Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SESSáiSER 1991 9 Sigurður Geirdal, odd- viti Framsóknarflokks, varð óvænt sigurveg- ari kosninganna, þrátt fyrir að flokkurinn tapaði fylgi. Sigurður komst í oddastöðu og nýtti hana til fulls. Hann er eini bæjar- fulltrúi síns flokks og það dugði þonum til að verða bæjarstjóri. Mikill fólksflótti hefur verið af bæjarskrif- stofunum síðan hann tók við sem æðsti embættismaður Kópavogs. Frá því nýr meirihluti tók við völdum í Kópavogi, eftir kosningarnar 1990, hefur sigið á ógœfuhliðina í fjárhagsstöðu bœjarins. Fyrir stjórnarskiptin var bœjarsjóður Kópavogs með skuldsettari sveitar- félögum. Á fyrsta eina og hálfa starfsári núverandi meirihluta hafa skuldir bœjarins aukist um 1100 milljónir og stefnir í að þœr aukist um 500 milljónir til viðbótar á þessu ári. Fyrirtœki tengd forystu-mönnum Sjálfstœðis- flokksins fá bestu byggingarlóð- irnar og jafnvel lóðir sem búið var að lofa Skuldirnar aukast enn . Allt útlit er fyrir ad skuldir Kópavogs eigi enn eftir ad aukast. Þegar bendir flest til ad eytt verdi sex til sjö hundrud milljónum króna umfram fjárhagsáœtlun. 30. júní 1990: 30. júní 1990 voru skuldir Kópavogs 1.244 milljónir króna. 31. desember 1990: 31. desember 1990 voru skuldirnar ordnar 1.850 milljónir króna. Á hálfu ári höfdu þœr aukist um 600 milljónir. 30. júní 1991: 30. júní 1991 voru skuldirn- ar ordnar 2.050 milljónir króna. Þœr höfdu því aukist um 800 milljónir á einu ári og um tvö hundrud milljón- ir á hálfu ári. 31. desember 1991: Samkvœmt sex mánada uppgjörinu stefnir í ad skuldir Kópavogs verdi ordnar um 2.600 milljónir í árslok. Ef þad gengur eftir hafa þœr aukist meira en tvöfalt á 18 mánudum, auk- ist um 800 til 900 milljónir á einu ári og um nœrri hálfan milljard á sídustu sex mánudum þessa árs. mundar hf. Eins á Gunnar stóran hlut í verktakafyrirtækinu Klæðn- ingu. Þá er hann einn af þremur stjórnarmönnum í Armannsfelli hf. Formaður skipulagsnefndar er Kristinn Kristinsson byggingar- meistari, en hann er fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í nefndinni. Fyrir- tæki þeirra hafa komið talsvert við sögu í rekstri bæjarins. Formaður bæjarráðs, Gunnar I. Birgisson, situr í stjórn Ármanns- fells eins og áður sagði, en allt bend- ir til að tillaga Gunnars um að Ár- mannsfell fái lóð þar sem verða byggðar um 250 íbúðir verði sam- þykkt. Þessi lóð er mjög eftirsótt og þykir einhver sú besta í landi Kópa- vogs. FJÖLGAR ÍBÚÐUM Á EIGIN LÓÐ Formaður skipulagsnefndar er Kristinn Kristinsson byggingar- meistari. Kristinn er sjálfstæðismað- ur. Hann fékk nýverið úthlutað góðri byggingarlóð sem bæjarstjór- inn, Sigurður Geirdal, hafði áður lof- að Húsnæðisnefnd til byggingar fé- lagslegra íbúða. Kristinn er þar í samstarfi við annan byggingar- meistara, Magnús Ingvarsson, sem einnig er sjálfstæðisnmaður. Loforð Sigurðar var ekki aðeins munnlegt. Hann skrifaði stjórn Hús- næðismálastofnunar bréf þess efnis að Húsnæðisnefndin fengi um- rædda lóð. Við lánaúthlutun til Hús- næðisnefndar Kópavogs tók stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins tiilit til úthlutunarinnar og gaf út lánsloforð til íbúðarbygginga á lóðinni. Þegar Sigurður Geirdal var spurður á bæj- arstjórnarfundi hvers vegna Hús- næðisnefnd fengi ekki lóðina sagði hann nefndina hafa fallið frá um- sókn sinni. Bæjarfulltrúarnir trúðu bæjarstjóranum og samþykktu að formaður skipulagsnefndar fengi lóðina. Síðar hefur komið í ljós að Húsnæðisnefnd féll alls ekki frá um- sókninni. Með orðum sínum á fund- inum virðist sem Sigurður Geirdal hafi sagt vísvitandi rangt frá og tryggt þar með forystumanni í Sjálf- stæðisflokknum eftirsótta lóð. Það nýjasta í þessu máli er það að Kristinn Kristinsson hefur fengið samþykkta tillögu í skipulagsnefnd þess efnis að íbúðum á þessu um- rædda landi verði fjölgað um sex. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu formannsins og vísaði málinu til bæjarstjórnar, þar sem reiknað er með að tillagan verði samþykkt. FORMAÐURINN FÓR 60 PRÓSENTUM FRAM ÚR ÁÆTLUN Fyrirtæki Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjarráðs, Gunnar og Guðmundur hf„ hafði ekki haft nein viðskipti við Kópavogsbæ fyrr en Gunnar var kjörinn í bæjarstjórn. Á því eina og hálfa ári sem liðið er af kjörtímabilinu hefur fyrirtækið ver- ið lægstbjóðandi í þrjú verk og feng- ið þau þess vegna. Eitt verkanna var við götuna Vest- urvör. Tilboð Gunnars og Guð- mundar hljóðaði upp á 10 milljónir króna. Það stóðst engan veginn og í ljós hefur komið að verkið kostar bæjarsjóð 16 milljónir króna. Með öðrum orðum; formaður bæjarráðs fór sextíu prósentum fram úr áætl- un og hefur sem embættismaður samþykkt framúrkeyrsluna, og bæj- arsjóður greiðir honum 16 milljónir króna fyrir verkið í stað þeirra tíu milljóna sem um var samið. HREYFÐI ANDMÆLUM OG VAR SETTUR AF Richard Björgvinsson, sem verið hafði forystumaður Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn í fjögur kjör- tímabil en féll á eftirminnilegan hátt í prófkjöri fyrir síðustu kosningar, var að þeim loknum skipaður skoð- unarmaður bæjarreikninga. Eins Guðmundur Oddsson, oddviti Al- þyðuflokks, var ásamt öðrum úr fyrri meirihluta gagnrýndur fyrir slælega fjármálastjórn. Nú hefur hann skipt um hlutverk og gagnrýnir núverandi meirihluta fyrir stjórn peningamála. var Richard skipaður í stjórn Al- menningsvagna bs„ en þar hefur hann setið til margra ára. Eftir að ársreikningar fyrir 1990 lágu fyrir gerði Richard athugasemdir um stöðu bæjarsjóðs. Meirihlutamenn þökkuðu pent fyrir sig. Án þess að ræða við Ri- chard, fyrrum oddvita sinn, settu þeir hann af sem skoðunarmann bæjarreikninga og ekki nóg með það; hann var einnig settur úr stjórn Almenningsvagnanna. Þeir eru fleiri en Richard Björg- vinsson sem hafa fengið að taka pokann sinn. Steinar Lúdvíksson, Jóspessonar, hafði verið forstöðu- maður Sundlaugar Kópavogs árum saman. Þegar nýja sundlaugin var tekin í notkun var Steinari sagt upp og til starfans ráðinn góðvinur og fyrrum samstarfsmaður Sigurðar Geirdal, Ingimar Ingimarsson frá Borgarnesi. Þegar efast var um réttmæti upp- sagnarinnar var Steinari boðið að gerast starfsmaður skíðaskála bæj- arins og Breiðabliks í Bláfjöllum. Steinar þáði þetta nýja starf, en ekki hafði áður þótt ástæða til að hafa þarna mann í heilsársstarfi, þar sem skálinn er aðeins opinn í fáa mánuði á hverju ári. Rekstrarstjóri Kópavogsbæjar, Gudrún Guðmundsdóttir, eiginkona Ásmundar Stefánssonar, forseta Al- þýðusambands íslands, var látin hætta. Hún er nú framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. Ólafur Sverrisson bæjarritari er að láta af störfum og taka við sem bæjarstjóri í Stykkis- hólmi. ÓÁNÆGJA INNAN FLOKKSFÉLAGANN A Það er ekki bara fjármálastjórnin sem bæjarfulltrúar meirihlutans hafa áhyggjur af. Mikill titringur er innan beggja meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Kópavogs. Eftir að Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarfiokk- ur mynduðu meirihluta í bæjar- stjórn hefur gengið á ýmsu. Reynd- ar á óánægjan sér lengri sögu, eða allt frá því valið var á framboðslista flokkanna. Á því eina og hálfa ári sem liðið er af kjörtímabilinu hafa miklar breyt- ingar orðið á helstu starfsmönnum bæjarskrifstofunnar. Bæjarritarinn, fjármálastjórinn og rekstrarstjórinn eru ýmist hættir eða að hætta. Inn- an Framsóknarflokksins hafa marg- ir af þeim sem hafa unnið hvað mest fyrir flokkinn á síðustu árum hætt öllu starfi fyrir hann vegna óánægju. Þar á meðal er Magnús Bjarnfreðsson, fyrrum bæjarfull- trúi. Þá hefur fyrrum bæjarfulltrúi Framsóknarfiokksins, Skúli Sigur- grímsson, ekkert skipt sér af starfi flokksins frá því meirihlutinn var myndaður. Innan sjálfstæðisfélagsins er tals- verð óánægja, ekki síst í garð Gunn- ars I. Birgissonar. Hann er sagður erfiður í samstarfi og ekki réttur maður til að halda flokksstarfinu saman. Fyrir kosningarnar 1990 var Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi næst- stærsta flokksfélagið, en nú er allt útlit fyrir að félagið sé ekki eins stórt og sterkt og það var. Sigurjón Magnús Egilsson MT að var óvenjuleg kirkjuvígsla sem Ólafur Skúlason biskup lenti í um síðustu helgi. Þá fór hann norð- ur í Árneshrepp á Ströndum, þar sem líklega er einn klofn- asti söfnuður lands- ins. Erindi biskups var að vígja nýja kirkju, sem þarna hafði verið byggð, með sæti fyrir 120 manns. Við hlið- ina er gömul kirkja síðan 1885, sem hluti safnaðarins hefur gert upp. Þar eru sæti fyrir 80 manns. Þar sem að- eins eru um 100 manns í söfnuðin- um er óhætt að segja að nóg sæta- framboð sé fyrir þá sem þurfa í kirkju. Þar sem deiluaðilar talast ekki við þurfti biskup að hefja smásáttastarf þegar hann kom norður. Þurfti með- al annars að fá kirkjugripi úr gömlu kirkjunni sem „endurreisnarsinnar" höfðu vaktað svo að þeir yrðu ekki fjarlægðir. Biskupi tókst að ná sátt- um en ákveðið hefur verið að af- helga ekki gömlu kirkjuna þannig að áfram verður hægt að þjónusta í henni. Ef einhver óskar til dæmis eftir því að verða jarðsunginn í gömlu kirkjunni verður ekkert því til fyrirstöðu . . . F M. yrirjolinkemurútfyrstabindið af ævisögu Jónasar frá Hriflu, sem Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur setur saman. Ef að líkum lætur verður þetta með athyglisverð- ustu bókum vertíð- arinnar. Jónas ábyggilega einn um- deildasti maður ald- arinnar; arkitekt flokkakerfisins, ráðherra, byltingarmaður og bar- áttumaður gegn nútímalist... F M. ram hefur komið töluverð ónægja meðal listamanna með framkvæmd núgildandi höfundar- réttarlaga. Nú heyrist að Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hafi gefið vilyrði fyrir endurskoðun laganna . .. að er ekki bara Árni Samúels- son í Bíóhöllinni sem er stórtækur í bíóbransanum. Heyrst hefur að Jón Ólafsson í Skifunni, sem er umboðsaðili fyrir þekkta kvik- myndaframleiðend- ur, hafi falast eftir lóð fyrir stórt kvik- myndahús í nýja miðbænum, á mót- um Kringlumýrarbrautar og Lista- brautar . . . F JL yrr á árinu var farið fram á op- inbera rannsókn á starfsleyfi sorp- brennslunnar á Hnífsdal og fékk embætti Ríkissak- sóknara málið til umfjöllunar. Hall- varður Einvarðs- son ríkissaksóknari hefur þó ekki gert meira í málinu enn- þá en biðja um við- bótarupplýsingar, en nú eru að verða fjórir mánuðir síðan embætt- ið fékk málið til meðferðar ...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.