Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 12.09.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. SEPTEMBER 1991 21 GOmKUK DAGUR SKURÐARSON Veðjudu þeir á réttan hest? 400 milljónir hafa uerið lagð- ar undir. Veldur Gottskálk Dagur Sigurðarson, 17 ára MH-ingur, aðalhlutuerki í stórmyndinni Huíta uíkingn- um, nýjustu mynd Hrafns Gunnlaugssonar? Leikstjór- inn efaðist ekki. Er uiðmœl- andi okkar uœntanlegt stór- stirni? Það fáum uið að sjá þegar myndin uerður frum- sýnd í Reykjauík um nœstu mánaðamót. „Þetta er ástarsaga um Ask og Emblu, skáldsaga með sögulegu ívafi," segir Gott- skálk og sýnir blaðamanni myndir úr kynningarbækl- ingi. Þær eru sláandi og stór- brotnar. Ástina hans, Emblu, leikur íðilfögur norsk jafn- aldra hans, Maria Bonnevie, en haft er eftir Hrafni: ,,Ég hef kosið að velja mjög unga leikendur í hlutverk Asks og Emblu vegna þess að þeir hafa eitthvað við sig sem flestir hafa þegar glatað um tvítugt; „glóð í augum og dul- úðugt yfirbragð (devilish aura).“ Þeir eru nægilega óreyndir til að trúa að allt sé mögulegt. Um það fjallar Hvíti víkingurinn." Flest annað starfslið mynd- arinnar, norskt, sænskt, danskt, finnskt og íslenskt, er reynt og rómað fólk, hvað í sínu landi. Reyndar er Gott- skálk alls ekki óreyndur leik- ari. Þetta er fjórða prófraun hans á hvita tjaldinu. Fimm ára gamall lék hann fyrir ein- hverja rælni í mynd Þráins Bertelssonar, Snorra Sturlu- syni, en pabbi leikfélaga hans var kvikmyndatökumaður. Eða voru það forlög? „Reynd- ar tókst ekki betur til en svo að ég var fjarlægður af töku- stað. Ég hef alitaf verið mjög hávær, það sýndi sig þarna, lætin voru svo mikil í mér, að ekki heyrðist mannsins mál, svo að mér var skipað upp á fjall og þar þurfti ég að dúsa með móður minni, — allt þar til upptökum lauk." En Gott- skálk sást þó á tjaldinu, þar sem hann hélt á kisu og ýtti rollu á undan sér. GRENJANDI Á HÖGGSTOKKNUM Og aftur var það kunnings- skapur sem kom Gottskálki til góða árið 1983. Þuríði Vil- hjálmsdóttur, frænku hans, sem þá vann að myndinni Hrafninn flýgur, var gert að finna í snarhasti einhvern ljóshærðan lítinn strák. Hún var utan af landi og þekkti ekki nema einn: Gottskáik. Stráksi þurfti samt að fara í prufu. Og grenjandi gómaði hann hlutverkið: „Þarna voru mættir Egill Ólafsson, Helgi Skúlason og Edda Björgvinsdóttir. Mér var skip- að að leggjast á bekk, sagt að það ætti að hálshöggva mig og ég skyldi bara grenja. Og ég grenjaði!" Örlög Gottskálks voru ráð- in. Sköpunarverk Hrafns Gunnlaugssonar hafið. 1984 fór hann með aðalhlutverk myndarinnar Reykjavík, Reykjavík. Árið 1987 sást hann í í skugga hrafnsins. Gæfa eða gjörvileiki? Þeir eru bara tíu ára, Gottskálk og vinur hans Magnús Geir, þeg- ar þeir stofna Gamanleikhús- ið sem enn er við lýði, en ár- inu áður höfðu þeir starfað með barnaleikhúsinu Tinnu. Þeir leigðu sjálfir á Loftleið- um, voru bæði sýningarstjór- ar og leikstjórar og auðvitað aðalleikarar. Þá fóru þeir líka eitt sinn upp í Þjóðleikhús og báðu um hlutverk. Og fengu! í Tyrkja-Guddu. — En huer er Askur? — „Staðfastur, frekur og öruggur með sig gagnvart öll- um nema stelpunni (ástinni sinni). Hann er svolítið barn í byrjun, en þroskast mikið er á líður." — Efniuiður myndarinnar? „Hún gerist á tímum Ólafs Tryggvasonar Noregskon- ungs. Askur er ættstór Islend- ingur sem alist hefur upp hjá föður Emblu, Guðbrandi, en móðir hans er norsk. Ólafur er eiginlega búinn að kristna alla landa sína, nema Guð- brand, sem er síðasti heiðni höfðinginn. Á brúðkaups- nóttu kemur svo óboðinn gestur, kóngurinn sjálfur, og fyrirskipar okkur að taka trú á „hvítan Krist“, og hótar ell- egar lífláti. Guðbrandur lætur skírast og ég undirgengst það til þess að geta gert svona. Hrafn hlær sjálfur að því hvað hann er ruglaður. Það er alls ekki þar með sagt að það sé eitthvað neikvætt. En sem manneskja? Hann getur ver- ið erfiður en er alltaf mjög indæll við mig. Við erum náttúrlega farnir að þekkja hvor annan og erum orðnir ágætiskunningjar." — Þú leikur með þekktum leikurum, m.a. Helga Skúla- syni, Bríeti Héðinsdóttur, Agli Olafssyni og Tómasi Nord- ström (Suía). Lœrðirðu mikið af þeim? „Ég hef lært mjög mikið af Helga Skúlasyni í gegnum tíðina. Ég átti eiginlega alltaf í vandræðum með að leika á móti honum, því hann er unnar. Ég tel að góður leikari þurfi að vera mjög mildur, hann verður að vera góður maður. Vondur maður getur ekki gert sér upp gæskuna, en góður maður getur nátt- úrlega alveg leikið reiðan mann. Ég held líka að það sé nauðsynlegt fyrir leikarann að hann kynnist sem flestum hliðum lífsins. Þú verður ekki leikari á því að fara í leiklist- arskóla, ekki beint. Þú lærir þar ýmsa tækni, lærir að beita röddinni — sem ég þyrfti að gera — og lærir að hreyfa þig, sem maður getur náttúrlega lært annars stað- ar.“ — Mundirðu taka þátt í bíó- mynd, strax á morgun, efþér byðist? Hrafn er snargeggjadur snillingur verkefni að snúa íslending- um til kristinnar trúar. Embla er tekin til fanga sem gísl, og ég sendur til íslands. Kóngur verður ástfanginn af Emblu. Hún fellur auðvitað alls ekki fyrir honum. Síðan segir af (ó)förum mínum á íslandi, mér gengur hálfilla að kristna, er m.a. hálfnauðgað af einhverri kerlingu... Son- ur og eiginkona föður míns, sem er lögsögumaður á ís- landi, sitja á svikráðum við mig og setja upp morð sem ég er ásakaður um. Og nánar verður söguþráðurinn ekki rakinn." SANNAÐI SIG BÆÐI TANN- OG FÓTBROTINN — Var þetta ekki erfitt? „Jú, ég var orðinn mjög þreyttur undir lokin," segir hann, enda tók hiutverkið all- an hans tíma í næstum ár. „f október 1989 hringdi Hrafn í mig og bauð mér hlutverk, sem annaðhvort Askur eða hálfbróðir hans, og í versta falli eitthvert minni hlutverk- anna. í desember og janúar fór ég í prufutökur til að sýna framleiðendum, í mars komu þeir svo til landsins og ég þurfti að sanna mig, útlitið ekki glæsilegt, ég þá bæði fótbrotinn og tannbrotinn! í maílok var svo byrjað að æfa og ég sat með Hrafni á öllum æfingum, líka hinna. Tökurn- ar, sem fóru fram hér og í Noregi, stóðu yfir frá júlí til desemberloka 1990. Það var S.ÞÓR reyndar ekki fyrr en í júní sem ég fékk að vita að ég væri ráðinn, þótt Hrafn hefði þegar ákveðið það í janúar, þannig að hann lét mig berj- ast fyrir hlutverkinu allan tímann," segir Gottskálk og hlær. Þó segist hann innst inni hafa trúað því að hann fengi hlutverk Asks. „Ég bjóst eiginlega við því að fá. hlutverkið, en samt velti ég því oft fyrir mér hvort ég gæti staðist þessar kröfur. Var oft dálítið stressaður. Því þetta gat stundum verið svolítið erfitt. En síðan þýðir náttúru- lega ekki að fara í þetta ef maður er í einhverjum vafa, svo ég bara ákvað að kýla á það.“ Var honum uppálagt að fara snemma í bólið og sneiða hjá skemmtanalífi og stóð við það. — Og huernig leikstjóri er suo Hrafn? „Hann er stórkostlegur. Ég held að þessi maður sé snill- ingur. Hann er leikstjóri sem veit hvað hann vill. Hann er náttúrlega snargeggjaður. Ég dreg ekkert úr því.“ — Má hafa þetta eftir þér? „Já,“ svarar Gottskálk, „því hann veit það náttúrlega al- veg sjálfur. Já, ég meina, þessi maður fær geggjaðar hugmyndir og er auðvitað ekkert að fela það. Hver vill sjá kvikmynd, sem er eitt- hvað normal, ógeðslega normal? Hún verður náttúr- lega að vera eitthvað klikkuð, þú verður að vera klikkaður alveg ótrúlegur leikari. Mað- ur truflast eiginlega af því hvað hann er góður, það er bara eins og hann sé að gera þetta í alvörunni. Hann er mikill karakter og leikur sterkt. Hann leikstýrði hljóð- upptökunum. Það var mjög gott að hafa hann. Þá lærði ég líka af Tómasi Nordström. Tómas er alveg frábær. Fynd- inn og þrælgóður leikari, lærði m.a.s að tala íslensku fyrir myndina," en talmálið er íslenskt. „Ég var ekki alveg búinn að finna karakterinn, hann kom eiginiega ekki í ljós fyrr en tökurnar voru byrjaðar. Tómas benti mér á að vera í fyrsta lagi bara ég sjálfur. Hann var mér mjög hjálpsamur. Ég á honum mik- ið að þakka. Við töluðum allt- af saman ef eitthvað bjátaði á.“ — En huað með kynni hans af fegurðardísinni Mariu Bonneuie. Gat hann komist hjá þuí að uerða ástfanginn? „Ne. . .ja“ Nú er þögn. „í fyrstunni. Ja, ég varð svolítið skotinn, . . .ég held að hún hafi ekki haft nokkurn áhuga á mér... ég veit það ekki, það gerðist sko ekkert.“ Stopp. — Hefur hann kynnst ást- inni? „Jú, jú. Ég hef nú kynnst henni.“ - Oft? „Nei. Ég held ég hafi aðeins fundið fyrir ást kannski tvisv- ar um ævina. Ég held ein- hvern veginn að ég kunni ekki á stelpur." — Huaö er ást? „Tilfinning, magapína. Þú ert náttúrlega á nálum þegar þú ert ástfanginn." ÆTLA EKKI AÐ VERÐA SKRIFSTOFUBLÓK — Huers ertu suo uísari um listina að leika, eftir allt þetta? „Ég held að leiklist sé fyrst og fremst spurning um að geta sett sig í spor leikpersón- „Já, hiklaust, ef mér býðst eitthvað gott.' Ég ætla að verða leikari,“ segir Gott- skálk ákveðinn. Aður átti ,hann tíma fyrir annað áhuga- mál sitt, fimleikana. Þá stund- *aði hann grimmt í þrjú ár. „Ég æfði með meistarahópi á tímabili og æfði þá á hverjum degi, sjö daga vikunnar, 20 tíma alls, en þetta var áður en tökur myndarinnar hófust." — En œtlarðu í leiklistar- skóla? „Það er ekki alveg víst. Ég hef verið að hugleiða að reyna inngöngu næsta vor í Dramatiska Institutet í Stokk- hóimi, en ég tel möguleikana ekki mikla, því af u.þ.b. 1.200 manns sem sækja um á hverju ári komast tólf inn. En ef maður skyldi slysast til að detta inn, þá hætti ég bara í skólanum (Menntaskólanum við Hamrahlíð). Þó held ég að sú hætta sé lítil. En ég verð þá reynslunni ríkari." — Af huerju leikari? „Það er svo gaman og gef- andi. Og fullnægir manni ef vel gengur. Þá kynnist maður svo mörgum hliðum iífsins, þó kannski ekki nema óbeint. Mig langar að minnsta kosti ekki til að verða einhver skrifstofublók." Undirrituð hafði átt von á að hitta fyrir sjálfumglaðan töffara „með blik í auga og djöfullega áru“. En Gottskálk reyndist vera opinn og yfir- lætislaus. Hitt stóðst, að hann er spennandi fyrir augað! Engli líkastur, eins og nafnið bendir til. Hvað sá Hrafn? Leikgleðina, einlægnina og tilfinningahitann? Eldmóð- inn og áhugann? Dugir það í stórleikara? Spennandi að vita. „Ég veit hvað ég vil, veit ekki hver ég er, ekki ennþá, veit ekkert hvað verða vill,“ segir Gottskálk. En hvað seg- ir ekki máltækið: Viiji er allt sem þarf. — ilakka til að sjá myndina. Aldís Baldvinsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.