Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 7 SKUUMR YHR 200 MHLMNIR ENAEIflflHNA KRRNU Reykjakaup, fyrirtœki Friðriks Gíslasonar fyrrum kaupmanns í Hafnar- firði og Garðabœ, hefur verið gert upp vegna gjaldþrots. íljós kom að skuldirnar voru 168 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar. Engar eignir fundust í búinu. Friðrik segir að Páll í Polaris hafi ekki staðið við gerða samninga og því hafi fyrirtœkið tapað tugum milljóna króna. um fékk Páll greitt með allskyns pappírum sem allir fóru í vanskil. KJÖTMIÐSTÖÐIN MEÐAL KRÖFUHAFA Þrotabú Kjötmiðstöðvarinnar er með tugmilljóna króna kröfu í þrotabú Reykjakaups, fyrirtæki Friðriks. Þrotabú Kjötmiðstöðvar- innar er ekki öflugt fyrir og ekki bætir það stöðuna að fyrirtækið sem keypti helstu eign Kjötmið- stöðvarinnar á ekki krónu og getur því ekki gert upp kaupin á verslun- inni í Garðabæ. Þegar Páll í Polaris keypti þá versl- un greiddi hann fjórar milljónir í víxlum, yfirtók skuldir upp á nærri sextiu milljónir og afganginn Friðrik Gislason á þeim tíma sem hann var kaupmaður i Garðabæ. greiddi hann með hluta í eigninni númer 5a við Krókháls í Reykjavík, eða eitt þúsund fermetrum. A eigninni hvíldu talsverðar skuldir sem Páll átti að aflétta. Það var ekki gert. Landsbankinn átti 60 milljónir króna sem voru veðsettar á Krókhálsinum. Ekki tókst að af- iétta veðunum sem varð til þess að eignin, sem var yfirveðsett, var seld Friörik Gíslason keypti óvænt verslunina Kostakaup í Hafnarfirði af Páli G. Jónssyni í Polaris í september 1988. Kaupverðið var 25 milljónir króna. Síðar keypti Friðrik verslun Kjötmiðstöðvarinnar í Garðabæ af Kjötmiðstöð- inni hf. sama dag og það fyrirtæki var tekið til gjaldþrota- skipta. Kaupverðið var 80 milljónir króna. Kaupverð og rekstrarskuldir vegna þessa verslunarrekstrar Friðriks fóru fljótlega í vanskil. Síðar seldi hann Páli í Polaris versl- unina í Garðabæ. Eftir að Reykjakaup, fyrirtæki Friðriks, fór í gjaldþrot streymdu inn kröfur í þrotabúið, en það átti hins vegar engar eignir. UR MYNDBANDALEIGU I STÓRVERSLUN Þegar Friðrik keypti Kostakaup var hann lítt eða ekkert þekktur í viðskiptalífinu. Hann hafði átt og rekið Myndbandaleigu kvikmynda- húsanna í Reykjavík og víðar, alls ní- tján afgreiðslustaði, að sögn Frið- riks. Páll í Polaris seldi Friðriki versl- unina fyrir 25 milljónir króna, en Páll hafði áður keypt hana af þrota- búi Kostakaups, fyrir 20 milljónir. Friðrik greiddi fyrir með allskyns pappírum sem lítið eða ekkert fékkst greitt fyrir. Páll í Polaris keypti Kostakaup upphaflega til að reyna að bjarga 600 þúsund króna tapi sem blasti við honum vegna gjaldþrots Kosta- kaups. Þegar Páll keypti verslunina í Garðabæ losnaði Friðrik undan því sem hann átti ógreitt til Páls vegna Kostakaups og eins við miklar við- skiptaskuldir við Sanitas, fyrirtæki Páls. Friðrik sagði í samtali við PRESS- UNA að hann hefði keypt Kjötmið- stöðina á of háu verði. Sér hefðu ekki verið gefnar upp réttar veltu- töiur og hann hefði því borgað yfir- verð fyrir verslunina. PÁLL SELDI STRAX AFTUR Páll átti verslunina í Garðabæ ekki lengi. Hann fann annan ævin- týramann, Jens Ólafsson í Grundar- kjöri. Viðskipti Páls og Jens gengu hratt fyrir sig. Páll eignaðist verlsun- ina seinnipart dags 15. janúar 1990 og seldi Jens hana næstu nótt, þ.e. aðfaranótt 16. janúar. Eins og áður sagði keypti Páll af Friðriki fyrir 84 milljónir en Jens af Páli fyrir 105 milljónir króna. Hann greiddi sem sagt rúmum 20 milljónum króna meira fyrir verslunina en Páll gerði fáum klukkustundum áður. Af þessu mætti ráða að Páll hefði gert góð viðskipti. Svo var alls ekki, því hvorki Grundarkjör, fyrirtæki Jens Ólafssonar, né Reykjakaup, fyr- irtæki Friðriks Gíslasonar, reyndust traustir kaupendur. í báðum tilfell- ÚR KOSTAKAUP í KJÖTMIÐSTÖÐINA Friðrik lét sér ekki duga að eiga eina verslun. Hann keypti verslun Kjötmiðstöðvarinnar hf. við Garða- torg í Garðabæ af Hrafni Bach- mann. Kaupin voru gerð sama dag og bú Kjötmiðstöðvarinnar var tek- ið til gjaldþrotaskipta. Kaupverðið var 80 milljónir króna. Ekki tókst Friðriki vel upp með reksturinn. Skuldir hlóðust upp og enn kom Páll í Polaris til skjalanna. Hann keypti Kjötmiðstöðina, sem reyndar var búið að gefa nýtt nafn, Garðakaup, og keypti verslunina af Friðriki fyrir 84 milljónir króna. Krókháls 5 í Reykjavík. Friðrik segir að gjaldþrotamáliö hefði tekið aðra stefnu ef Reykjakaup hefði fengið það út úr þessu húsi sem því bar. á nauðungaruppboði. Þannig fengu kröfuhafar í þrotabú Reykjakaups ekkert út úr eigninni, sem verður að teljast eina eign fyrirtækisins sem varð verðlaus vegna þess hversu mikið var áhvílandi. SKIPTARÁÐANDINN VILDI EKKI í MÁL VIÐ PÁL Friðrik segir að skiptaráðandinn hafi ekki viljað höfða mál á hendur Sanitas fyrir vanefndir. „Ef það hefði verið gert og Sanitas þurft að borga sitt er ég viss um að Reykja- kaup hefði getað fengið nauðar- samninga. Þetta var eitt þúsund fer- metra húsnæði og ætli leigan sé ekki fimm eða sex hundruð krónur á hvern fermetra. Leigutekjurnar hefðu því getað greitt talsvert niður af skuldunum,“ sagði Friðrik Gísla- son. Friðrik nefndi einnig að Lífeyris- sjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefði lýst kröfu í þrota- búið. Samkvæmt samningi yfirtók Páll í Polaris þessa skuld og Jens Ól- afsson yfirtók hana síðan þegar hann keypti af Páli. Hvernig sem öllu er komið er ljóst að kröfur í þrotabú Reykjakaups eru 168 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar, sem þýðir að með öllu eru kröfurnar á þriðja hundrað milljónir króna. AFTUR Á BYRJUNARREIT Friðrik Gíslason missti báðar verslanir sínar, það er Kostakaup og Garðakaup. Eins og áður sagði átti hann myndbandaleigu áður en hann fór út í matvörukaup- mennsku. Eftir að hann tapaði versl- ununum tók hann upp fyrri við- skipti, þ.e. myndbandaleigurekstur. Til skamms tíma átti hann mynd- bandaleigu við Skipholt. Nú er búið að loka þar, en Friðrik rekur aðra á Seljabraut 54 í Reykjavík og auk þess söluturn í Engihjalla 8 í Kópa- vogi. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.