taka keppnina að sér. Hann vildi ekki segja hvaða þjóð það væri. Bahrke sagði að formlega væri svarið já, ef spurt væri hvort HSÍ héldi HM '95. Hins vegar vissu menn af fjárhags- vandanum og að enn hefðu engar fram- kvæmdir hafist vegna byggingar nýrrar hand- boltahallar. Hann sagðist enn ekki vita hvort Islendingar gætu staðið undir þeirri breytingu sem felst í fjölgun liða úr 16 í 24. Bahrke sagðist aðeins hafa heyrt sögusagnir en engar upplýsingar fengið frá HSÍ. Hann sagði að grunsemdir væru uppi um að ekki væri allt með felldu. Þessi mál verða að vera komin á hreint snemma á næsta ári, sagði Bahrke. skýrslugerð, sem hingað til hefur verið sinnt í Þjóðhags- stofnun og Seðlabanka. Það er af nógu að taka í Seðla- bankanum, en hins vegar yrði fátt eitt eftir í Þjóðhags- stofnun. Davíð vill því taka restina og búa til litla efna- hagsstofnun sem mundi þjóna forsætisráðherra fyrst og fremst. Yfirmaður hennar kæmi og færi með forsætis- ráðherra og yrði því nokkurs konar efnahagsráðgjafi hans. Við þetta færðust þjóð- hagsspárnar yfir til embættis- manna og nytu hugsanlega meiri virðingar en spám Þjóðhagsstofnunar hefur hlotnast. Seðlabankinn mundi minnka, öllum til gleði nema Jóhannesi Nordal. Davíð fengi boðlegt embætti handa efnahagsráðgjafa. Eina vandamálið er að ekk- ert rúm er fyrir Þórð Frið- jónsson, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, í þessari áætlun. KOMST EKKI í ÚRSLIT Eins og fram hefur komið fékk Karl Óskarsson kvik- myndagerðarmaður verð- laun á norrænni auglýsinga- hátíð í Helsingjaborg fyrir tökur á alnæmisauglýsingu. Þessi auglýsing komst hins vegar ekki langt í keppninni sjálfri og reyndar komst önn- ur íslensk lengra; greiðslu- kortaauglýsingin með mynd- unum frá Austur-Berlín. Það vara Saga film sem gerði hana. Alls bárust 440 auglýsingar í keppnina. Af þeim voru 68 valdar í „púlíu", þar af þrjár íslenskar; alnæmið, Aust- ur-Berlín og auglýsing um símaklefa frá Pósti og síma. Úr þessum auglýsingum voru 20 valdar í úrslitakeppnina og höfðu þá bæði eyðniaug- lýsingin og símaklefinn frá Pósti og síma dottið út. Aust- ur-Berlín var ein eftir frá fs- landi. Hún hreppti brons-verðlaun ásamt ellefu myndum öðrum, en sjö fengu silfur, tvær gull og ein Grand prix-verðlaunin. Auk þessara aðalverðlauna var deilt út mörgum hliðar- verðlaunum. Þar á meðal fékk Karl ein fyrir kvik- myndatöku á alnæmisauglýs- ingunni. MATTI í FÝLU OG EYJÓLFUR BENDIR Á PARKINSON Ef einhverjir halda að allt sé slétt og fellt í þingflokki sjálfstæðismanna er það mis- skilningur. Matthías Bjarna- son hefur ekki mætt á fundi að undanförnu og líklega mun útstrikun Reykjanes- skóla í Djúpi lítið liðka fyrir því. Annar þingmaður hefur markað sér sérstöðu, það er Eyjólfur Konráð Jónsson, en hann hefur lýst harðri andstöðu við gjaldtöku af sjúklingum og nemendum og gjaldtöku yfirleitt. Eyjólfur rökstyður mál sitt á annan veg en kratarnir og stjórnar- andstaðan, sem telja um að ræða óréttláta gjaldtöku af þeim sem minna mega sín. Eyjólfur segir hér á ferðinni hina þekktu parkinsonreglu. Auðvitað muni gjaldtakan kalla á sérstakar innheimtu- deildir við stofnanirnar sem leiði til fjölgunar starfsmanna og aukinna ríkisumsvifa. Glöggur maður Eyjólfur. logi Olafsson. Eini þjálfarinn sem situr öruggur í sæti sínu. pétur ormslev Frammarar vilja hann eða útlending. ingi björn albertsson. Ekki nógan tíma fyrir Val. þórður friðjónsson. Stóllinn er ekki að hitna heldur að renna undan honum. eyjólfur konráð jónsson. Gjaldtakan þýðir bara aukin ríkisumsvif. matthías bjarnason. I fýlu við Davíð og þingflokkinn. Þykir þér Davíð Oddsson vera algjör perla? „Já.“ Ingimundur Sveinsson er arki- tekt að Perlunni og hefur þeg- ið nærri 56 milljónir króna fyr- ir verk sitt við húsið. LÍTILRÆÐI af ólæsi Mér skilst að íslendingar séu að jafnaði svona umþað- bil fimmtán til tuttugu ár á skólabekk hver. Skólaskyld- an er tíu ár; frá sex til sextán, og síðan fara fimm til tíu ár í enn ítarlegra nám. Algengt er að menn verði stúdentar um tvítugt og hafi því verið fjórtán ár í skóla til að afla sér þeirrar menntun- ar sem æskileg þykir til að geta hafið háskólanám. Stúdentar við Háskóla Is- lands eru nær undantekn- ingarlaust íslendingar, sem ætti að geta komið sér vel í stofnun þar sem kennsla fer að mestu fram á íslensku sem stundum er kölluð móð- urmál, guð einn veit hvers- vegna. Ætla mætti að íslenska væri eina greinin á háskóla- stigi sem ekki vefðist fyrir stúdentum sem hafa drukk- ið þjóðtunguna í sig með móðurmjólkinni og eiga síð- an að baki tuttugu ára æf- ingu í að tala málið, hlýða á það og lesa, plús fjórtán ára setu á skólabekk á kostnað íslenska samfélagsins sem borgar einhver hundruð þúsunda fyrir upplýsingu hvers nemanda á ári, meðal annars til að standa straum af síaukinni áherslu sem lögð er á móðurmáls- kennslu. En nú hefur enn og aftur sannast hið fornkveðna: — Það er margt skrítið í kýrhausnum. Nú hefur það semsagt enn einu sinni verið gert heyrin- kunnugt, af háskólayfirvöld- um, að íslenskir stúdentar sem eigi að fara að stunda nám í Háskóla íslands séu óhæfir til að setjast þar á skólabekk vegna vankunn- áttu í móðurmálinu. Að dómi háskólayfirvalda útskrifa hinar virtu mennta- stofnanir þjóðarinnar lær- dómsmenn sem upp til hópa eru hvorki talandi, læsir né skrifandi á íslenskt mál, en sú grundvallarþekking kvað vera ein af forsendum þess að hægt sé að verða læknir, lögfræðingur eða prestur. Þessar fullyrðingar há- skólayfirvalda hafa svo orð- ið til þess að snotrustu menn úr kennarastétt hafa ruðst í hópum framá ritvöllinn til að segja skoðun sína á því hvort og þá hversvegna nemendur útskrifist úr virt- um menntastofnunum, sem kosta þjóðina einhverja milljarða á ári, án þess að kunna að draga til stafs. Og það er einsog sam- þjappaðir vitsmunir brjótist útúr hýði sínu og breytist í skrautflugur þegar hver skólamaðurinn af öðrum, stundum kallaðir framhalds- skólakennarar, tjáir sig um það á hnökralausu guilaldar- máli, hversvegna íslenskir menntamenn á háskólastigi séu að berjast við lesblindu, ólæsi, réttritunarörðugleika og tjáningarteppu. Dag eftir dag eru blöðin uppfull af vangaveltum um það hvernig í ósköpunum standi á þessu, en það er einsog engum detti í hug að þetta geti stafað af því að ís- lendingar eru hættir að lesa frambærilega texta á bók- um. Mér er nær að halda að út- verðir íslenskrar tungu í dag séu fjölmiðlafólk sem stráir um sig málfarsrósum á við þær að íþróttamenn séu um þessar mundir „með lærið í lúkunum” og „nagi sig í handarkrikann” útaf ósigrin- um. Og ef þeir tapa „sí oní æ" má segja að „sjaldan sé öll báran stök” og „betri sé hálf- ur skaði en enginn”. Því þó íþróttamaðurinn sem slasað- ist „liggi í lamaslysi" sé rétt að muna það að „Róm var ekki byggð á hverjum degi". Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.