Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 32
 r ^wávurjT TRYGGVAGOTU 4-6 101 REYKJAVÍK SÍMI 15520 Æ^lrgentínskt , /,-y eldhús HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 621373 I ú mun afráðið bak við tjöldin hjá stjórnarliðinu að falla frá öllum hugmyndum um skólagjöld. Áður hafði Ólafur G. Ein- arsson mennta- málaráðherra ákveðið að leggja 17.000 króna gjald á háskólanema og 8.000 króna gjald á framhaldsskóla- nema. Nokkrir þingmenn Alþýðu- flokksins eru alfarið á móti skóla- gjöldum og í gær sendi Össur Skarphéðinsson, formaður þing- flokksins, Ólafi G. Einarssyni harð- ort bréf þar sem fram kom að þing- mennirnir fjórir mundu taka þátt í að fella allar tillögur um skólagjöld. Viðbrögð Ólafs munu hafa verið þau að leggja allar tillögur um skóla- gjöld á hilluna . . . kJtjórnarfundur verður hjá Flug- leiðum í dag og er gert ráð fyrir að fast verði sótt að Sigurði Helga- syni, forstjóra fyrir- tækisins. Sem kunn- ugt er hefur orðið mikið verðfall á hlutabréfum Flug- leiða undanfarið og eftir því sem komist verður næst eru það ekki fagrar rekstrartölur sem lagðar verða fyrir stjórn fyrirtækisins. Mun þar meðal annars koma fram að sumarið hefur komið mun verr út en gert var ráð fyrir. . . L Lnnan Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eru raddir uppi um að knýja Davíðs Stefánsson, for- mann SLIS, til að segja af sér. Hópur heimdellinga telur að ekki verði bætt fyrir klúðrið á þingi SUS á ísafirði á dög- unum og óhjá- kvæmilegt að draga formanninn til Budweiser UMBOÐED Verðlauna- peningar bikarar FANNAR LÆKJARTORQI - n 16488 ábyrgðar. Davíð mun hins vegar þrátt fyrir allt hafa traustan hóp í kringum sig, sem telur fyllilega ósanngjarnt að bendla formanninn við misgerðir þröngs hóps úr Reykjavík, sem talinn var standa að hinum ólögmætu kosningum til stjórnar SUS . . . Nc U, 1 m daginn spurðist út að Júlí- us Sólnes, prófessor og fyrrum ráð- herra, væri á leið til Danmerkur að sinna vísindastörf- um og kennslu. Hann er nú staddur þar, en nú heyrist að Júlíus muni halda enn lengra út í heim, því honum hefur verið boðin staða gestaprófessors í Mexíkó ... kki hefur gengið sem skyldi að fá starfsfólk í verksmiðju Sláturfé- lags Suöurlands á Hvolsvelli. Nú hefur Steinþór Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, brugð- ið á það ráð að fá 25 Pólverja til vinnu og komu þeir til lands- ins í síðustu viku. Dræmar undirtektir Hvolsvallarbúa eru nokkur eru nokkur von- brigði, en sem kunnugt er var látið mikið með flutning fyrirtækisins þangað. Nú er Ijóst að hlutfall Pól- verja af starfsmönnum-vejíður hátt næstu 6 mánuðina en í verksmiðj- unni starfa um 120 manns . . . stöðu þar sem lögfræðilegar álits- gerðir um uppsagnir hans vitna um að þær hafi verið kolólöglegar. Þannig sendi Jón Oddsson, lög- maður eins þeirra sem sagt var upp, kæru á hendur Stefáni til ríkissak- sóknara . . . I u heyrist að Guðmundur Malmquist forstjóri og stjórn Byggðastofnunar séu þegar farin að undirbúa stjórnvöld undir allt að 1.500 milljón króna skell frá Atvinnutrygg- ingasjóði á næsta ári, en í raun er talið að að sjóðurinn, sem nú er deild í Byggða- stofnun, sé gjaldþrota. Því verði úti- lokað annað en að veita aðstoð með beinum framlögum . . . N X ^ ýlega réð Stefán Baldursson tvo nýja leikstjóra og nokkra leikara til starfa hjá Þjóðleikhúsinu. Leik- stjórarnir eru þau Þórhildur Þor- leifsdóttir og Guð- jón Pedersen og væntanlega ætlar Stefán að láta þau leysa Benedikt Árnason og Brynju Benediktsdóttur af hólmi. Stefán er hins vegar í mjög erfiðri u 1 m síðustu helgi kom sam- bandsstjórn Sambands ungra jafn- aðarmanna saman til fyrsta fundar eftir þingið fræga á ísafirði í ágúst. Á fundinum var samþykkt að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara í saumana á framkvæmd þingsins og ásökunum um ólögmæti þess. Fjórir voru kjörnir í nefndina, Þórð- ur Pálsson og Jónas Fr. Jónsson af hálfu ,,ákærenda“ en Þorgrímur Daníelsson og Ari Edvvald af hálfu „sakborninga". Menn eru von- daufir um að starf nefndarinnar skili árangri, meðal annars af því odda- mann vantar . . . nn er bið á niðurstöðu nefndar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skipaði til að kanna möguleika á miðlun útvarpssend- inga eftir að mastrið á Vatnsenda eyði- lagðist í fárviðri í vetur. Fram hafa komið raddir um að óþarfi sé að reisa nýtt mastur, en hins vegar hefur kvisast út frá útvarpsráði að nefndin muni leggja til að reist verði ný lang- bylgjustöð . . . VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna'við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna við viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorki er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, mai og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tima skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.