Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 8

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 AM KOMWOBS ADKAST STÚRLEGA MGflHNGARFÁ IEST0 LOOIGNAR Skuldir bæjarsjóds Kópavogs hafa aukist verulega frá því núverandi meirihluti tók við völdum í bæjarstjórn. Fyrri meirihluti þótti ganga langt í lántökum og þegar skipt var um meirihluta vorið 1990 voru skuldir bæjar- sjóðs umtalsverðar, eða rúmar 1.200 milljónir króna. Nú stefnir í að þær verði 2,6 til 2,7 milljarðar króna í árslok. Þetta jafngildir því að bæjarstjórnin hafi aukið skuldirnar um tvær til þrjár milljónir hvern dag sem liðinn er af kjör- tímabilinu. Staða bæjarins er að nálgast ,,Hofsósstigið“, sem þýðir að allt bendir til að bænum verði skipuð sérstök fjár- haldsstjórn; stjórn peningamála verði tekin frá bæjar- stjórn og félagsmálaráðherra skipi sérstaka stjórn sem taki yfir peningastjórn Kópavogsbæjar. Fastir tekjuliðir bæjarsjóðs, þ.e. skattar, gera ekki meir en standa undir rekstri bæjarfélagsins. Aðeins 2 prósent eru eftir til framkvæmda. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálf- stæðisflokks, er nýr maður í bæjar- stjórn. Hann deildi hart á fyrri meirihluta fyrir skuldasöfnun og slaka fjárhaldsstjórn. Gunnar stjórnar verktakafyrirtækinu Gunnari ogGuðmundi, sem skipt hefur við Kópavog eftir að Gunnar tók við völdum. I einu verkanna fór fyrirtæki hans 60 prósentum fram úr tilboði. Þá á hann sæti í stjórn Ár- mannsfells og er langt kominn með.að tryggja mjög gott byggingarland í Kópavogi. Það er fleira sem fundið er að stjórn Kópavogs. Þar er til nefndur „verktakablærinn", sem þykir ein- kenna margt við stjórn bæjarins. Þá eru nefndar til lóðaúthlutanir til for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. . Meirihlutinn ér samansettur af fimm sjálfstæðismönnum og einum framsóknarmanijii, Sigurdi Geirdal bæjarstjóra. Oddviti sjálfstæðis- manna er Gunnar 1. Birgisson, for- maður bæjarráðs. Aðrir bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokks eru; Gubni Stefánsson, Arnór Pálsson, Bragi Michaelsson og Birna G. Fridriks- dóttir, forseti bæjarstjórnar. Kjörtímabilið 1986 til 1990 voru A-flokkarnii^ saman í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. 600 MILLJÓNUM FRAM ÚR ÁÆTLUN Ef fram heldur sem horfir stefnir í að bæjarsjóður fari að minnsta kosti 600 milljónum króna fram úr fjár- hagsáætlun. Af einstökum liðum ná nefna að fjármagnskostnaður verð- ur sennilega 40 milljónum hærri en gert var ráð fyrir, yfirstjórn bæjarins stefnir í að fara 6 milljónum fram úr. Samkvæmt sex mánaða uppgjöri stefnir í að kostnaður við rekstur bæjarins verði rúmum 80 milljón- um króna hærri en gert var ráð fyrir. Framkvæmdir munu fara 87 millj- ónum fram úr áætlun og samkvæmt björtustu vonum, sem reyndar allir eru sammála um að muni engan veginn standast, kemur til með að vanta 176 milljónir á þau gatnagerð- argjöld sem lagt var af stað með. A þessu ári keypti Kópavogsbær talsvert land á Arnarneshæð og í Smárahvammi fyrir 180 milljónir Hver f jölskylda skuldar 640 þúsund krónur Vegna skuldastödu bœjar- sjóds Kópavogs skuldar hver íbúi um 160 þúsund krónur. Það jafngildir því ad hver fjögurra manna fjölskylda skuldi 640 þús- und. Skammtímaskuldir: Á miöju ári 1990 voru skammtímaskuldir Kópa- vogs um 230 milljónir króna. Um mitt þetta ár voru þœr ordnar 550 millj- ónir. Skammtímaskuldir hafa sem sagt tvöfaldast á einu ári. Langtímaskuldir: Á midju ári 1990 voru lang- tímaskuldir 1.015 milljónir króna. Ari sídar voru þœr 1.500 milljónir króna. Aukning um nœrri 500 milljónir. Heildarskuldir: Um mitt ár 1990 voru heild- arskuldir Kópavogs tœplega 1.250 milljónir króna. Um mitt þetta ár voru þær ordnar rúmir tveir milljarö- ar. Þetta er aukning um 65 prósent. BJARTSÝNIR VARÐANDI SEINNIHLUTA ÁRSINS í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var gert ráð fyrir að gatnagerðargjöld á árinu yrðu 485 milljónir króna. Á fyrstu sex mánuðum ársins komu aðeins rúmar 60 milljónir króna í bæjarsjóð í gatnagerðargjöldum. í ljósi þessa hefur bæjarstjórn endur- skoðað fyrri áætlun og ekki er leng- ur gert ráð fyrir 485 milljónum, heldur 310 milljónum króna á árinu. Ef mið er tekið af seinni áætlun bæj- arstjórnar sést að á fyrrihluta ársins innheimtust aðeins 20 prósent af endurskoðaðri áætlun og aðeins 13 prósent af upphaflegri áætlun. Sem dæmi um hversu hin nýja áætlun á við lítil rök að styðfast skal tekið dæmi. í áætluninni segir að Hagkaup muni á seinnihluta þessa árs greiða 90 milljónir króna í gatna- gerðargjöld. „Þeir hafa leitað til okkar vegna þessa máls,“ sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Hann Valþór Hlöðversson, oddviti Alþýöu- bandalags, segir að núverandi meiri- hluti hafi hlaðið upp meiri skuldum en allir aðrir meirihlutar í 40 ára sögu Kópavogs. Valþór er einn af þeim sem bera ábyrgð á að Kópavogur skuldaöi yfir 1.200 milljónir vorið 1990. bætti við að bæjarstjórnin hefði leit- að eftir að Hagkaup, iKEA og BYKO greiddu 90 milljónirnar á þessu ári þrátt fyrir að ætlað væri að hefja byggingarframkvæmdir á árunum 1994 til 1995. Jón sagði að ekki væri. búið að semja um þetta mál og að nú væri með öllu óvíst hvort sam- komulag tækist. VERKTAKARNIR RÁÐA MIKLU Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, er annar eigenda verk- takafyrirtækisins Gunnars og Guð- króna, alls 36 hektara. Ekki var gert ráð fyrir þessum landakaupum á fjárhagsáætlun. Bæjarfélagið á mik- ið undir að þessi lönd seljist sem fyrst. EIGA ALLT SITT UNDIR SÖLUNNI „Ef landið selst ekki, helst á þessu ári, þá líst mér ekki á. Við eigum allt okkar undir því að greiðendum til bæjarsjóðs fjölgi sem fyrst. Þrátt fyr- ir að forystan segist treysta á að við förum að fá tekjur af þessu, jafnvel á þessu ári og næsta, er ég vonlítill um það. Ég gæti trúað að það verði í fyrsta lagi 1993 sem þessi kaup fara að skila sér og jafnvel ekki fyrr en eftir næstu kosningar, 1994. Við framsóknarmenn getum ekki ann- að en lagt alit okkar traust á Sigurð Geirdal," sagði framsóknarmaður í Kópavogi. „Það er klárt mál að þetta er gott byggingarland. Hitt er annað að það er keypt fyrir peninga sem ekki eru til. Ég er hræddur um að þetta geti reynst erfitt. Að sjálfsögðu vona ég að þetta gangi upp hjá þeim. Ef ekki, þá er illa fyrir okkur komið,“ sagði stuðningsmaður fyrri meiri- hluta. lnnan meirihluta bæjarstjórnar er rætt um að taka erlent rekstrarlán. Ef af því verður þá verður það í fyrsta sinn í sögu sveitarstjórna hér á landi sem lán verður tekið til að standa undir rekstri bæjarfélags.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.