Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 ð * '> HIMNESKUR MATUR FRÁ 02miuk ^OIKO Eldbakaðar tortillakökur fylltar með leyndarmáli frumbygfijanna Uið huesum einnie um grænmetisæfúna Lúmskir kokkteilar með bjóðardrykk Mexikana Poftasaldrar C Siöfríð Þórisdóttir J sér um matreiðsluna HRlFftNDl ll(EÍ conte" skiphoiti 37 s. 39570 BORGIN SEM SAMEINAR MENNINGU, SKEMMTUN OG HAGSTÆÐ INNKAUP Beint leiguflug méb nýjum lum FlugleiBa Verð frá kr. 23.595,- INNIFAUÐ: Flug, gisting í 3 nætur meÖ skoskum morgun- verSi, islensk farar- stjórn, flutningur milli flugvallar og hótels í Edinborg. 2. NÓV. 5. NÓV. 9. NÓV. 12. NÓV. 16. NÓV. 19. NÓV. 23. NÓV. 26. NÓV. (ntOMtMí FERÐASKRIFSTOFA, BORGARKRINGLUNNI, SIMI 679888 M. að var óvenjuleg kirkjuvígsla sem Ólafur Skúlason biskup lenti í um síðustu helgi. Þá fór hann norð- ur í Árneshrepp á Ströndum, þar sem líklega er einn klofn- asti söfnuður lands- ins. Erindi biskups var að vígja nýja kirkju, sem þarna hafði verið byggð, með sæti fyrir 120 manns. Við hlið- ina er gömul kirkja síðan 1885, sem hluti safnaðarins hefur gert upp. Þar eru sæti fyrir 80 manns. Þar sem að- eins eru um 100 manns í söfnuðin- um er óhætt að segja að nóg sæta- framboð sé fyrir þá sem þurfa í kirkju. Þar sem deiluaðilar talast ekki við þurfti biskup að hefja smá- sáttastarf þegar hann kom norður. Þurfti meðal annars að fá kirkjugripi úr gömlu kirkjunni sem „endur- reisnarsinnar" höfðu vaktað svo að þeir yrðu ekki fjarlægðir. Biskupi tókst að ná sáttum en ákveðið hefur verið að afhelga ekki gömlu kirkj- una þannig að áfram verður hægt að þjónusta í henni. Ef einhver ósk- ar til dæmis eftir því að verða jarð- sunginn í gömlu kirkjunni verður ekkert því til fyrirstöðu .. . Bú ð er að ganga frá þrotabúi Skemmtigarðsins hf., hlutafélags Ólafs Ragnarssonar, sem rak Tív- ólíið í Hveragerði. Fyrirtækið stofn- aði Ólafur eftir að hafa keypt ýmis tæki af Sigurði Kárasyni, en eitt- hvað voru þau viðskipti málum blandin, því dæmið gekk ekki upp og í júlí 1988 var Skemmtigarðurinn hf. tekinn til gjaldþrotaskipta. Kröf- ur í búið námu alls að núvirði um 200 milljónum króna. Þar af nam al- menn krafa Fjárfestingarfélags ís- lands um 45 milljónum að núvirði, vegna skuldabréfa sem ættuð eru frá Sigurði. Innan við 3 milljónir fékkst út úr búinu, sem rann upp í viðurkenndar forgangskröfur og stöku lögveðskröfu . . . INNRITUN f ALMENNA FLOKKA (tómstundanám) VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Leðursmíði. Bókband. Myndbandagerð (vídeó). Hlutateikning. Teikning og málun. Umhverfis- teikning (m.a. unnið utandyra). Grafík (mónóþrykk). Bridge. Vélritun. BÓKLEGAR GREINAR: fslenska (stafsetning og mál- fræði). íslenska fyrir útlendinga (byrjenda- og framhalds- námskeið). Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ítalska. ítalskar bókmenntir. Spænska. Spænskar bókmenntir. Latína. Gríska. Portúgalska. Hebreska. Tékkn- eska. Rússneska. Kínverska, byrjenda- og framhaldsnám- skeið. Danska, norska, sænska fyrir börn 7—10 ára til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi, að- stoð við skólafólk. Stafsetning, ítarnámskeið, ætlað framhaldsskólanem- endum. Ný námskeið: Málun, framhaldsnámskeið — litafræði og málun (vatnslitir, akrýllitir). Teikning og málun, umhverfisteikning (m.a. unnið úti í náttúrunni) dag- og kvöldnámskeið. Grafík (mónóþrykk). íslenska fyrir útlendinga, íslenskt þjóðfélag, bókmennt- ir og menning, undirstöðukunnátta í íslensku nauðsynleg. Búlgarska. í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Gerðubergi og Árbæjar- skóla. Kennslugjald fer eftir stundafjölda og greiðist við inn- ritun. Kennsla hefst 30. september INNRITUN fer fram í MIÐBÆJARSKÓLA, Fríkirkjuvegi 1, dagana 18. og 19. september kl. 17—20.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.