Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 PRESSAN Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar. Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Ritstjórnarfnlltrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun sldptiborós: Ritstjórn 621391. dreifing 621395. tæknideíld 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verö í lausasölu 170 kr. eintakið. Stjórnleysi í Kópavogi í PRESSUNNI í dag er fjallað um málefni Kópavogskaupstaöar. Par kemur fram að sveitarfélagið er að drukkna í skuldum og margt bend- ir til að fjárhag þess verði ekki bjargað nema með sérstökum neyðarráðstöfunum. Petta 15 þúsund manna sveitar- félag er að komast á svipað stig og Hofsós og mörg smærri sveitarfé- lög sem hafa verið að kikna undan kröfum um þiónustu og fram- kvæmdir sem eru ofvaxnar getu þeirra. Kópavogur hefur enga slíka afsökun. Miðað við stærð kaup- staðarins ælti hann að vera með best stæðu sveitarfélögum á land- inu. Pað sorglega við þetta mál er að stóran hluta þess virðist mega rekja til óstjórnar og stjórnleysis. Hluti vandans liggur að sjálfsögðu í óábyrgum ákvörðunum og óvar- færnislegum áætlunum stjórn- málamanna, sem nota fé útsvars- greiðenda til að afla sér fylgis. En vandi Kópavogsbæjar er víðtækari en svo að þetta sé eina skýringin. Par virðist allt hafa farið úr bönd- unum; stjórnleysi ríkir í yfirstjórn bæjarins og yfirmenn virðast hafa misst alla yfirsýn yfir vandann. Þolendur málsins, útsvarsgreið- endur í Kópavogi, munu borga brúsann, annaðhvort í formi hærri skatta eða minni þjónustu í fram- tíðinni. FJÖLMIÐLAR Skodanir Styrmis og Súkkóiö hans Davíðs Scheving Enn ætla ég aö skrifa um breytingar á blaðamarkaðin- um í kjölfar kreppu litlu flokksblaðanna. Ég hef mér til afsökunar að þetta eru stærstu tiðindi á markaðinum frá því einhvern tímann fyrir seinna stríð. Eitt af því sem menn hafa lýst áhyggjum sínum yfir er að ef litlu blöðin rúlli drottni Mogginn einn yfir markaðin- um. Og ef trúa má sumum sem um þetta hafaskrifað líð- ur ekki á löngu þar til allir landsmenn hafa sömu skoð- un og Styrmir Gunnarsson í kvótamálum og sama bók- menntasmekk og Matthías Johannessen. Ég óttast þetta ekki. Ég hef ekki þá trú á fjölmiðlum að þeir geti ráðið smekk fólks og enn síður stjórnað skoðunum þess. Þeir geta kannski ráðið einhverju um hvaða dægur- mál skjóta upp kollinum og hver ekki, en þeir ráða næsta litlu um hvernig almenningur meltir þau. Ástæðan fyrir því að einn les Þjóðviljann og er honum ósammála er ekki sú að sá hinn sami hafi látið Moggann heilaþvo sig. Á sama hátt og þeir sem sjá í gegnum fréttaskrif Moggans eru þeir sem fúlsa við Þjóð- viljanum skyni gætt fólk. Álveg eins og Davíð Sche- ving Thorsteinsson gat ekki fengið almenning til að drekka Súkkó (gosdrykkur með súkkulaðibragði) á sín- um tíma, þannig geta Mogga-ritstjórarnir ekki látið fólk gleypa skoðanir sínar eða smekk gegn vilja þess. Reyndar er allt þetta tal um háskann við dauða litlu flokksblaðanna orðið helst til leiðigjarnt. Skrif starfsmanna litlu blaðanna um misnotkun Moggans á lesendum sínum í framtíðinni ber með sér virð- ingarleysi þeirra sjálfra gagn- vart lesendum sínum. Það er sorglegt að fylgjast með þeim, hverjum á fætur öðr- um, játa það upp á sig að virða að engu meginreglu blaðamennskunnar um hlut- leysi. Gunnar Smári Egilsson Nú hlœja dvergarnir „En að skella skuldinni bara á kraftlyftingamenn er brandari. Mér finnst þetta lítilmannlegt að ráðast svona á okkur." Hjalti Úrsus Árnason Krattamaður Eftirmæli aldarinnar „I útliti hefur Þjóðviljinn orðið afturhaldssamari og litlausari með hverri „umbótatilraun“. Efnislega er blaðið þurrku- og þunglyndislegt, eins konar íslenskt Pravda, leiðinlegt og fráhrindandi." Vllhelm G. Kristlnsson fréttamaður „Ég hef staðið á öndinni í heilt ár. Ég vonaði af heilum huga að ég yrði ekki dauður áður en að frumsýningu kæmi.“ Sir John Gielgud leikari „ n þess vegna hefði verið betra að setja húsið ekki í gang fyrr en búið var að teikna alla aðstöðuna. Maður talar ekki um þau ósköp að opna barinn áður en búið er að loka reikningnum." GUÐMUNDUR EINARSSON AÐSTOÐARRÁÐHERRA j4£tU '&vztidrt ^ettyi&t tií eui ieiica „Kristján er orðinn einhverskonar guðfaðir og farinn að stjórna þeim sem hann á að vinna fyrir." Eiður Sveinsson skipsstjóri Boo- oí áiJi*i]ítcMiesifje'uU*t aettauA úi á hetta! „Fátækir verða látnir greiða fyrir snauða." Helgi Guðmundsson rítstjóri Þjóðviljans Guðni í Sunnu er matkráka vikunnar „Það bragðaði nær enginn á matnum en sumir tóku sýnishorn og sögðust ætla að veifa þeim framan í Guðna.“ Tómas Sigurgeirsson farþegi Dagblöð sem enginn les Mikil vandræði herja nú á litln dagblöðin. Þjóðviljinn hefur fengið greiöslustöövun og r;er lífróður til að verða sér úti um nýja áskrifendur. Alþýðublaðið — allar fjórar síöurnar — er að nýju orðið feimnismál meðal krata. Tím- iun á greinilega í fjárhags- kröggum og hefur meðal annars lent í útistöðum við starfsmenn sína þegar hrinda hefur átt í framkva'ind sparn- aðaráformum. Það er í raun ekkert sem nnelir með því að þessi blöö haldi áfram að koma út. Vandi þessara þriggja blaða liggtir íyrst og fremst í því að það nennir enginn lengur að lesa þau. Þegar svo er koinið hlýtur maður að s|>yrja hvaða tilgangi blööin þjóna? Til hvers er verið að skrifa allt þetta lesmál? I'il hvers er staðið í öllum þessum redcl- ingum? Til hvers er öll þessi prentun? E.r hér ekki á ferð- inni ótæpileg sóun á atorku og hugviti fjölda manna og á ómældum tonnum af pappír sem fjöldi trjáa hefur farið í? Aðstandendum blaðanna og þá sérstaklega Þjóðvilja- mönnum er tamt að halda því fram að blöð sín séu skoðana- (relsinu og lýðræðinu í land- inu brýn nauðsyn. Eitthvað kann að hafa veriö hæft í þessum málflutningi hér á ár- uin áður en ekki nú þegar enginn les lengur blöðin. Skoöanir sem settar eru fram í blaöi sem enginn les liafa ekki og geta ekki haft áhrif á skoöanamyndun með þjóð- inni. Utgáfa slíkra blaða á sér því enga réttlætingu. Ejármálaráðherra ákvað í sumar að draga úr kaupum ríkisins á dagblöðunum. Engu aö síður eru það stjórn- völd sem enn halda voninni vakandi með stjórnendum blaðanna að takast megi að halda útgáfu þeirra áfram. Auglýsingar fyrir ríkið og op- inberar stofnanir eru stór ef ekki stærsti tekjuliður þess- ara blaða. Hví skyldi ríkið kaupa auglýsingar sem eng- inn sér? Er það ekki ill með- ferð á opinberum fjármun- um? Skoðanafrelsi á íslandi velt- ur ekki á Alþýðublaðinu, Tímanum og Þjóðviljanum. Blaöaútgáfa á Islandi myndi hins vegar batna til muna. landsmönnum öllum til hags- bóta og yntiisauka, ef hafin MENN Gódverk og kjólar fyrir annarra manna fé Ef til er rómantískur stjórn- málamaður þá er Guðrún Helgadóttir líklega slíkur. Af- staða hennar til mála virðist frekar byggjast á tilfinninga- semi en nokkru öðru. Eitt sinn sagði hún í sjón- varpsþætti að grænfriðungar hlytu að hafa rétt fyrir sér þar sem þeir legðu svo mikið á sig. Þetta unga fólk væri ekki að sigla smátuðrum í veg fyr- ir hvalveiðiskip fyrir ein- hvern misskilning. Og svo hótaði hún að hætta að styðja ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sen ef Gervasoni yrði rekinn úr landi. Og hlaut virðingu fyrir. En kannski vorum það við kjósendur sem vildum hafa Guðrúnu svona, — okkar Astrid Lindgren. Guðrún kom í pólitíkina úr Trygg- ingastofnun þar sem miklar goðsagnir gengu um góð- semi hennar. Þar sat hún eins og drottning í ríki sínu, veitti fé á báða bóga og mátti ekk- ert aumt sjá. Eftir á að hyggja yrði útgáta á dagblaði sem gæti keppt við Morgunblaðið. Meira að segja Morgunblaðið sjálft myndi skána. Það er hins vegar skilyrði þess að út- gáfa nýs dagblaðs sé fýsileg að flokksmálgögnin þrjú hætti að koma út. Það er kominn tími til að ríkissjóður hætti fyrir fullt og fast að standa undir útgáfu blaða sem allir eru löngu hæftir að lesa. Á þessum síð- ustu og verstu tímum er margt þarfara viö þá fjármuni að gera. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA í Genf. gerði Guðrún líklega fátt ann- að en sinna vinnunni sinni. í besta lagi veitti hún sumum aðeins meira en þeir áttu að fá samkvæmt reglugerðun- um og sjálfsagt sérstaklega þeim sem hún þekkti sérstak- lega vel. En ef Guðrún ber sér á brjóst fyrir góðverkin þá er víst að þau voru gerð fyrir annarra manna fé. Og það er lygilega sorglegt að góðverk og pólitík fara illa saman. í pólitík er alltaf ætl- ast til þess að góðverkin skuli gjalda. En Guðrún er rómantísk á annan hátt. Eins og margt fólk úr hennar kreðsum trúir hún á að fólk skiptist í tvo hópa. Gervasoni og grænfrið- ungar eru til dæmis í öðrum flokknum ásamt herstöðva- andstæðingum, listamönn- um og öllum þeim sem Guð- rún finnur til skyldleika við. Eins og dæmið með græn- friðungana sýnir hefur þetta fólk eðlilega rétt fyrir sér. Það ber það með sér. í hinum flokknum eru menntunar- lausir heildsalar, þeir sem vilja rífa gömul hús eða leggja niður sinfóníuna, verð- bréfasalar og aðrir þeir sem Guðrún finnur ekki til nokk- urrar samkenndar með. Auðveldasta leiðin til að mýkja afstöðu fólks á borð við Guðrúnu er því að láta það finna til samkenndar með stærra hópi. Að gera hana að forseta þingsins er ein aðferðin. Uppreisnar- gjarni þingmaðurinn verður þá kaþólskari en nokkur þingforseti. En um leið og hún varð þingforseti sannaðist á henni það sem svo oft hefur komið í Ijós áður, — að þeir sem lita á sig sem hugsjónamanneskj- ur telja sig eiga alit gott skilið. Því eru það alltaf þeir en ekki menntunarlausu heildsalarn- ir sem nota sjóðina, sem þeim er treyst fyrir, til að kaupa sér kjóla. ÁS o o OOÐON' O'/ítáO’ ÍQ He’rTi yótJAf HALLáCfaXcN OG- BfL KÚMt'V/V liL AfiiTO yKKUR 0 þu JÓRÐ SEtf er VWDí ÞÚSUWDA &LESSU& JöRÐ B£R BtÓMSfAFÍ OZUNOAd 9ÁRT Ep. AD J HNDÍR. fmAIEi Hv/\í> EP- Htta ■kyiDí þOTÁ VERA F/Siq FoLk/d AS> KotÁX riL BJAR6A OKKdS-J? c re n re w 2 re .c E ro k. LL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.